Það er víst til fín sveitaballahljómsveita musik lög! það þarf bara að fara úr lopa peysunni til að heyra það.

Ég var að spila geisla diska fyrir fólk í nótt og á heimleiðinni skellti ég Rás 2 á og þar var stór vinur minn Peter Andre að klára sitt frábæra lag Mistery girl eða eitthvað svoleiðis, ég var ansi sybbin svo ég nennti ekki að fara að leita af betri musik svo hann fékk að klára.

Næsta lag sem rásin bauð upp á var Írafár og lag þeirra, Allt Sem Ég Sé.

Ég skal viður kenna að þegar lagið kom út þá hafði ég gaman af því í laumi og meira að segja sagði Vigga frá því, það þótti ekki fínt að hafa gaman af Írafári....

En núna hva... 4 árum síðar heyri ég þetta lag og ég er yfir mig hrifin, útsetningin kannski full stór en lagið frábært og þarna á Birgitta heima, í kraftmiklu poppi með sína rámu en á köflum afskaplega flottu rödd.

Birgitta vertu frekar þarna en í að covera Scorpions!

Þetta fékk aðeins til að huxa um þessi svokölluðu sveitaballabönd, var eitthvað varið í þetta?

Það eru nokkur bönd hafa ekkert merkilegt á bakvið sig nema að vera voða hressir á balli og spila eitthvað sem allir geta sungið með, svo eru bönd sem eiga frábær lög.

Land og Synir gerðu lag fyrir c.a. 10 árum sem heitir Örmagna sem mér finnst bara drullu gott og meira að segja fékk ég að nauðga því lagi til  að gera óð til Selfoss og það sem meira er, höfundurinn söng meira að segja viðlagið fyrir mig aftur.

Því miður fann ég ekki myndbandið á youtube en ég fann afbökunina.En að mínu mati er lang sterkasta " sveitaballabandið"  fyrr og síðar SÓLDÖGG, það var pælingin kannski aðeins merkilegri en að finna lög sem allir gátu sungið á böllum, þar var smá metnaður!

Bandið skartaði flottasta fronti Íslensku poppsögunar (mitt mat, engan óþarfa æsing)

og frábærum drengjum í alla staði, það má geta þess að ég var nú í þónokkru samstarfi við þessi bönd vinnu minnar vegna á sínum tíma.

Ég náði meira að segja að vera svo frægur að stíga á stökk með Döggini og fremja Out Of Space- Prodigy með þeim á sviði, ótrúlega smekkleg útgáfa.

Svanasöngur Sóldaggar var Svört Sól og kom það út furir 4-5 árum og fann ég myndbandi á Tubinu, Beggi svalari sem aldrei fyrr.

Vil að endingu benda 80´s elskurum á sóló skífu Begga (Bergsveinn Arelíson) September kom út fyrir nokkrum árum og er afskaplega myndarleg rauðvínsplata, Dodd mæla með já.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband