11.3.2008 | 15:58
Er engin ný auglýsing að koma frá Stöð 2
Nú er Stöð 2 orðin stöðug með 2 þætti yfir 30 vinsælustu þætti landsins og áhorfið aldrei betra og áskrifendur aldrei verið fleiri samkvæmt þeirra auglýsingum í síðasta mánuði.
Nú hefur liðið allavega vika síðan ég sá svona fáránlega áróðurs herferð frá þeim og maður spyr sig: hafa þeir ekki samvisku til að ljúga að sér og öðrum lengur eða áskrifendum hefur fækkað svona mikið að þeir ná ekki að fixa kannanir sínar lengur?
Eða bara að ég sé alveg hættur að horfa á þetta....
Flagskipið venjulega er fréttastofan en það skip er að sökkva samkvæmt könnunum, rétt slefar inn á topp 30 og svo dægurmála þátturinn er í mílu fjarlægð frá þessum lista en þeir eru með lausnina!!!
Notum bara besta fjölmiðlamann landsins Þorfinn Ómarsson sem mest!
Það var virkilega erfitt að horfa á meistarann ræða um typpastækkara, leit út eins og 12 ára strákur að leika sér með fyrsta smokkinn sem hann fann, voða spenntur og flissandi af því þetta var svo forboðin ávöxtur í beinni á Stöð 2!
Staðan er náttúrulega vonlaus þegar Ísland í dag þarf að keppa við Kastljós, bara skoðið staffið sem Kastljós hefur og svo Ísl.
Þorfinnur- Helgi Sellout
Sæti gaurinn-Simmi san
Svanhildur - Ragnhildur .... ok það skilur ekki mikið að hér...
Steingrímur Sævarr - Þórhallur... bara svona til að nefna einhverja
Afsakið útblásturinn ég var bara svo pirraður að horfa á Þorfinn og Ísl. í dag í gær, bara til að sjá sportið en ... nei nei þá er búið að færa sportið eitthvert annað (sem er væntanlega enn ein góð hugmyndin til að bæta áhorf, rokka með dagskráliði hingað og þangað í tíma)
og ég horfði á Þorfinn til einskins!!!! Einskins...
Athugasemdir
Sammála þér Þórður. Þorfinnur er skelfilega kjánalegur sjónvarpsmaður
Ómar Eyþórsson, 12.3.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.