Einkennileg þunglyndiskeppni Rásar 2

Ég hef alltaf gaman af sönglaga keppnum þó svo að lögin sæeu oft alls ekkert skemmtileg, einhver fettis hjá mér ....

Ég meira að segja var að pæla í að taka þátt í þessari bjartsýniskeppni Rásarinnar en brann inni eins og svo oft.

Ég ég skellti mér á síðuna sem heldur utan um þessi lög og ætlaði heldur betur að hressa mig við og fá jákvæða strauma frá Íslenskum tónlistarmönnum berja jákvæðni í Íslenskt brjóst mitt...... did not happen.

Mig langaði bara að fara að gráta þegar ég hlustaði á þetta, allt einhverjir angurværir söngvar (nema Langi Seli og dr. Gunni) og heildar myndin bara mjög mæðuleg, ég gaf mér ekki tíma í að hlusta á textana þar sem lögin voru svo niðurdrepandi.

Ég vildi ekki fara með tárin í augunum í rúmmið.

Það var talað um að það hefðu verið send inn 100 lög og 12 bestu komast í úrslit! 10 af þeim 12 eru niðurdrepandi og ekkert rosalega "góð".....

Hvað er þá málið með þessi 88?

Ég tek líka eftir því að í öllum keppnum Rásarinnar þá eru alltaf einhver sveitalög sem eru í úrslitum, kannski er bara þess háttar musik send inn en af hverju heyrir maður aldrei hressandi disko? (rámar að vísu að það hafi verið eitthvað rapp grín um jólin, er ekki viss)

Fyrir þá sem vilja hlusta á snilldina:http://www.ruv.is/heim/vefir/ras2/poppland/songlagakeppni/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já nei takk sama og þegið vinur

Ómar Ingi, 12.3.2009 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband