Merkilega þessar fréttir á visir.is

Þið munið fréttina um Guðjón Bergmann, hann er ekki að fara að flytja úr landi!

Er hægt að toppa það???

uuuu JÁ (Jón Gnarr stæl)

Ásdís Rán hitti Steve úr Beverly Hills 90210 - Myndir

mynd

Þeir voru ekki af verri endanum gestirnir í partýinu sem Ásdís Rán fór í í Playboy setrinu á dögunum. Tilviðbótar við tvær kærustur Hughs Hefners og fjölda Playboy stúlkna mátti sjá glitta í fræg andlit.

Meðal þeirra sem Ásdís rakst á var leikarinn Ian Zearing, sem margir muna eftir sem Steve úr Beverly Hills 90210. „Ég hitti hann bara á spjalli, þetta var mjög fyndið því maður hefur ekki séð hann frá því í þáttunum," segir Ásdís, sem fannst Ian afar viðkunnalegur. Hún var þó öllu spenntari fyrir öðrum gesti, uppáhalds leikaranum sínum, Jason Statham. Ekki fékk hún þó að taka mynd af honum, en Ásdís segir marga afar viðkvæma fyrir að láta mynda sig. Enda gróusögurnar fljótar að fara af stað ef að slúðurblöðin ná í myndir af Hollywood-stjörnum með myndarlegu kvenfólki.

Klæðaburður í þessum samkvæmum er nokkuð sérstakur. Konur mæta í náttkjólum eða nærfötum og karlmenn í náttfötum eða silkisloppum. Ásdís hafði fyrirfram heyrt sögur af því að þessi partý gætu orðið nokkuð svæsin, en hún segir það þó ekki hafa verið tilfellið þarna. „Það var enginn dónaskapur í gangi," segir Ásdís, sem segir partýið hafa verið nokkuð settlegt. „Nema það að það var troðfullt húsið af hálfnöktu kvenfólki. Það er kannski ekki mjög eðlilegt," segir Ásdís hlæjandi.

Segið svo að visir sé ekki alvöru fréttamiðill!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Stuð stuð:)

Sigurbjörg Guðleif, 20.5.2008 kl. 15:12

2 identicon

Þetta hefur verið magnað teiti!

...désú (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 16:09

3 Smámynd: Helga Dóra

Ég var nú alltaf doldið skotin í honum í gammle dage....... Gaman hjá henni þarna úti...

Helga Dóra, 20.5.2008 kl. 16:38

4 Smámynd: Ómar Ingi

Láttu ekki svona við sætu stelpuna með Mr Nobody sér við hlið

Ómar Ingi, 20.5.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband