15.6.2008 | 17:50
Nooooooooooooooooooo ekki meira ekki meira !!!!!!!!
Orðrómur hefur kviknað um endurkomu Brimklóar á tónleikamarkaðinn. "Menn eru að vinna ýmislegt annað. En jú, við erum að skrafa saman. Það er með okkur eins og stjórnmálamennina, það er þrýst á okkur úr mörgum áttum. Við erum að hugsa þetta og það kæmi mér ekki á óvart að við kæmum fram á völlinn á næstunni," sagði Björgvin Halldórsson. Ef til þess kæmi myndi Brimkló spila á öllum helstu stöðunum, víða um landsbyggðina.
Spurður hvort hann íhugaði rútutúr svaraði hann að "þetta yrði kannski tekið alla leið". Ef af verður er stefnan sett á tónleikaferð seinni part sumars eða næsta haust.
Athugasemdir
Endurkomu? Þeir eru alltaf að spila!
Á móti sól, 17.6.2008 kl. 07:10
Er það bara ég eða lifa útbrunnir popparar og rokkarar miklu, miklu, miiiiiikluuuu lengur nú á dögum?!
...désú (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.