Sá þetta á visir.is

Hitametin féllu í hrönnum í gær og sunnlendingar svitnuðu. Veðrið lék þó ekki við alla. Sundkappinn Benedikt LaFleur þurfti að hætta við fyrirhugað Drangeyjarsund sitt vegna þoku og kulda.

„Við ákváðum að fresta þessu," segir Benedikt, sem reyndi einnig við Drangeyjarsund í fyrra, en þurfti þá frá að hverfa vegna erfiðra veðurskilyrða. Hann hafði ráðgert að synda frá Drangey að Reykjum síðdegis í gær. Þoka lagðist yfir Skagafjörðinn, og hrapaði lofthiti niður úr öllu valdi að sögn Benedikts. Þegar dró fyrir sólu kólnaði líka sjór. Benedikt syndir ósmurður, og segir því mikilvægt að sjóhiti sé ekki undir tólf gráðum.

Benedikt er þó hvergi nærri hættur við, enda ásælist hann bikar sem fellur þeim í skaut sem síðastur kláraði Drangeyjarsund. Hann er nú í höndum Eyjólfs Jónssonar sem synti leiðina fyrir nokkrum árum.

Næstu daga mun Benedikt fylgjast vel með veðurspánni og bíða færis, og reyna aftur við sundið þegar sólin skín í Skagafirði.

 

 

REDDIÐ ÞESSUM MANNI SUNDKORTI Í LAUGARNAR!!!

Maðurinn er með öllu ófær um að synda í sjó, hann ætti að halda sig við heitu pottana eða eitthvað í þá áttina!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 31.7.2008 kl. 16:33

2 identicon

Já mikill "sundkappi" þar á ferð þar sem flest hans sund faila.

Mar sá veðurfréttirnar hjá Ásdísi hressu á rúv í gær, það voru svona 24 á Patró og 27 á Akureiris en bara svona 12 í Skagó. Hí á Skagfirðinga.

ari feiti (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 23:43

3 identicon

Ætli hann sé skyldur hinum íþróttastoltunum okkar sem eru einna helst þekktir fyrir það úti í hinum stóra heimi að falla úr leik þó vissulega séu þau þjóðargersemi heima við... skíðakappinn Dettinn Björnsson, prikstökkvarinn Flasa Voladóttir, tugþrautarkappinn Jón "þrjár þrautir" Arnar Magnússon, prikkastarinn Einar Vilhjálmsson og svo mætti lengi telja...

...désú (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband