7.3.2008 | 14:20
Lélegt útvarp í dag
Nú þegar maður tekur sér frí frá útvarpi eftir rúmlega 10 ára strögl og getur loxins hlustað af alvöru á aðrar stöðvar, heyrir maður að það er ekki merkilegt í dag.
Í dag er engin Tvíhöfði, Capone eða eitthvað sem var bæði afskaplega fyndið og einnig á köflum fræðandi.
Fyndið og fræðandi útvarpsefni er grátlega vanmetið.
Í dag virðist allt ganga út á að fá misvitra hlustendur tala um málefni þáttarins, skelfilega leiðinlegt!
Útvarpsstjórar þessa lands! Gerið eitthvað í málunum.
Svo var líka til útvarpsþáttur sem var kannski stundum fyndinn en aldrei, endurtek ALDREI fræðandi.
Þessi útvarpsþáttur hét Ding Dong! Það vill svo skemmtilega til að ég náði að bjarga örfáum atriðum úr þættinum á sínum tíma og var að huxa um að leifa veraldarvefsvöfrurum að njóta á næstu vikum og mánuðum í litlum innspítingum.
Þessi brot sem eru í spilaranum hér til vinstri eru svokallaðir trailerar þar sem smá brot úr þætti dagsins eru klippt saman í mínútu bút og hann notaður til að kynna þáttinn.
Ég verð að benda ykkur sérstaklega á 1 atriði þar sem Pétur Jóhann Sigfússon (annar Ding Dong stjórinn) sofnar í beinni útsendingu þegar við vorum að senda út frá Vestmaneyjum fyrir einhverja verslunarmannahelgina, þar var mikið party á kvöldin og svo útvarpsþáttur á morgnana klukkan hálf 7 og auðvita verða menn hálf slappir.
Bara til að hafa það alveg á tæru, þá er þetta ekkert leikið eða neitt svoleiðis, hljómsveitin Smakk kom þarna í viðtal og þar sofnaði Pétur margoft einnig, það getur verið mjög erfitt að vera útvarpsmaður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.