LItla Hafmeyjan er besti útvarpsþáttur Íslands!!!!

Stop-Whaling-Greenpeace_200601DSC0276 

 

Það er sama hvar stigið er niður fæti alltaf er þessi þáttur magnaður, í gær var verið að tala um svik, pretti, lögbönn, morðhótanir og svo mætti lengi telja... samt ótrúlega skemmtilegt allt saman.

Magnús Guðmundsson (fyrverandi) kvikmyndagerðarmaður var gestur þáttarins og sagði þjóðini sögur af öllu bullinu í kringum Greenpeace og þessháttar samtök og allri vitleysunni í kringum mynd hans: Lífsbjörg í norðurhöfum.

Ég hvet alla til þess að smella á linkin hér fyrir neðan, halla sér aftur og hlusta!!!!

Þemað í tónlistinni var náttúrutengd sjávartónlist, hér hafið þið spilunar listann.
Mæli sérstaklega með næsta þætti í kreppunni, fylgist með!!!!
Leit Ad Lífi [Remix] - Sigurrós
Cat's Eyes - Minus
Killer  -  Adamski Seal
Undir Regnboganum - Hvalraedi
Er_nauðsynlegt_að_skjóta_þá - Bubbi_Morthens
Moby Dick  - Led Zeppelin
hobo_humpin'_slobo_babe - whale
Oftast úti á sjónum - Hemmi Gunn
Girls Girls Girls  - Sailor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég vildi heyra sem mest af sögum og musikin átti bara að vera sjóvæn.

Annars verð ég að leiðrétta þig... þetta var frábær þáttur!

Þórður Helgi Þórðarson, 4.10.2008 kl. 03:13

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Vissulega.... en þetta er ríkisrásin og ég væri alveg til í að gera 1-2 þætti til viðbótar. Það er margt sem hann ætlaði að segja sem ég bannaði honum, hann vildi nefna nöfn sem skipta máli....

Meyjan á náttúrulega bara að vera léttur skemmtiþáttur og pólitík er leiðinleg .

Svo við slepptum því að nefna nöfn.

Þórður Helgi Þórðarson, 4.10.2008 kl. 03:24

3 Smámynd: Ómar Ingi

Góður þáttur Dodds

Hvar fékkstu remixið af Sigri rósarinnar ?

Ómar Ingi, 4.10.2008 kl. 11:16

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Þetta er af rmx plötunni þeirra, Vonbrigði.

Þórður Helgi Þórðarson, 4.10.2008 kl. 12:57

5 identicon

Mikið asskoti gaman að heyra í mönnum sem voru ekkert að pæla í kreppunni heldur voru bara að REYNA AÐ HAFA DOLDIÐ GAMAN AÐ ÞESSU. Ha?!!!

Stórmerkilegur kall þarna og gaman að honum og sögunum. Fannst hann þó mátt hafa verið svona hálftíma minna. Það vantaði þarna einhverja stuðkeppni eins og ykkar er von og vísa.... oftast. Andri hefði t.d. getað tekið Dolphin´s Cry og þú Go Ninja go (skjaldbökur eru líka sjávardýr sko)

Þið töluðuð um að reyna að fá hemma í þáttinn, það væri snilld. Það yrði hlegið svo dátt og innilega, ég sé þetta fyrir mér. Reyndar voru forverar ykkar á föstud. "Frá A-J" með hemma í einum af seinustu þáttum sínum á undan ykkur, það var einkar gaman, það er bara spurning hvort hann vilji koma svona fljótt aftur. Vonandi.

 p.s. Andri talaði í þættinum e-ð um misheyrða texta minnir mig. Mig langar að koma því að að ég uppgötvaði einn stærsta misskilning lífs míns þegar ég áttaði mig á að Proclaimers sungu ekki "and Howard walked 500 miles". Takk fyrir. Takk fyrir.

ari feiti (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband