Er Prince Roger Nelson besti tónlistarmaður allra tíma?

news-prince1Fæddur June 7, 1958, í  Minneapolis, Minnesota

Ég komst yfir tónleika upptöku með Prince um daginn og þegar ég horfði á þetta missti ég hökuna í gólfið (sem betur fer þá dró hökutoppurinn aðeins úr fallinu en ég þurfti samt plástur).

Þessi maður er Hr. Showmaður númer 1.

Þessir tónleikar voru teknir upp í New York 1985, hljóð og myndgæði hræðileg en það hætti að pirra mig strax á fyrsta lagi, Let´s go crazy.

Það má endalaust deila um hver er betri söngvari eða betra lagasmiður og þessháttar enda er það bara spurning um smekk.

En ef við skoðum meistara Prince þá hefur hann allt, endurtek ALLT sem þarf í góða listamann, mig langar að telja upp það sem hann hefur og eftir því sem ég tel lengur upp þá hverfa þeir sem mögulega gætu elt hann uppi.

Prince Roger Nelson er:

Einn af afkastamestu lagahöfundum sögunar, hann átti það til á tímabili að gefa út 5-6 bootlegs á móti einni plötu sem gefin var út af plötu útgáfunni, (sem tengdist nafnabreytingu hans til að losna frá útgáfunni).

Hann er eindæma góður lagahöfundur (þarna að vísu dettur inn smekkur manna)

Hann er með rosalegt raddsvið (getur rokkað upp um 14 áttundir ef ég ýki slatta)

Hann er vanmetnasti gítarleikari sögunnar (með allra bestu núlifandi gítarleikurum)

Hann spilar á 7000 hljóðfæri (þarna ýki ég aftur þar sem ég veit ekki nákvæmlega hvað þau eru mörg)

Hann er kolklikkaður og bullandi pervert (lykil atriði ef þú villt teljast snillingur)

Falsettan hans fær Jóns í Sigur-Rós til að skammast sín fyrir að nota falsettu.

Síðast en ekki síst þá er engin betri á sviði en hann! Stór orð en ég er nokk viss um að engin geti bent mér á betri sviðsmann en Prince.

Fyrir utan öll dans múvin hans þá hefur hann 1 mjög STÓRT atriði fram yfir alla aðra, dansinn, hoppin, hátalara samfarirnar hafa engin áhrif á söng eða gítarleik kappans!.

Á þessu tónleikum sem ég talaði um hér fyrir ofan var hann með súlu sem hann notaði til að dansa kynferðislega á og líka til að renna sér niður af annarri hæð sviðsins, og oftast þegar hann var að rúlla sér niður súluna var hann að syngja um leið, ekkert hik eða fib.

Flottast á þessum tónleikum var náttúrulega þegar hann var að hoppa yfir píanó og hitta á hæstu og erfiðustu nóturnar í leiðinni, sömuleis gat verið að taka 100 metra sprett með massa gítar solo í gangi í leiðinni.

Þetta gerir engin annar en Prince Roger Nelson.

Það má alveg koma fram að ég er engin svakalega Prince aðdándi,held ég eigi 2-3 plötur með kappanum.

En eftir að hafa séð kyndverginn á þessum tónleikum þá bara missti ég legvatnið og ég er ekki einu sinni ófrískur núna!!!!

Því miður get ég ekki set sönnunar bút með þessari færslu þar sem Prinsinn lét fjarlægja allt Prince dót af youtube en ef þið komist yfir tónleika myndband með þessum kappa, stökkvið á það og látið ekki úr augsýn fyrr en þið hafið horft og sannfærst!

Mæli með því að fólk rifji aðeins upp Prince fræðin og mæli ég með:

Purple Rain bæði myndin og platan

Graffiti Bridge myndin

Sign Of The Times Plöturnar

 Musicology Ótrúlega grooví lag sem kom út fyrir 4-5 árum

og plöturnar 2 sem komu honum semi aftur í sviðsljósið: 3121 ´06 og Planet Earth ´07.

Það er alveg sérstaklega leiðinlegt að segja frá því en Prince hélt 200 tónleika í Bretlandi í fyrra (nota ýkið aftur þar sem ég man ekki nákvæmlega hvað þeir voru margir, en þeir voru margir) sem sagt nánast í næsta húsi og maður huxaði: jú það væri gaman að kíkja..... svo leið árið og í á fullu að kíkja upp í rassgatið mér.

Prinsinn pakkaður og farinn og ég en bara í anus.....SJITT!

prince1_50

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei

Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Jæja þú um það, samt ánægður með rökin þín....

Hver myndi þá vera betri alhliða tónlistarmaður? Einhver hjá Kimi

Þórður Helgi Þórðarson, 14.3.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband