Ef þú ert að leita af nýrri og spennandi tónlist þá er hún hér.

Ég ætla í framtíðinni að henda inn spennandi tónlist sem er á leiðinni eða er komin út en útvarpið hér ekki farið að þefa af.

Íslenskt radio verður seint sakað um að "breika" nýtt stöff (enda eru vinnu reglur á einhverjum stöðvum: við spilum það ekki fyrr en flestir eru búnir að fá upp í kok).

Það má get þess að ef þúi ert með nýjasta Real Playerinn þá geturu dánlódað allri tónlist sem er í spilaranum, bara með því að skella bendlinum á lagið.

Það sem er í spilaranum í dag er :

Half full glass of wine (realdrum mix)Tame Impala
er Áströlsk rokksveit af gamla skólanum en samt fersk? Lagið fór að heyrast á blogg síðum heims fyrir ári síðan en er komið á yfirborðið og hljómar vel.

Fragile TensionDepeche Mode
Demo útgáfa af þessu lagi af væntanlegri breiðskífu bestu sveitar heims. (alls ekki merkilegt lag)

When I Grow UpFever Ray

Veit mest lítið um þessa sveit nema að ég held að hún sé Sænsk og söngkona the Knife syngur það, ég held það. Sá myndbandið á blogginu hans Omma, flott.

ZeroYeah Yeah Yeahs

Spunkunýtt frá Karen O og félögum, fínt við fyrstu hlustun en eftir 2-3 hlustanir ertu húkkt!

Ég er búinn að koma þessu á Matta á Rás 2 og Ómar á X-inu svo þetta fer að heyrast ef þetta er ekki bara komið af stað hjá þeim, Ómar lofaði því að henda þessu strax af stað.

Tonight's Today (Extended Mix)Jack Penate

Lag sem Tjallinn er voða skotin í, fannst það ágæt þangað til ég heyrði Extended þá fannst mér það aðeins betra.

Þetta er eins og 12" vöru í gamla daga bara lengra og smá stælar ekki eins og RMX eru í dag, allt önnur lög oftast.

Do The Strand (Roxy Music Cover)Scissor Sisters

Ágæt útgáfa ég næ alveg að halda hlandi, henti bara inn þar sem systurnar eiga aðdáendur á landinu.

My Girls (Gigamesh 'Proper House' Remix)Animal Collective

Að mínu mati besta lag ársins 2009, ekki langt liðið en þetta er stök helvítis snilld, var með þetta í spilaranum svo lengi um daginn svo ég hendi hér remixi sem er ekkert spes en ég hef heyrt 4-5 mix af þessu lagi og þetta er lang skársta útgáfan.

Nok E NokRoyksopp

Ekki af nýju plötunni, ég bara datt niður á þetta lag og er ægilega hrifin, Sex on the streets.. er það ekki það sem okkur vantar?

We Are The People (Jimmy2sox Remix)Empire Of The Sun

Nýtt lag frá sveitinni sem "semi" sló í gegn með Walking on a dream, finnst þetta mun betra lag.

Single Ladies (In Mayberry)Party Ben

Leiðinlegt lag gert upp og ætti að svín virka á hressar stelpur sem eru single og kunna að blýstra.

Take Me To The HospitalThe Prodigy

Prodigy komnir aftur með plötu sem hefði getað komið út fyrir 15 árum, ekkert nýtt undir sólinni en ætti að virka á hlaupabrettum landsmanna, ef ég bara rataði þangað someday.

Love Etc (Gui Boratto Mix)Pet Shop Boys

Enn eldri menn með lag sem hefði getað komið út fyrir 20 árum og meira að segja búið að discoa dæmið upp svo það hljómar 30 ára gamallt.... ef ég ýki helling.

Gömlu drottningarnar í fínum málum þarna.

Vona að einhver hafi haft gaman af og hafi fundið eitthvað við sitt hæfi, ég endurtek: ef þú nærð þér í nýjasta Real Playerinn á realplayer.com þá getur sótt alla þessa músik á einfaldan hátt.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Djöfull er ég ánægður með þig Doddi

Hérna er myndbandið af

When I Grow UpFever Ray

http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/806801/

Ómar Ingi, 20.2.2009 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband