Portishead - Third

Ég komst yfir eintak af nýju plötu Portishead, Third, sem væntanleg er í næsta mánuði (14. april)

Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef beðið spentur í 10 ár eftir nýju efni frá svitinni en ótrúlega mögnuð sveit.

En spurningin er þessi: hvernig hljómar ein besta tripp hopp sveit sögunar mörgum árum eftir að tripp hoppið lést? (eða svona að mestu leiti, auðvitað er til tripp hopp í dag það er bara langt því frá jafn áberandi og fyrir 10-15 árum síðan).

Þessari spurningu er vandsvarað, í þessum töluðu orðum er ég að hlusta í fyrsta skipti og vissulega er þetta ekki jafn grípandi og Dummy sem kom út ´94 (og er enn ein af mínum uppáhalds plötum í dag) en ég er í svipuðum fíling og þegar ég hlustaðu á plötu nr. 2 í fyrsta skipti, þar að vísu höfðum við mjög sterkan singul til að koma okkur í rétt hugarástand, All Mine.

Hvaða tón eru þá Portis að bjóða upp á í dag? Ég tel þetta bara rökrétt framhald af tripp hoppi síðasta áratugar, kannski eru þau komin nær rokki og blús tónlist sem hjálpar mér kannski í að tala um Portishead sem nútímablús band.

Vil ekki segja meira áður en fólk fær að heyra meira af plötunni sjálft, samt þónokkuð hræddur um að þessi plata fái ekki nálægt jafn mikla spilun í útvarpi og þau fengu þegar hinar 2 plöturnar komu út.

Eftir að Reykjavík FM datt á höfuðið þá er engin stöð sem spilar framandi og spennandi musik lengur.

Ég vil hvetja alla til að ná sér í eintak af Portishead Third 14 apríl og heyra þennan nýja hljóm, vonandi er ég að kúka í brækur enn einu sinni og platan verði mjög vinsæl og fær miklaspilun í útvarpi... en hver ætti að gera það? það væri helst Óli Palli og félagar...

 

Ég lauma einu lagi í spilarann hér til vinstri til að gefa fólki forsmekk, þetta er það lag sem líkist gamla Portis hvað mest og ég man helst eftir þegar ég hef hlustað á plötuna einu sinni.

Eins og venjulega þá er endalaust vesen að setja inn musik inn í þennan spilara! Pirrandi skítur.

Ég setti þá gömul myndbönd til upprifjunar og henda hér track listanum á Third hér fyrir neðan og fyrir þá sem eru á faraldsfæti í vor og sumar þá er vegavinan þerra líka hér fyrir neðan.

 

Third:

01 Silence
02 Hunter
03 Nylon Smile
04 The Rip
05 Plastic
06 We Carry On
07 Deep Water
08 Machine Gun
09 Small
10 Magic Doors
11 Threads

Tónleikaferð:

 03-26 Porto, Portugal - Coliseum *
03-27 Lisbon, Portugal - Coliseum *
03-30 Milan, Italy - Alcatraz *
03-31 Florence, Italy - Sashall *
04-02 Munich, Germany - Tonhalle #
04-03 Berlin, Germany - Columbiahalle #
04-04 Copenhagen, Denmark - KB Halle #
04-06 Cologne, Germany - Palladium #
04-07 Amsterdam, Netherlands - HMH #
04-09 Manchester, England - Apollo *
04-10 London, England - Hammersmith Apollo *
04-12 Edinburgh, Scotland - Corn Exchange *
04-13 Wolverhampton, England - Civic *
04-17 London, England - Brixton Academy *
04-26 Indio, CA - Empire Polo Field (Coachella)
05-05 Paris, France - Zenith #
05-06 Paris, France - Zenith #
05-08 Brussels, Belgium - Forest National #
05-29-31 Barcelona, Spain - Parc del Fòrum (Primavera Sound)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband