9.4.2008 | 21:17
Með fullri virðingu Í.R.......
Þessu bjóst ég aldrei við, jú ég sá Í.R. liðið rúlla yfir mína menn í vetur (voru hátt í 20 stigum undir í hálfleik en sigruðu með c.a. 10).
Þar sá maður hvað liðið er rosalega kraftmikið, ég taldi samt liði skorta hæfileika til að leika sér að Kef, ekki að ég gráti það.
Rétti upp hend sem spáði Í.R. og Sæfell í úrslita rimmuna!
Ég geri mér nú samt vonir um að Friðrik Pétur og hans stelpur bróki sig og vinni seríuna 3-1.
Grindí er mun skemmtilegra lið en Snæfell, samt væri líka gaman að fá 2 ný lið í úrslita rimmuna.
Nú man ég ekki svo langt aftur, það koma eitthvað tímabil þar sem Snæfell var að gera öskrandi fína hluti þegar Diddi Berg (Kristinn Einars) var með þeim en hvort þeir hafi náð í úrslitaleikinn efast ég um.
Í.R. var náttúrlega stórveldi í gamla daga en ég held að þeir hafi aldrei ná svona langt eftir að úrslitakeppnin var tekin upp.
Ég sem Getto superstar (Breiðhyltingur) hef fullan rétt á að halda með Í.R. og hver veit nema að maður geri það.
Ég var allavega duglegur að mæta á völlinn í sumar og styðja Ella sæta og vini hans.
ÍR lagði Keflavík, 94:77, og er komið í 2:0 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jú Snæfell var í úrslitum, unnu bikar núna og voru í úrslitum á móti keflavík fyrir 2-4 árum ekki satt. Svo þeir eru ekki svo nýjir í þessu...
Kveðja
Benedikt (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:02
Njarðvík var í úrslitum í fyrra!
Gæti verið að Snæ hafi tapað 3-0 á móti Kef fyrir stuttu, takk fyrir það Benedikt.
Þórður Helgi Þórðarson, 9.4.2008 kl. 22:12
Til lukku með ÍR
Eírikur Önundarsson er loksins að fara vinna titill
VInna þessir líka titil í ár ?
Ómar Ingi, 9.4.2008 kl. 22:41
ah..Eiríkur vinnur ekki titil í ár, en fer langt með það..alla leið í úrslit.
Snæfell munu hins vegar vinna 3-0 eða 3-1 í úrslitum..
Benedikt (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:57
Snæfell var í úrslitum gegn KEF 2004 og 2005 Kef unnu 3-1 bæði skipti
The kid (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 07:34
Hvað er emailið hjá þér Doddi? Þarf að spyrja þig að einu.
Elmar (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:46
doddilitli@gmail.com
Þórður Helgi Þórðarson, 11.4.2008 kl. 18:47
Snæfell nahh fara í úrslit og tapa fyrir Eiríki og co
Ómar Ingi, 11.4.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.