Ef fólk er í vanda með hvað skal kjósa..

Fréttatilkynning 18. apríl 2009:

Lýðræðishreyfingin með 32,5% fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun á
mbl.is.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun í dag á bloggvef Morgunblaðsins sem
1170 manns hafa svarað er Lýðræðishreyfingin með 32,5% fylgi.
Vinstri Grænir 19,5%, Samfylking 13,7%, Framsókn 10,6%,
Sjálfstæðisflokkur 22,2% og Borgarahreyfingin 1,5%.

Samkvæmt þessu er Lýðræðishreyfingin orðinn stærstu
stjórnmálasamtök landsins.

Hægt er að sjá könnunina hér:
http://hvitiriddarinn.blog.is/blog/hvitiriddarinn/entry/856870/

 

Fréttatilkynning 16. apríl 2009:

Útrásarvíkingar reyna að stöðva Ástþór í Reykjavík

Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmanna hafa úrskurðað lista
Lýðræðishreyfingarinnar ógildan þvert á úrskurði annar
kjörstjórna landsins. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður
er Erla Árnadóttir sem starfar fyrir lögmannstofuna Lex sem
einnig hefur starfað fyrir Ólaf Ólafsson, Samskip, Baug og aðra
útrásarvíkinga.

Ástþór hefur opinberlega lýst yfir að útrásarvíkingarnir Ólafur
Ólafsson í Samskip og fleiri skuli sæta gæsluvarðhaldi á meðan
rannsókn bankahrunsins standi yfir. Þessu mun Lýðræðishreyfingin
beita sér fyrir fá hún stuðning kjósenda. Einnig að mútuþægni
stjórnmálaflokkanna sæti lögreglurannsókn og þar skuli fara fram
húsleitir án tafar. Verði Ríkislögreglustjóri og aðrir
embættismenn ekki við þessum tilmælum mun Lýðræðishreyfingin
beita sér fyrir því að embættisskúrkum verði vikið úr starfi.

Landskjörstjórn fjallar nú um eftirfarandi kæru
Lýðræðishreyfingarinnar:

Kæra til landskjörstjórnar

Kröfugerð:      
1.      að oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður víki
sæti.
2.      að kjörstjórnarmenn yfirkjörstjórna beggja
Reykjavíkurkjördæmanna afhendi upplýsingar um tengsl sín við
stjórnmálaflokkana og útrásarfyrirtæki.
3.      að úrskurðir yfirkjörstjórna Reykjavíkurkjördæmis norður og
suður 16. apríl 2009 verði felldir úr gildi.
4.      að það verði staðfest að framboðslistar
Lýðræðishreyfingarinnar, P-lista, í Reykjavíkurkjördæmunum séu
gildir framboðslistar.

Röksemdir:
Varðandi hæfi oddvita yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmis
norður er á því byggt að Erla Árnadóttur oddviti yfirkjörstjórnar
Reykjavíkur norður er lögmaður á sömu lögmannstofu og
fyrirrennari hennar Þórunn Guðmundsdóttir, lögmannsstofunni Lex,
en lögmannsstofan hefur mikið starfað fyrir útrásarvíkingana.
Þórunn sagði í sjónvarpi fyrir framan þjóðina í janúar 2008 að
það væri „nauðgun á lýðræðinu í landinu“ byði Ástþór sig aftur
fram í kosningum hér á landi. Þá lét Þórunn að því liggja að
Ástþór hefði blekkt kjósendur í forsetakosningunum árið 2004. Lex
starfar einnig fyrir Ólaf Ólafsson og Samskip en Ástþór stendur
nú í málaferlum við þessa aðila eftir að hafa lýst því yfir að
hann vilji að lögregla kanni bókhaldsóreiðu hjá Samskip.

Um kröfu um afhendingu upplýsinga er á því byggt að úrskurðir
yfirkjörstjórna séu til komnir af annarlegum ástæðum sem má rekja
til þess  að Ástþór vilji beita sér fyrir því að
útrásarvíkingarnir sem settu þjóðina á hausinn sæti
gæsluvarðhaldi meðan rannsókn bankahrunsins stendur yfir og að
það fari fram lögreglurannsókn á fjármálum stjórnmálaflokkanna og
hugsanlegri mútuþægni þeirra.

Um úrskurðina er það að segja að við hjá Lýðræðishreyfingunni
höfum fylgt leiðbeiningum þeim sem við höfum fengið frá
dómsmálaráðuneytinu í hvívetna. Þá vísum við til þess að það sé
ótvírætt að allir frambjóðendur hafa staðfest með undirskrift
sinni vilja sinn til að vera í  framboði fyrir
Lýðræðishreyfinguna á þeim lista þar sem yfirlýsingin er lögð
fram. Enn fremur hafa fjögur kjördæmi úrskurðað framboðslista
hreyfingarinnar að fullu gilda en þeir voru lagðir fram með sama
formi og í Reykjavíkurkjördæmunum.

