Eurobandið borgar kynningu úr eigin vasa

„Keppnin er orðin svo breytt. Hér áður fyrr heyrði maður lögin bara einu sinni á úrslitakvöldinu, en núna er fólk búið að heyra lögin oft áður," segir Friðrik Ómar, söngvari í Eurobandinu. Hann segir það skipta miklu máli að spila sem víðast og kynna lagið fyrir keppnina.

Friðrik segir að kostnaður við draumakynningarferðina myndi nema um þremur milljónum króna, en sá peningur sé ekki til. Eurobandið gerir þó ýmislegt til að kynna sig. Þau spila í Kaupmannahöfn á föstudaginn, og í risa Eurovision-partýi á laugardaginn. Kostnaðinn vegna þessa og myndbandsins sem gert var við lagið bera þau sjálf. „Það vantar pening og við verðum að redda okkur sjálf," segir Friðrik. Hann vill ekki giska á hver kostnaður þeirra sé, en segir hann að minnsta kosti nema „nokkrum mánaðarlaunum hjá hinum almenna borgara.

 

Fallega gert hjá þeim að leifa Nova að frumsýna myndbandið á heimasíðu sinni, væntanlega gjörsamlega frítt?bilde?Site=XZ&Date=20080421&Category=LIFID01&ArtNo=270613829&Ref=AR&NoBorder


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Hann Frikki er að verða alveg sorglega mikið að missa sig í þessari Eurotrash keppni , ætlar hann ekkert að fara fatta það að þetta er grín ?.

Ómar Ingi, 21.4.2008 kl. 18:28

2 identicon

Veit Snorri af þessu??? Hann er mikill aðdándi Friðrunks Sómars.

Unckle Dave (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband