Vel heppnað gigg Akureyri

Nú brá ég undir mig betri fætinum og brunaði á Akureyri um helgina og spilaði í Sjallanum ásamt Haffa Haff og Merzedez Club.

Eva gaf ekki kost á sér í liðið í þennan túr svo ég leitaði til þeirrar næst bestu: Ingu Danz en hún hefur dansað með Allstars genginu í 2-3 ár og rifið í míkrófón þegar stuðið hefur borið hana ofurliði.

Dagskráin var flott Dj Dodd hóf leikinn. svo kom Ingan á svið með mér og við tókum baneitrað sett og það var ekki erfitt fyrir Haffa Haff að koma á svið eftir það enda eru öll hús við suðumark eftir að kallinn kemur fram, þá komu Merc sterarnir og svo fór maður aftur á dj græjurnar og sýndi hvernig á að spila geisladiska fyrir fólk!

Það er eitt sem kom mér skemmtilega á óvart á æfingu, rólega útgáfan af nýja laginu þeirra (sem ég man ekki hvað heitir)

Þar eru Gillz og Rebekka bara 2 á sviðinu og flytja alveg stórkostlega útgáfu þessu lagi sem Gillz útsetti víst fyrir skírnarveislu hjá systur sinni. það var líka gaman að sjá hann taka piano man (Billy Joel) í Techno útgáfu og syngja það sjálfur, og nota bara þetta hljómborð eða synthazæza.

M.C. frumfluttu nýtt lag , Bass Cop, sem er án efa það harðasta sem þau hafa gert og munu gera og fór það ansi vel í gesti, ég að vísu sá ekki flutning þeirra þar sem ég þarf góðan hálftíma til að blása eins og hvalurinn sem ég er eftir að hoppa í 25 min í mínu magnaða setti, gamall feitur maður og techno tónlist er kannski ekki rétta combóið en hey ég er að reyna að hætta, gjim mía breik


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband