29.7.2008 | 18:19
Verzunarmannahelgarþáttur þjóðarinnar - Litla Hafmeyjan!
Þátturinn á föstudaginn verður með bullandi Verzlunarmannahelgarsniði.
Þema þáttarins er væntanlega eins langt frá stjórnendum og hugsast getur, SVEITABALLAPOPP!
Spilað verður allt þetta hressa og misgóða sem á heima á þessari helgi.
Þjóðin er hvött til að hafa samband og segja jafnvel skemmtilegar Verzló sögur/Þjóðarpúlsinn.
Einnig verður reynt að ná sambandi við eitthvað af þeim listamönnum sem munu koma fram þessa helgi.
Gestur þáttarins hefur komið fram á einni eða jafnvel tveimur Verzlunarmannahelgum og tekið lagið og jafnvel farið með gamanmál, Jón "góði" Ólafsson
Tjaldaðu, brostu og stilltu á útvarp allra landsmanna, Rás 2 kl. 19:30 á föstudagskvöldið.
Nú verður dansað.
ÞAÐ ER HÆGT AÐ HLUSTA Á ÞÁTTINN HÉR
http://www.ruv.is/litlahafmeyjan/
ps. það verður líka spemmamdi að fylgjast með því hvernig tenging nær saman, Doddi verður á Akureyri og Andri í Köbehavn!
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist | Breytt 3.8.2008 kl. 14:57 | Facebook
Athugasemdir
Ég mun reyna að hlusta.... en hræðilegt þema :/
en jújú... mar skilur að þið reynið smá að sella át um verzló til að ná í nýja hlustendur.
ari feiti (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.