Færsluflokkur: Lífstíll

Geir Ólafs, Bjartmar og Powerballöður

geir_blurr 465_powerballads

image

Það var að venju góður fílingur í Hafmeyjunni á föstudaginn.

Þemað var Power ballöður: Skidrow, Steelheart, Guns n Roses, Scorpions, Nazareth og fleiri góðir sáu að mestu leiti um tónlistina, þið getið skoðað lagalistan hér til vinstri.

Við heyrðum í Bjartmari Guðlaugssyni sem ætlar að halda risa tónleika í Hallormsstaðarskógi 20. júlí ásamt Rúnna Júll, Kidda flugu og frábæru bandi.

Geir Ólafsson var aðalgestur kvöldsins, viðurkenndi hann ást sína á Michael Jackson og Sakbitna sælan hans var I Will Survive - Gloria Gaynor.

Hann talaði um væntanlega plötu sína sem verður öll sungin á Íslensku og kemur út í haust.

Spurningunni um hvort Nancy Sinatra komi fram á útgáfutónleikunum var svarað en lítið að marka svarið held ég.

Hann vildi ekki tjá sig um hvort Geir H. Harde komi nálægt þeim gjörningi.

Að sjálfsögðu endaði Geir á því að taka lagið í beinni útsendingu.

Farið í party einvígi sem þið getið skoðað nánar í lagalistanum hér til vinstri.

Að endingu skoraði Doddi á Andra að þeir kæmu með sitt hvort lagið í verlsunarmannahelgar þáttinn 1. ágúst en svörin voru óskýr.

Hljómsveitin Atómstöðin kemur næsta föstudagskvöld og mun taka lagið í beinni en hvað meira gerist hef engin hugmynd um.

Þjóðin mælir með því að þú smellir á hátalarann hér fyrir neðan og hlustir!

Powerballad þema

1. Wind Of Change   The Scorpions
2. Sunnudagsmorgunn.   Bjartmar_Guðlaugsson
3. With A Little Help From My Friends   Joe Cocker

Gestur kvöldsins
4. Geir Ólafsson   Gullkorn

Lagið sem kemur Geira í stuð
5.Blame It On The Boogie    The Jacksons

Sakbitin sæla Geirs Ólafs
6. I Will Survive   Gloria Gaynor

7. Geir Ólafsson   I get a kick

8. 18 and life   Skidrow
9. Wanted Dead Or Alive    Bon Jovi
10. Love Hurts   Nazareth

Party Einvígi freestæl


fyrsta lota

Andri: Ace of spades     Motorhead
Doddi: Chicken Payback   the Bees

Önnur lota
Doddi: Groove Is In The Heart  Deee Lite
Andri: Kiss    Prince

Þriðja lota , Power ballaða
Andri: Dont cry  Guns and Roses
Doddi: She's Gone  Steelheart

Hlustendur velja betra partýið/5687-123

Andri 5

Doddi..... minna

 


Rauðsokkur eru drullusokkur!!!

Ég vil bara benda fólki að mér finnst frábært að strípurnar hans Geira geti nú um nakið höfuð sitt strokið.

Ég elska klám og ég vil meira stríp úttum allt!!!!

 Hvenær viljiði koma að þrífa hjá mér??? W00t


mbl.is Hreinsað út úr dómsmálaráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilega þessar fréttir á visir.is

Þið munið fréttina um Guðjón Bergmann, hann er ekki að fara að flytja úr landi!

Er hægt að toppa það???

uuuu JÁ (Jón Gnarr stæl)

Ásdís Rán hitti Steve úr Beverly Hills 90210 - Myndir

mynd

Þeir voru ekki af verri endanum gestirnir í partýinu sem Ásdís Rán fór í í Playboy setrinu á dögunum. Tilviðbótar við tvær kærustur Hughs Hefners og fjölda Playboy stúlkna mátti sjá glitta í fræg andlit.

Meðal þeirra sem Ásdís rakst á var leikarinn Ian Zearing, sem margir muna eftir sem Steve úr Beverly Hills 90210. „Ég hitti hann bara á spjalli, þetta var mjög fyndið því maður hefur ekki séð hann frá því í þáttunum," segir Ásdís, sem fannst Ian afar viðkunnalegur. Hún var þó öllu spenntari fyrir öðrum gesti, uppáhalds leikaranum sínum, Jason Statham. Ekki fékk hún þó að taka mynd af honum, en Ásdís segir marga afar viðkvæma fyrir að láta mynda sig. Enda gróusögurnar fljótar að fara af stað ef að slúðurblöðin ná í myndir af Hollywood-stjörnum með myndarlegu kvenfólki.

Klæðaburður í þessum samkvæmum er nokkuð sérstakur. Konur mæta í náttkjólum eða nærfötum og karlmenn í náttfötum eða silkisloppum. Ásdís hafði fyrirfram heyrt sögur af því að þessi partý gætu orðið nokkuð svæsin, en hún segir það þó ekki hafa verið tilfellið þarna. „Það var enginn dónaskapur í gangi," segir Ásdís, sem segir partýið hafa verið nokkuð settlegt. „Nema það að það var troðfullt húsið af hálfnöktu kvenfólki. Það er kannski ekki mjög eðlilegt," segir Ásdís hlæjandi.

Segið svo að visir sé ekki alvöru fréttamiðill!


Hvað varð um melodiuna? part 1.

 Hugleiðingar gamals mans.... 

Tónlist í dag byggir mest á g-streng og eða berum brjóstum, hér er ein af þessum sveitum sem ættu að heyrast alveg jafn mikið og bítlar eða rolling stóns.

Ég er búinn að gera dóttur mína(15 ára) húkt á Depeche Mode svo ég veit að yngra fólkið hefur gaman af alvöru musik, hún er ekkert í boði.

