2.4.2008 | 09:04
Næ þessu ekki úr höfði mínu, af hverju?
Þetta er hin stórkostlega Musical Youth sem átti að vera hljómsveit komin undan meistara Bob Marley, saga sem ég heyrði fyrir fyrir nokkrum öldum.
Ég hef verið duglegur að halda því fram að þeir séu allir synir mr. Marley en aldrei sannreynt það.
En ég hef verið mikið að hlusta á BBC rásirnar á netinu og þar fann ég skemmtilegan heimildarþátt um hræðilegasta "pródúsera" team sögunar: Stock, Aitken og Waterman.
Þeir eru mennirnir á bak við Rick Asley, Jason Donavan, Mel og Kim, Bananarama, fyrstu ár Kylie og svo mætti lengi telja.
En þeir gerðu prýðis hluti (sem ég hafði ekki hugmynd um) áður en þeir fundu peninga ilminn.
Dead or Alive - You Spin Me Round, Snillingurinn Divine (hvoru tveggja karlmenn í kjólum, annar að vísu mun feitari), Roland Rat (rottu brúða), Sigue Sigue Sputnik og margt ágætt.
En áður en þeir byrjuðu saman þá var einhver þeirra að skipta sér af þessu verkefni, Musical Youth.
Í þættinum heyrði ég brot af laginu og það hefur verið að jinglast í hasunum á mér siðan.
Push play plz, góðar stundir
Athugasemdir
Ég á plötuna með Musical Youth. Pass the Dutchie var hittarinn, man vel eftir þessu
Og talandi um pródúsera þá finnst mér einn skemmtilegasti karakterinn í sögunni Trevor kallinn Horn, sem þú kannast nú örugglega við: http://en.wikipedia.org/wiki/Trevor_Horn
Á móti sól, 2.4.2008 kl. 13:22
Trevor var alltaf mitt uppáhald þú sérð bara hvað hann hefur í sívíinu:
Propaganda, Art of Noiz, Frankie, ABC, Seal bara til að nefna eitthvað.
Þórður Helgi Þórðarson, 2.4.2008 kl. 15:43
SNILLD
Ómar Ingi, 2.4.2008 kl. 21:08
Sigue Sigue Sputnik - LOL - áttu eitthvað af þeirri mússik - væri til í að heyra þetta stuff aftur,,, LOL
Ólafur Tryggvason, 3.4.2008 kl. 08:38
Ég get örugglega grafið upp Love Missale og e-ð fleira... stu stu stu studio line
Þórður Helgi Þórðarson, 3.4.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.