11.9.2008 | 12:43
Stöð 2 sport 2 extra 2 Enskiboltinn 2 eða hvað þetta heitir.
Svakalega er þetta 365 lið illa innætt!
Ég í sakleysi mínu næ mér í Stöð 2 sport 2 extra 2 Enskiboltinn 2 í gær og þar sem að það tók 5-6 mánuði að losna úr síðustu áskrift borgaði ég bara fyrir 1 mánuð (ég þurfti að banna Visa að leyfa 365 að taka af kortinu mínu, þeir ætluðu ekkert að hætta því sama hvað ég reyndi að hætta áskrift oft, ég var EKKI í M12).
4 þúsund og 900 eða svo fyrir 1 mánuð, algjör okur en ég lét mig hafa það, Liverpool og Man U á laugardaginn og svona.
Ég ákvað að vera flottur á því í gær og kíkja á Stöð 2 sport 2 extra 2 Enskiboltinn 2 og sjá hvaða snilld þeir væru að bjóða upp á enda búinn að borga 4.900.
Ni ni firmakeppni ellilífeyrisþega í Skosku deildinni, Hiberian og svo stórlið þá 3 klukku tíma sem ég var að tékka á þessu.
Maður er semsagt BARA að kaupa leikina um helgar og EKKERT!!! annað 4.900kr.
Ef maður kaupir Stöð 2 þá kostar hún 5700 held ég.. og þar fær maður sæmilega dagskrá þar: Dagvaktin, Prison Break (sem er farið af stað aftur, aldrei meira spennandi ykkur að segja)24 og eitthvað af bíómyndum líka en náttúrulega fullt af drasli líka (Ríkið).
Þar fær maður líka Stöð 2 Extra, Stöð 2 + Stöð 2 Bíó!
Það er ekkert verið að grínast í manni!
Eftir þennan mánuð verður það bara netið! Allir þessir leikir eru sýndir þar í mis góðum gæðum en ... dem, ég legg það á mig.
Ég ætla ekki að styrkja svona skíta fyrirtæki!
FOKK ÞÚ OG ÞITT KRÚU ÚÚÚ ÚÚÚ 3-65
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Sjónvarp, Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:51 | Facebook
Athugasemdir
Pirringur í kallinum
Ómar Ingi, 11.9.2008 kl. 13:01
Alltaf....
Það eiga ekki allir jafn mikin pen og the Omm!
Þórður Helgi Þórðarson, 11.9.2008 kl. 13:08
Ég er sko sammála þér í skoðunum á þessu fyrirtæki og það er eins og maður sé að selja djöflinum sál sína að fara í áskrift hjá þeim.... Þarf liggur við að drepa mann og annan til að komast í burtu aftur.....
Helga Dóra, 11.9.2008 kl. 13:18
Hvað kostar áskriftin af Skjá Einum aftur á mánuði??
Reynir Elís Þorvaldsson, 11.9.2008 kl. 14:50
Tek undir hvert orð hjá síðuhaldara - ég skipti ekki við þetta kompaní.
Jón Agnar Ólason, 11.9.2008 kl. 15:03
Reynir, ég grét þegar þið mistuð boltan og það veistu!
Ég borgaði glaður þessar tæpu 3 þúsund krónur enda gat maður bæði séð leikina endurtekna í vikunni og það var mun meira af innlendu dagskrástuffi þó það hafi ekkert verið ótrúlega vel pródúserað á köflum, skiptir engu máli.
Man ekki eftir að hafa séð Scott Mcallan skora mark fyrir Hiberian í firmakeppni 60 ára og eldri á Sport skjánum... sem mér finnst kostur.
Í guðana bænum takið stelið réttinum aftur svona rétt áður en þið sameinist?
Þórður Helgi Þórðarson, 11.9.2008 kl. 15:21
Það er aldeilis upp á þér typpið strákur! Maður verður bara hræddur!
Heiða Þórðar, 12.9.2008 kl. 00:35
Ertu hrædd við typpi?
Það er slæmt fyrir hedro konur!
Þórður Helgi Þórðarson, 12.9.2008 kl. 08:25
Þetta fyrirtæki er anti-kristur! Um leið og maður hefur aðstöðu til þess þá fær maður sér gervihnattadisk með mun betri dagskrá og úrvali. Þangað til verður maður bara að horfa á helstu leikina hjá félögunum eða á rándýrum pöbbnum, tek það fram yfir að svíða í stjörnuna við að eiga samskipti við þetta djöflafyrirtæki.
Og snillingnum sem datt í hug að skíra sjónvarpsstöð Stöð 2 Sport 2 ætti að drullast til að taka höfuðið úr rassgatinu og vera bara með eina íþróttarás með öllu þessu helsta og nota bara aukarásirnar þegar viðburðir skarast. Með því móti fengju þeir eflaust helmingi fleiri áskrifendur!
Fokking fokkfeis fyrirtæki sem hvíta M12-ruslið leyfir endalaust að taka sig í þurrt!
Að eilífu, amen.
...désú (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.