Þátturinn á föstudaginn verður all svakalegur!
Það stendur í stjórnarskránni að það sé bannað að látta hann fram hjá sér fara!
Andri Freyr verður fjarri góðu gamni, ætla að kenna baunum hvernig skal spila plötur fyrir fólk.
Litli bróðir hans Búi Bendts mun henda sér í stólinn hans og gera með stæl.
Gesturinn verður sjónvarpsmaðurinn síkáti, Logi Bergmann Eiðsson og mun hann eins og aðrir gestir spila fyrir party lagið sitt og einnig eitt lag sem hann skammast sín fyrir að hafa gaman af (Sakbitin sæla)
Þar sem Logi er Meistarinn mun Meyjan hnoða í spurningarkeppni Búa Bendts og þá sjáum við hvort hann geti nokkuð þegar hann hefur ekki svörin á einhverju spjöldum fyrir framan sig.
Stafa leikfimin verður á sínum stað.
Party einvígið dettur inn aftur og verður spennandi að sjá hvernig Bendts muni höndla spennuna.
Síðast en alls ekki síst, bara mjög langt frá því að vera síst, kannski bara best?
Mun Litla Hafmeyjan sameina tvo af merkilegri tónlistarmönnum sögunar í nýju lagi sem verður frumflutt.
Þú veist hvar þú verður á föstudagskvöldið milli hálf 8 til 10, allavega verðuru með útvarp við höndina!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.