Útvarpi á Íslandi bjargað!

Þá er fyrsti þáttur Litlu Hafmeyjunnar að baki... og what a show...

Á tímum Ding Dong Tvíhöfða og Capone leysis á fólk erfitt að halda í vonina en slakið á.... framtíðin er að skána.

Það var endalaust tækni vesen í þessum þætti, ekkert sem viðkemur því að Andri sé staddur í öðru landi heldur bara innanbúðar vesen.

5. min fyrir þátt náðum við símanum í gang, og pallettan sem geymdi alla hljóðmyndina sem ég gerði datt ekki inn fyrr en á síðasta klukkutímanum.

Annað eins óöryggi hef ég aldrei upplifað á minni fjölmiðla ævi... kunni ekki á neitt hlutir bilaðir og allt eftir því.

Ég verð að senda þakkir á Inga "Tommy Gun" kærlega fyrir hjálpina.

En allavega til hamingju Ísland, we have radio.

Það verður bryddað upp á ´spennandi nýjungum í næsta þætti og þar sem þátturinn þótti svo góður ákvað Palli Magg að sleppa fréttum næst og hafa okkur frá 7-10...

Gestur næsta þáttar er Óttar Proppe öskrari Ham, Funkstrase,Rass, Dr. Spock ofl.

Tune in!

http://www.ruv.is/litlahafmeyjan/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Góður

Ómar Ingi, 8.6.2008 kl. 11:37

2 Smámynd: Axel Björnsson

þetta er eina vitið maður...

Axel Björnsson, 9.6.2008 kl. 19:37

3 identicon

Fékk nettan nostalgíuhroll þegar Andrés kom ekki inn í fyrstu kynningu. Sendi góða strauma í Efstaleytið og sá Doddann minn fyrir mér með netta svitaperlu á efri vör. Öldur ljósvakana eru efnismeiri og ríkari með tilkomu ykkar félagana. Viva den lille havfrue!!

Ómar Bonzo (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband