16.7.2008 | 08:23
Geir Ólafs og Powerballad þema á föstudaginn... Deja-vu?
Það verður "stuð stuð stuð er ég reyni við hana á balli" aðeins að vitna í skáldið...
Powerballöðu þema í Litlu Hafmeyjunni á föstudagskvöldið: Whitesnake, White Lion, Foreigner, Scorpions, Nazaret og allar þessar hárbanda sveitir fá sinn skerf af þættinum.
Geir Ólafs verður aðal gestur og segir okkur hver sé hans Sakbitna sæla og hvaða lag komi honum í gang á föstudagskvöldi.
Að sjálfsögðu kemur hann og tekur lagið af væntanlegri plötu sinni.
Party einvígið verður með sérstöku sniði í tilefni þema kvöldsins og Stafaleikfimin verður al Íslensk í þetta sinn, hefur einhver eitthvað í Óskar Pétur sem hefur sigrað þrisvar!
Skellum okkur í spandexinn og hlýrabolinn og görgum okkur hás á föstudaginn, Litla Hafmeyjan í boða Iceland Express!
D
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Menning og listir, Spaugilegt, Tónlist | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.