7.3.2008 | 14:44
Júróbandið ekki fyrir unga fólkið!
Ég var að spila geisladiska fyrir krakkana í Víkurskóla Grafarhollti í gær, þar sem skólinn var með árshátíð.
Allt gott og blessað en það var gaman að skoða hvað krakkarnir hafa gaman af.
Þetta venjulega vinsældar popp var fínt að mati þeirra en þegar ég fór í Júróvisjón lögin Haffa Haff, Dr. Spock og M.C. Hey Hey Hey þá varð allt vitlaust og stemman upp úr öllu valdi, ég meira að segja laumaði gamla Guru Selfoss í kjölfar Hey Hey og það sprengdi alla skala....
Svo ætlar maður að rífa þakið af húsinu og spila framlag Íslendinga 2008, This Is My Life þá tæmdist nánast gólfið....merkilegt.
En ef fólk er enn að tala um Bubba Mont sem einhvern kóng á Íslandi þá fer það fólk með rangt mál, það er kominn nýr kóngur og hann hefur gaman af kóngum af öllum stærðum, PÁLL ÓSKAR!
Hann er ótrúlega vinsæll hjá krökkunum.
Athugasemdir
Já, magnað. Ég var reyndar hissa á hversu mikla yfirburðakosningu þetta lag hlaut úrslitakvöldið. Ekki síður hissa varð ég þegar The Wiggle Wiggle song datt út í undanúrslitum.
Markús frá Djúpalæk, 7.3.2008 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.