Er tenging á milli hljómsveitarinnar Sign og Duran Duran?

S7japan00logoJá en tengingin er kannski svolítið langsótt og ég fann ekki nógu gott myndefni til að staðfesta skoðun mína.

Þessar 3 myndir sem er hér uppi tengjast kannski David Bowie hvað mest.

Efst höfum við hljómsveitina Sign þar fyrir neðan hljómsveitina Japan(afsakið stærðarmuninn, kann ekkert á þetta enn) svo neðst höfum við Nick Rhodes úr Duran Duran.

Hljómsveitin Japan skartaði hinum magnaða David Sylvian sem var sakaður um að stæla pínu Bowie í sínu lúkki, svo kom hljómsveitin Duran Duran og stal bara Japan ímyndinni í heilu lagi, svo er það spurning með Ragnar Sólberg!

Ef þið skoðið myndbandið hér fyrir ofan og þá sérstaklega á 16 sekúndu þá sjáiði hvað ég er að tala um, David Sylvian alveg eins og Sólberg þegar þeir eru á sama aldri.

Ég er alveg viss um að þetta sé bara skemmtileg tilviljun þar sem tónlist Ragnaras á ekkert skilt við tónlist Japan en það má segja að það sé smá tenging milli Sign og  Duran í gegnum David Sylvian og Japan.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband