22.7.2008 | 18:40
NBC kúkuðu sig í drasl ´92
Að velja þennan rosalega ófyndna mann til að taka við af Carson á sínum tíma var besti brandarinn sem Leno kom nálægt.
Einu skiptin sem hægt er að brosa er þegar hann tala við mjög heimska Bandaríkjamenn (s.s. hlægja að minni máttar) og þegar stjörnurnar voru í stuði sem var sjaldan.
Letterman er miklu meiri húmoristi en þessir 2 til samans, þó mig gruni að Conan sé skömminni skárri.
Það sem Leno hefur haft fram yfir Lettarann allan þennan tíma er að vera í Los Angeles og þar er allt fólkið sem almúgurinn vill sjá, þess vegna hefur hann haft eitthvert áhorf.
Lettarinn var meira að búa til grínið sjálfur enda mun minna um stórar stjörnur í New York en í Los Angeles.
Mér hefur munurinn á þessum soldið samsvarað sér hér á Íslandi bæði hvað varðar góðan húmor og áhorf.
Jay Leno = Spaugstofan/ Simmi og Jói
Letterman = Fóstbræður/Næturvaktin
Say no more.
Drullist til að henda Letterman í Íslenskt sjónvarp!
Jay Leno kveður í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En NBC hefur unnið áhorfendakannanir síðan ekki satt , hef gaman að báðum þó er ég sammála þér að Lettermann er meira fyrir mig hinn er meira sona aulahúmor en stundum er hann ágætur í að taka viðtöl.
Annars er ég ekki mikið fyrir þá
Ómar Ingi, 22.7.2008 kl. 18:48
Bæði Letterman og Conan O´Brien eru miklu fyndnari en Jay Leno sem ég fékk hálfgert ógeð á eftir 11. september 2001 ... en þá gerðist hann svo þjóðhollur að hann gerði stanslaust grín að fátæku fólki í Afghanistan, gerði lítið úr því á ýmsan hátt, það byggi allt í hellum, riðlaðist á geitum og þaðan af verra. Fór yfir strikið hjá mér þarna.
Conan var sýndur á tímabili hér á landi við mikla gleði mína, hann er beittari og náði að koma manni oft á óvart með uppátækjum sínum á meðan Leno er alltaf sama dúllan sem reynir að þóknast öllum ... eða þannig. Letterman fannst mér líka alveg frábær, topp 10 og fleira skemmtilegt hjá honum. Vona að þeir verði báðir sýndir hér á landi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.7.2008 kl. 19:20
Leno=Spaugstofan
Letterman=Radíus-bræður
O'Brien=Fóstbræður
Jon Stewart=Fokkfyndinn!
...désú (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 19:42
Ommi like i say, þú talar um áhorf NBC.... Er ekki Spaugstofan með svakalegt áhorf hér?´
Samt þekki ég engan sem hefur gaman af Spaugstofunni!
Þórður Helgi Þórðarson, 23.7.2008 kl. 00:33
John Stewart er da thang. Letterman fínn. Jay Leno á heima á Fox News - mig verkjar í húmorinn þegar ég heyri hann segja brandara.
benni (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.