Til upplýsingar viljum við enn fremur koma því á framfæri að við
lögðum fram meðmælalista í samræmi við leiðbeiningar
dómsmálaráðuneytisins sem ráðuneytið hafði fengið í tengslum við
umsókn um listabókstaf. Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæmanna
sendu okkur aftur út á örkina til að safna fleiri undirskriftum
þar sem þær höfnuðu þessum tilteknu undirskriftum. Þetta er á
skjön við yfirlýsingar fulltrúa ráðuneytisins sem staðfesti
síðast í gærkvöldi að það væri afstaða ráðuneytisins bæði nú og
við fyrri kosningar að slíkir meðmælendalistar væru fullgildir
sem meðmælendur með framboðslistum. Við öfluðum þessara
meðmælenda og lögðum fram en þetta varð til þess að dýrmætur tími
fór forgörðum og allar tímaáætlanir röskuðust m.a. framboðsfundir
með kjósendum.

Reykjavík, 16. apríl 2009.

Ástþór Magnússon
umboðsmaður fyrir Lýðræðishreyfinguna

Garðar Björgvinsson
umboðsmaður fyrir Lýðræðishreyfinguna

 Fréttatilkynning 15. apríl 2009:

Útrásarvíkingar reyna að stöðva framboð Lýðræðishreyfingarinnar

Lýðræðishreyfingin krefst þess að formanni yfirkjörstjórnar
Norður verði vikið úr starfi og rannsókn fari fram á tengslum
annarra starfsmanna yfirkjörstjórna við útrásarvíkinga og
stjórnmálaflokka.

Eftir að framboði Lýðræðishreyfingarinnar var skilað í gær til
yfirkjörstjórnar í Reykjavík Norður sem Erla S. Árnadóttir hrl
frá Lögmannsstofunni Lex er í forsvari fyrir, bárust
símhringingar til annarra kjörstjórna og reynt að fá þær til að
ógilda framboð Lýðræðishreyfingarinnar með því að bera fyrir sig
smávægilegan formsgalla sem ekki einu sinni er skýr lagastoð
fyrir.

Fyrri oddviti yfirkjörstjórnar Reykjavík Norður Þórunn
Guðmundsdóttir hrl braut blað í sögu Íslenskra stjórnmála þegar
hún hóf ófrægingarherferð gegn Ástþóri Magnússyni í aðdraganda
forsetakosninga 2008 og sagði það "nauðgun á lýðræðinu í landinu"
byði Ástþór sig aftur fram í kosningum hér á landi. Lét Þórunn að
því liggja að Ástþór hafi blekkt kjósendur í forsetakosningum
árið 2004.

Lögmannsstofan Lex starfar fyrir Ólaf Ólafsson og Samskip sem
Ástþór á nú í málaferlum við eftir að lýsa því yfir að hann vilji
að lögregla kanni bókhaldsóreiðu hjá Samskip. Þá hefur Ástþór
lýst því yfir í fjölmiðlum að komist hann til áhrifa á Íslandi
muni það verða sitt fyrsta verk að sækja Ólaf Ólafsson og aðra þá
fjárglæframenn sem hafa sett þjóðina á hausinn og koma þeim í
gæsluvarðhald á meðan bankahrunið er rannsakað. Lex hefur einnig
starfað mikið fyrir Baugsveldið og aðra útrásarvíkinga.

Eftir að fulltrúar útrásarvíkinganna hringdu í yfirkjörstjórn
Norðvesturkjördæmis birtist frétt á mbl.is í gærkveldi þar sem
sett voru fram fullyrðingar af formanni þeirrar kjörstjórnar um
lista Lýðræðishreyfingarinnar sem standast ekki og stangast á við
lög.

Lýðræðishreyfingin er nú að vinna að kærum og krefst þess að
rannsókn farm fram á störfum yfirkjörstjórna. Þá mun Ástþór
Magnússon funda með fulltrúum frá kosningaeftirliti Öryggis og
Samvinnustofnunar Evrópu um málið í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emmcee

Þetta framboð er skilgreiningin á popúlisma.  Ætlar hann að mæta í jólasveinabúning á kjördag?

Emmcee, 20.4.2009 kl. 14:16

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég brjálast ef hann klikkar á því og ég heimta líka að hann mæti útataður í tómatsósu!

Þórður Helgi Þórðarson, 20.4.2009 kl. 14:19

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ástþór Ga Ga

Ómar Ingi, 20.4.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband