Jæja þá hefst það í kvöld, Litla Hafmeyjan á Rás 2 frá 19:30

Þetta hefur verið hressandi vika, að undirbúa þennan litla þátt hefur ekki gengið smúþþ get ég sagt ykkur.

Þegar þetta er skrifað heyrist enn ekkert í Andrési í Köben vegna tæknivandamála.

En hann fær nýja mæk í dag svo við sjáum til.....

Hlakkar til að ráðast á þessar græjur, sem ég kann akkúrat ekkert á, verður væntanlega svona menntaskóla útvarp í kvöld...... huhum tæknin e-ð að stríða okkur ..... halló Andri .... heyrirðu ekkert í mér .... "hóst" "hóst" e-ð smá vesen í gangi.... við skulum fá lag.

 

En góðir gestir ég held að það sé hel fyndið að hlusta á vana útvarpsmenn skíta feitt á sig í beinni....

Góða skemmtun... Whistling

Eins og Hössi hjá morgunblaðinu sagði, tæknitröllin á Rásinni eru að gera ótrúlega hluti: fyrst Reykjavík - Akureyri nú Reykjavík - Köbenhavn, nú þarf bara þriðja aðilann á Egilsstaði og merkilegasti útvarpsþáttur í heimi verður til! (vissulega hæðni og vissulega sagði hann þetta ekki nákvæmlega svona en Hössi hefur alltaf verið hress, Stick ´em up)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlusta, brake a leg!

viðar (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband