19.6.2008 | 21:12
HVAÐ SEGJA MENN UM ÞETTA????
Portúgal úr leik, Þjóðverjar ekki jafn hræðilegir og venjulega áfram!
Mér lýst vel á að fá Scolari til Chelsea og þá sérstaklega ef hann kaupir Deco.
HVerskonar uppstylling er það að láta Miðverðina ekki dekka Ballack og Klose????
Þetta eru 2 hættulegustu hausarnir í keppninni.... Ef hann ætlar að stjórna Vörninni ´Hjá Chel$sk. svona þá verður gaman.
Annað mál, Ronaldo! Getur hann ekki rassgat þegar hann er ekki með Man U.?
Vissulega sá maður að þarna var klár fótboltamaður á ferð en það var ekkert mál að stoppa hann og hann hefur ekki sýnt jack sjitt alla keppnina, vona að hann sjái að hann þarf að Ferguson og Man U að halda, annars má hann alveg fara fyrir 100 mills og gleymast í þessu stjörnu liði Madridinga.
Gaman að sjá mína menn slefa í 8 liða úrslit (Italy) þó ég sé mjög hissa á hvað Toni fær endalausan séns á að reyna setja 1 helvítis mark, ég er nokk viss um að Spánverjar séu ekkert jafn sigur vissir eftir að þeir sáu hverjir mæta þeim í næsta leik.
Lið mótsins að mínu mati hingað til er Rússland, ég þekki engan í liðinu samt eru þeir að spila glimrandi flottan bolta.
Hrunið gegn Spánverjum var bara varnarleikurinn, Rússarnir áttu helling í leiknum en vörnin var á Bahama með Pina colada og í strápilsi.
Annað mál, hvað segja menn um lýsarana í keppninni?
Snorri: alltaf solid
Valltarinn: .... valtarinn
Hrafnkell: á það til að segja tóma steypu en er vel talandi og fínn í þessu hlutverki.
Hjörtur: surprise keppninar að mínu mati, fannst hann stirður og leiðinlegur í fréttunum og bjóst ekki við neinu en það hefur bara verið stress, hann er að koma sterkur inn sem lýsari.
Dolli: ég held að það sé einhver grínkeppni hjá rúvinu að vera með manninn í vinnu, gjörsamlega ófær um að lýsa leik eða bara hvað sem íþróttarfréttamaður þarf að geta, það getur hann ekki.
Það er ótrúlegt að hann geti lýst leik eftir leik án þess að hafa hugmynd um hverjir eru að spila, hann ruglast á síðhærðum og sköllóttum, svörtum og hvítum og oftast eru mennirnir komnir útaf þegar hann lýsir frábærum tilþrifum hjá þeim.
Það var undirskriftar listi um að fá Bjarna Fel til að lýsa leikjum, afhverju er engin að safna undirskriftum um að fá Dolla til að lýsa ekki???
Að endingu finnst mér Sérfræðingarnir fínir, Kristján Guð mestur í co lýsingum og P'etur Marteins er fædd sjónvarpsstjarna eins og systir hans (kæmi mér ekki á óvart þó hann fengi eigin sjónvarpsþátt á næstunni).
Held samt að menn ættu að gefa Gumma Torfa frí, hann hefur sagt það sama frá því hann byrjaði að coa lýsingar og það sem hann segir sjá allir sem hafa einhvertíma horft á fótbolta td: "það gæti komið í bakið á þeim að bakka núna"! "þeir eru undir og verða að sækja" og eitthvað í þessum dúr.
Gummi er fínn kall en þarf að uppdeita sig ef hann vill halda áfram í þessu.
Þessi keppni hefur heldur betur braggast eftir fyrstu umferðina, ég var mikið að pæla í að sleppa því að horfa á þetta þar sem mér fannst þetta svo leiðinlegt....... I WAS WRONG!!!!
Athugasemdir
Spánn vinnur etta.
Ómar Ingi, 23.6.2008 kl. 15:27
Þetta verður Rússland-Tyrkland í úrslitum!
...désú (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.