26.4.2008 | 10:00
Staðan í Íslensku rokk útvarpi????
Um daginn skrifaði meistari Ómar Bonham skemmtilega grein um stöðuna í Íslensku útvarpi
http://bonham.blog.is/blog/bonham/entry/512042/.
Hafði ég gaman að lestrinum og að sjálfssögðu þurfti ég að væla eitthvað smá líka.
Nú skellti ég mér á heimasíðu einu rokkstöðvar landsins X-977, vildi sjá hvaða rokk er að heilla landann og hvað sé ég? 5 lög af 20 sem var að finna á lista Reykjavík FM 101,5.
Þetta er kannski ekki frásögum færandi en Reykjavík FM lést fyrir 4 mánuðum síðan!!!!
Þannig að það er ekkert skrítið að Íslensk rokkstöð sé ekki að gera góða hluti ef þetta er ferskleikinn, 5 LÖG SEM VORU FERSK FYRIR 4-5 MÁNUÐUM þykja móðins á X-inu í dag.
Þetta kallar maður ekki góða þjónustu hjá einu "rokkstöð" landsins.
Þeir vilja ekki gamla rokkið eins og RVKFM spilaði af kostgæfni og þeir vilja ekki heldur nýja rokkið???
Hverjum eru þeir að þjóna?
Emo börnunum?
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Tónlist | Facebook
Athugasemdir
Má ég samt bæta við einu hérna , sama er uppá bátnum hjá FM 957 þeir eru að spila lög sem ég var að hlusta á fyrir 3 upp í 6 mánuðum síðan voða ferskir eða hitt þó , en þeir fá hlustun.
Af hverju ?
Er það vegna þess að meirihluti fólks er ekki að fýla rokk í dag eða vegna þess að Rokk er eins og rappið soldið over the hill
Sýnist unga kynslóðin vera algerlgega dottinn í dans pakkann fáir sem að hlúa að þeim nema klúbbarnir og rás 2 , er Xið eikkað með Dansþætti lengur ?
Annars veit ég að þú munt hafa skoðun á þessu og fræðir mig kannski
Ómar Ingi, 26.4.2008 kl. 10:55
Það vill svo ske,,tilega til að 2 bestu þættirnirá X-inu eru dansþættir, Don Balli funk í litla systir hans eru með funkþáttinn(er ekkert funk bara grimmur electro skítur)
Svo er Flex þarna líka, hef að vísu aldrei hlustað á hann, held að það sé e-ð tranz dæmi.
Þeir eru meðal annars að fara að flytja hin sænsku Prydz drottninguna.
Ég held að rokkið sé í einhverri lægð í heiminum, þetta gengur allt ítá að vera sem flottast inkaður eða málaður, þetta emo dæmi er að ganga frá X-inu dauðu, sérstaklega vegna þess að margir eru að halda fram þeim miskilningi að Fm sé að spila rokkmúsík og það veit ekki á gott.
Ekki græt ég það að danstónlistin sé í sókn og R&B draslið á undanhaldi, þetta minnir mann pínulítið á gamla góða dans vorið c.a. ´90.... good times.
Dansinn er bara enn of comerrsjal í útvarpinu, jú maður fær flotta tóna í PZ. á Rás 2, Flass eiga það til að vera pínu graðir en við fáum bara Fedde le Grand og þessháttar píkur á Fm enda er ég löngu búinn að átta mig á því að FM957 á bara að spila leiðinlega tónlist.
Þetta fólk sem þarna stjórnar er ótrúlega lunkið að finna allt það leiðinlegasta í tónlistarheiminum hverju sinni, þetta er topp 40 stöð en passar sig á að snerta ekki þessi fáu lög sem komast á topp 40 g eru skemmtileg.
Rokki þarf nýjan Cobain, nýja hetju sem huxar ekki bara um að vera flott inkaður, málaður eða ríðandi París Hilton.
Þórður Helgi Þórðarson, 26.4.2008 kl. 11:31
Rokkið er sprellalæv! Maður þarf bara að hafa fyrir því að finna góða skítinn og forðast gelgjuviðbjóðinn frá Bandaríkjum norður-Ameríku sem X-ið (og reyndar Effemm, TottPíví o.fl. meginstraumshljóð- og sjónvarp) hampar um of og fyllir veski plötuútgefenda.
Ekki einu sinni minnast ógrátandi á errogbé-horbjóðinn sem tröllriðið hefur heimsbyggðinni síðustu misserin, sem nota bene á ekki skít skylt með rhythm & blues fyrir utan að flytjendur eru oftar en ekki blámenn... má ég þá frekar biðja um dillibossatónlist og breska popprokk tíunda áratugarins á ný. En kannski er ég bara orðinn gamall, þröngsýnn og með nostalgíu...nógu samhengislaust tala ek a.m.k.!
En já RVK FM er sárt saknað eins og útvarpsmarkaðurinn er í dag, alveg magnað að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir alvöru rokkhljóðvarpi.
...désú (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 22:34
Já rokkarar eruð þið drengir
En það er alveg á tæru að það er til góð og vond tónlist í öllum stefnum markaðarins
en er skuggalega og óþarflega mikið sammála ykkur
Ómar Ingi, 27.4.2008 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.