Bubbi lítill í sér þessa dagana

Askaplega finnst mér Bubbi vera hörundsár og með brotið Ego þessa dagana.

Hundskammaði Dóra DNA fyrir að voga sér að hafa ekki gaman af þessu þætti hans "Bubba Idolið"

Hann þurfti að benda Sigga Lauf á að Búbbi hefði sko alveg efni á því að vera með hröka þar sem hann er náttúrulega frábær en Siggi bara peð í þessum bransa!

Nú síðast vogar Biggi Maus sér að segja að Búbbi hafi ekki verið leiðandi afl tónlististar á Íslandi og gamli fer í svakalega vörn og drullar yfir falska ritstjórann.

Ég er að vísu ósammála Bigga, ég er nokkuð viss um að Bubbi hafi verið leiðandi afl og haft mikil áhrif á tónlistarsögu Íslendinga, ekkert endilega góð áhrif  en áhrif samt.

Gæti líka verið pirringur hjá Bubba að vera búinn að missa kóngs tignina, ég held að Páll Óskar sér kóngur og drottning Íslands í dag allavega hjá yngri kynslóðinni.

Palli er ekki merkilegasti plötusnúður landsins en að pakk fyllir alla staði sem hann spilar á syngur 3-4 lög og labbar flissandi í bankann. Hann er að rok selja plötuna sína og hann virðist vera með alla þjóðina á bak við sig, ég gruna að Júróbandið hafi unnið Júróvision bara vegna þess að Palli tengdi sig laginu.

Ég meina maður sem spilar Macarena þegar hann plötusnúðast og fólk fer í fíling er með krádið í vasanum!

 


mbl.is Bubbi og Biggi í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Bubbi er kóngurinn. Það er engin spurning.

Palli er drottning, er það ekki óumdeilt?  Ég held að hann vilji ekki vera kóngur

Landfari, 11.3.2008 kl. 10:29

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

En hann vill kónga! því ekki að vera það sjálfur?

Þórður Helgi Þórðarson, 11.3.2008 kl. 10:48

3 identicon

Ég vona bara að Bubbi hætti að hrauna yfir sjálfan sig með þessum barnalegu yfirlýsingum sínum á gagnrýnisraddir. Hann verður bara að læra að lifa við það að hann er ekki fullkominn frekar en nokkur annar.

Stefán (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband