Færsluflokkur: Íþróttir
8.4.2008 | 20:42
Það þurfti ekki meira...
Nema að sleppa við víti á flugfélagsvellinum og fá víti fyrir sama brot á heimavelli.
Ég held að Liverdraslið ætti nú alveg að slaka á í að væla yfir dómurum það sem eftir er af leiktíð.
Liver - Chel$ enn eitt skiptið.
ps. fínn leikur merkilegt nokk.
![]() |
Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.3.2008 | 21:38
Skandall!!!!
Þá er þetta party búið, þvílíkt andleysi í græna Lundinum í vetur.
Leikamenn, þjálfarar, STJÓRN, stuðningsmenn lögðu allir sitt að mörkum til að gera þetta eins ömurlegt og hægt var.
Ég held að þetta sé 4. tap Njarðvíkinga geng sítt a attan sveitagenginu í röð!!!!
Þetta Snæfells lið er ekki merkilegt körfuboltalið og spilar eindæma leiðinlegan körfubolta en áttu þessa sigra svo sannarlega skilda.
Ég er ekki frá því að Snæfell sigri tvöfalt og til hamingju með það segi ég kokaumur.
2 töp gegn Stjörnunni sagði manni að þessi leiktíð væri bara grín.
Nú sér maður fram á Liverpool tíð, miðlungs árangur, engir titlar í einhvern tíma, kannski ekki alveg Liverpool tíð það er nú bara hlægilegt.
En þetta lið, Njarðvík sem hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið hér á landi síðustu 30 ár verður nú að fara að byggja upp og væntanlega að byrja upp á nýtt.
Friðrik Stefáns er orðin 30 ára og veikindi væntanlega búin að loka á hans feril.
Brenton Birmingham sá frábæri leikmaður er orðin aldraður, líkaminn tæpur, spilaði mjööög illa gegn Snæfelli, á góðum degi ætti hann að skora 50-60 stig gegn þessum mönnum (ýki smá)
Hörður Fjölnis, Gullgrafari fer með fyrstu vél heim og ekki græt ég hann.
Sverrir Sverris ...... best að segja sem minnst.... ekki góður vetur, kannski bara orðinn of gamall.
Egill Jónasson gæti orðið killer leikmaður með aðeins meira kjöti og meira skapi en ef það gerist er hann líka farinn erlendis um leið..
Jóhann Ólafs var frábær á síðasta tímabili en ekki jafn sterkur þetta ár, hef ekki hugmynd um af hverju. Hann verður lykilmaður Njarðvíkinga næstu ár, ef hann verður eftir.
Guðmundur Jóns var væntanlega besti maður okkar síðustu leikina, hélt að hann væri að missa það en kom sterkur í lokin.
Restin er ung og efnileg og yngri flokkar hafa alltaf skartað 1-3 eðal leikmönnum og framtíðin er alveg til staðar, 2 með Blikum (hvort þeir komi heim?)og bekkurinn ungur og efnilegur, bara kannski of ungur.
Ég fer allavega inn í næsta síson með engar væntingar, þær voru að vísu ekkert svakalegar fyrir þetta en við áttum að vinna titlana í fyrra.
Það er eitt mesta klúður hin síðari ár.
Það verða Kef eða Snæ sem hampa bikarnum í vor, vona samt að Friðrik Pétur og stelpurnar hans klári þetta.
Vondar stundir!
![]() |
Snæfell áfram, Njarðvík úr leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.3.2008 | 13:33
Usss slæmt er það
Svakalegur missir fyrir okkur grænu, ég er líka nokk viss um að Frikki sé brjálaður að fá ekki að kljást við Bærings dýrið.
Við Njarðvíkingar höfum ekki verið sannfærandi í vetur svo nú dugar ekkert að bretta upp ermar lengur, nú förum við bara úr að ofan og rífum af okkur bringu(bak) hárin!
Bestu kveðjur á Frikkann vonandi batnar þér sem allra fyrst, ef ég eþkki hann rétt þá hangir hann í football manager og rífur kjaft við hjartað á sér!
Bata straumar frá Doddanum!
![]() |
Friðrik Stefánsson ekki með Njarðvíkingum í úrslitakeppninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 23:20
KKI eru mörgum öldum á undan öðrum sérsamböndum í tækni málum.
Ég var fastur í vinnu heima og komst ekki til Njarðvíkur til að sjá mína menn skella mönnunum hans Frikka P.
Ég óvart rakst á einhverja frétt um hið nýja upplýsingakerfi KKÍ og að þar ættu að vera 4 leikir í "beinni".
Ég verð bara að segja að þetta var svo miklu flottara en ég gerði mér vonir um, stöðugt updeit á því hvað er að gerast, hver er að missa bolta, hver er að skjóta, hver er að skora fráköst bara jú neimit það kemur allt fram og frekar gott flæði á öllu saman, meira að segja fékk maður skotnýtingu í % svo það er ekki annað hægt en að hrósa Frikka Rún og stelpunum hans fyrir frábæra þjónustu.
![]() |
Þórsarar komust í úrslitakeppnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 12:44
Velkominn í bloggheima Doddi minn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)