Færsluflokkur: Ferðalög
11.11.2008 | 22:55
Bíla þema og flottir viðmælendur í Meyjunni á fös
Það verður sérstakt bíla þema á föstudagskvöldið í Litlu Hafmeyjunni, Rás 2 kl 19:30.
Eingöngu leikin tónlist sem tengist bílum og rúntinum góða.
Bo Hall, Þorgeir Ástvalds, Ragnhildur Steinun, Logi Geirsson (Ferrari eigandi) og Bjössi í Mínus segja okkur frá fyrsta bílnum sínum ásamt öðru sem þau vilja ræða.
Doddi og Andri keppa í rúntmusik, 1 Íslenskt og 1 erlent.
Tilvalir er því að skella sér á rúntinn á föstudagskvöldið og hlusta á Litlu Hafmeyjuna frá kl 19:30, góða skemmtun.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2008 | 13:01
Ég hef heyrt um góða trommuleikara en .......
Hang Drum er málið
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2008 | 12:36
Djöfull er stelpan að gera góða hluti!
Fyrst sigraði hún Ísland svo Svíþjóð er núna aðal gellan í Playboy setrinu og nú er hún búin að sigra Búlgaríu á núll einni!
Svo er fólk að tala um að Björk sé góð landkynning... tisss húmbúkk!
Sá þetta á visir.is
Heyrðu þetta er alveg magnað, ég er ekki einu sinni kominn til Búlgaríu en orðin stórstjarna þar!" segir fyrirsætan Ásdís Rán á blogginu sínu. Búlgörsk slúðurblöð eru nú uppfull af fregnum af Ásdísi og fótboltakappanum Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar, sem flytjast á næstunni búferlum til landsins.
Eins og fram hefur komið hefur Garðar skrifað undir samning um að spila með CSKA Sofiu í Búlgaríu. Hann fór á dögunum til Búlgaríu og vakti að sögn mikla athygli fjölmiðla. Ásdís segir að í kjölfarið hafi blaðamenn farið að grafast fyrir um fjölskylduhagi hans og þá fundið auglýsingu hennar eftir au-pair stúlku.
Svo vissum við ekki meir en að eitt fréttablaðið birtir heilsíðu með fjölskyldu myndunum af prófílnum ásamt upplýsingum af vefsíðunni og gera einhverja stórfrétt úr því! Þessar fjölskyldu myndir sem birtust þar hafa vakið áhuga allra blaðana og þeir ákveðið að leita af mínu nafni á netinu og dottið svona svakalega í lukkupottinn!," segir Ásdís í færslunni. Þetta var fyrir nokkrum dögum síðan, og hefur Ásdís verið fyrirferðarmikil í þarlendum fjölmiðlum síðan, og meðal annars veitt tvö viðtöl.
Í fyrradag hélt Garðar blaðamannafund, og voru blaðamenn þar meira en lítið forvitnir um spúsu hans, hvort hún væri komin til landsins, hafi sést á flugvellinum og annað í þeim dúr. Ég er semsagt orðin uppáhalds fótbolta frú Búlgaríu að mati fjölmiðla og þeir bíða eftir mér á flugvellinum!," skrifar Ásdís.
Henni líst þau greinilega illa á að mæta blaðamannahernum nýkomin úr flugi með börnin. Ég sá þetta alveg fyrir mér - búin að ferðast með víkingasveitina (börnin) yfir til Búlgaríu (ÞAÐ ER EKKI EINNI MANNESKJU BJÓÐANDI) og vanalega þegar ég kem úr flugi með þau þá er ég hálfskríðandi, með reitt hárið, yfirleitt búið að hella yfir mig alla og makeuppið ónýtt! Þannig að það verður skemmtileg sjón sem bíður þeirra þar. Spurning hvort ég gæti ekki leigt svona escort til að fylgja mér til Búlgaríu með krakkana og setið bara sjálf í buisness class," skrifar Ásdís, sem segist reikna með því að það verði aðeins meira stuð í Búlgaríu en í sveitinni í Svíþjóð þar sem fjölskyldan hefur dvalið undanfarið.
Hún er Yndisleg hún Ásdís okkar!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2008 | 20:33
Verzló lagið 2008!!!!!
Ég tók mig til og gerði Verslunarmannahelgarlag með réttu formúlunni, lélegt lag ömurlegur texti en festist mögulega á heila.
Gaman að segja frá því að þetta var unnið á Vegas sem er aðallega video klippi forrit sem ég nota mikið í auglýsingargerð og þó ég segi sjálfur frá, hljómar bara nokk vel.
Áhugasamir hlustendur geta farið í spilarann hér til vinstri (ef hann er hér enn) og hlustað á snilldina og farið inn í helgina með Stuðið á heilanum.
Lagið heitir því skemmtilega nafni Kondí stuðið og er skrifað á Meyjuna enda var planið að fara í Verslólaga keppni en þar sem annar aðilinn beilaði þá er lítil keppni í gangi.
Pop quiz út hvaða lagi stel ég samplinu???
Ferðalög | Breytt 31.7.2008 kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.5.2008 | 15:04
Merc og Haffi fresta, gamli tekur þetta bara einn!
Ég mun hlaupa í skarðið á Bar 800 á Selfossi í kvöld þar sem sirkusinn afboðaði komu sína vegna jarðskjálftana í gær.
Bullandi Dj- musik til að hrista fólkið aftur í réttar skorður.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2008 | 21:58
Flottasta persóna sem fram hefur komið í Íslensku útvarpi.
Ég hef síðustu vikur verið að lauma einstaka Ding Dong skets á þessa blog síðu og er óhætt að segja að fólk hafi tekið því vel (enda útvarp frekar vonlaust í dag )
Í etta sinn hendi ég inn spari efni, maður að nafni Tony sem við duttum niður á alveg óvart.
Við vorum með dagskrálið sem kallaðist utanlandskeppni sem gekk út á það að hringja í útlönd og reyna að halda fólki á snakki sem lengst á þerra tungumáli, það þarf kannski ekki að taka það fram aðvið vorum vart mellufærir í Íslensku hvað þá meira.
Eftir að hafa tekið rúntinn um Evrópu þá var planið að skoða Ameríku, hringt var í einhver númer sem áttu að vera í Brooklin New York og áttum við að tala blökkumálísku.
Ég verð svona heppinn að lenda á þessum eiganda pizzu staðarins Tony´s og ef fólk vill kunna hvernig á að höndla leiðinlega kúnna þá hlustar þá á spilarann hér til vinstri.
Þetta var að vísu í annað skiptið sem við herjuðum á hann, gerðum það ári áður og þá hét staðurinn Ray´s Best Pizza og vorum við nánast búnir að koma honum á hæli og hótaði hann að koma og drepa okkur stinga úr okkur augun og þess háttar, að endingu var hann hættur að svara eða bara skellti á þegar við hringdum svo við ættum ..... í það skiptið...
Semsagt þessar upptökur hér til vinstri eru gerða ári eftir að við ráðumst á hann fyrst, hann búinn að breyta um nafn á staðnum en alveg jafn pirraður.
Eins og venjulega eru bestu bitarnir ekki lengur til en þetta bjargaðist úr tölvu hruninu ógurlega, takið eftir að hann telur okkur vera Indverja og hann sé búinn að tala við FBI og það sé "agent" að taka upp símtölin, ef ég man rétt þá reynir "Súbeer" Sigga Lund að ræða við hann líka.... gengur ekki sem skildi.
Góða skemmtun!
ps. stuttu eftir þetta fór Pétur til New York en þorði ekki að heilsa upp á meistara Tony, dem, það er minn draumur!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)