Skamm á Gyllinæð fm (Bylgjan) og Rás 2!!

Þetta er tribjút á Midge Ure söngvara U-Vox og liðsmann Visage + 1 solo

Þið sem eruð illa að ykkur þá samdi hann lagið  Do They Know It´s Christmas sem Band Aid flokkurinn gerði vinsælt á sínum tíma.

Vissir þú að Ure spilaði með Thin Lizzy og að Malcom Mclaren bað hann um að koma í Sex Pistols?

Takk fyrir að fara ekki þangað Ure, Bæði hefði maður misst af blómaskeiði nýrómantíkur og Sex Pistols hefði verið með tónlistar innanborðs sem hefði aldrei virkað, góðar stundir

 

 

 

 

 

 

 


Þá er stöðin lox fundin!!

Eftir að hafa langt og strangt að útvarpsstöð til að hlusta á í vinnunni (vinn við tölvu og þarf ekki að nota eyrun nema 70% svona dags daglega.

HEf mikið verið að hlusta á BBC bæði skemmtiþætti eins og Steven Merhcant og Jonathan Ross show og einnig eru frábærir heimildarþættir sem eru virkilega vel unnir.

Bara þegar maður hlustar á mikið og áhugavert tal þá missir maður einbeitingu á því sem maður á að vera að gera Halo

En stöðin er fundin, þá sérstaklega fyrir gamalmenni eins og mig: http://newwave80.europe2rock.fr/# Frábær 80´s tónlist og ekkert af leiðinlega stöffinu með!

Ný-rómantík eins og hún gerist best Ultravox, Depeche Mode, Joy Division, New Order, Pet Shop bara allt sem var skemmtilegt á þessum tíma.

Svo er þessi líka solid: http://uk80.virginradio.fr/# Þessi stöð er meira indie pop rock: Smihts, Simple Minds, Clash....

Ég er að vísu á fyrsta degi með báðar þessar stöðvar, hvur veit nema að þær eigi bara 50 lög og byrjun svo upp á nýtt, hef brennt mig á því áður.

En allavega tékkidd!

 


Gott hjá þeim!

Ég er sáttur við Íslenska tónlistarmenn sem hafa nennu, vit og áhuga á því að græða smá á plötum sínum.

Það hafa náttúrulega margir gert þetta í gegnum tíðina en oftast listamenn sem hvergi neinn til að gefa sig út og eru ekkert endilega með söluvöru í höndunum.

Páll Óskar hefur gert þetta í gegnum tíðina og gekk heldur betur upp í fyrra, væntanlega sá listamaður sem hefur grætt mest á sinni afurð jafnvel frá upphafi.

Sena hefur einokað markaðinn og hafa átt allar þær pötur sem eitthvað hafa selst nema nokkrar álfaplötur Smekkleysu og einstaka 12 Tónaplötur t.d. Eivör.

En þvílík plata sem júróbandið er að bjóða uppá, gömul júróvision lög, lögin sem Friðrik og Regina töpuðu með sem er náttúrulega til á plötum og júróvision lagið í mörgum útgáfum.....

Þessi diskur verður fastur í í tæki næstu 4 árin!!!

 

 

 

 

 

 


mbl.is Eurobandið gefur sjálft út skífu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla Hafmeyjan?

Eitthvað hefur verið rætt um mögulegan útvarpsþátt okkar Andra Freys á Rás 2.

Mig langar bara að benda á að allt er á frumstigi, við höfum ekkert rætt við dagskrástjóra Rásarinnar um launamál eða hvernig þetta mun gerast tæknilega.

Andri jú sendi út frá Danmörku í fyrra og var ég með honum í einhverjar 3 vikur og var það bara ansi fínt.

En það er ansi grunnt á gæðunum, hann átti það til að detta út, heyra ekkert í mér eða heyra ekkert í símanum og sá sem var í símanum heyrði ekkert í honum.

En stóri munurinn er sá að í fyrra vorum við á smá stöðinni Reykjavík FM þar sem engir peningar voru til að gera nokkurn skapaðan hlut, núna erum við að tala um Rás 2, ef ég man rétt þá eru um 60 tæknimenn á launum þar svo einhver ætti að leysa þessa þraut.

Ég mun að sjálfsögðu koma því áleiðis ef samningar nást en það er engin ástæða til að vera með safaríka yfirlýsingar ef ekkert svo gerist, hoppa byssuna.


Staðan í Íslensku rokk útvarpi????

Um daginn skrifaði meistari Ómar Bonham skemmtilega grein um stöðuna í Íslensku útvarpi

http://bonham.blog.is/blog/bonham/entry/512042/.

Hafði ég gaman að lestrinum og að sjálfssögðu þurfti ég að væla eitthvað smá líka.

Nú skellti ég mér á heimasíðu einu rokkstöðvar landsins X-977, vildi sjá hvaða rokk er að heilla landann og hvað sé ég? 5 lög af 20 sem var að finna á lista Reykjavík FM 101,5.

http://x977.is/pages/33

Þetta er kannski ekki frásögum færandi en Reykjavík FM lést fyrir 4 mánuðum síðan!!!!

Þannig að það er ekkert skrítið að Íslensk rokkstöð sé ekki að gera góða hluti ef þetta er ferskleikinn, 5 LÖG SEM VORU FERSK FYRIR 4-5 MÁNUÐUM þykja móðins á X-inu í dag.

Þetta kallar maður ekki góða þjónustu hjá einu "rokkstöð" landsins.

Þeir vilja ekki gamla rokkið eins og RVKFM spilaði af kostgæfni og þeir vilja ekki heldur nýja rokkið???

Hverjum eru þeir að þjóna?

Emo börnunum?

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband