Fjórða árið í röð hjá okkur báðum, life is sweat!

Fær að fjúka fjórðu jólin í röð

 dsc08944
Þótt ótrúlegt megi heita eru þetta fjórðu jólin sem útvarpsþáttur Andra Freys er lagður niður. Fréttablaðið/Stefán

„Hó, hó, hó. Svo eru menn að segja Bó einhvern jólaboða. En þegar ég er rekinn - þá fara allir í einhvern voða jólafíling," segir Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður.

Þáttur Andra og Þórðar Helga Þórðarsonar, eða Dodda litla, Litla hafmeyjan, sem hefur verið á dagskrá Rásar 2 á föstudagskvöldum síðan í vor, hefur verið skorinn niður í aðgerðum sem nú standa fyrir dyrum hjá Ríkisútvarpinu. Að sögn Páls Magnússonar útvarpsstjóra mun endurskoðun á rekstraráætlun liggja fyrir í lok vikunnar. Þær munu miðast við verra rekstrarumhverfi en engar tölur eru komnar á hreint.

Þetta er síður en svo nýtt fyrir Andra að standa í þessum sporum í desembermánuði. Eru þetta fjórðu áramótin sem hann fær uppsagnarbréf í vasann. „Já, þetta er nefnilega árlegt. Alltaf þegar líður að jólum og áramótum er ég að missa vinnu. Nýtt ár ber alltaf eitthvað nýtt í skauti sér fyrir mig. Í orðsins fyllstu merkingu," segir Andri Freyr sem fyrir ári fékk að fjúka af útvarpsstöðinni Reykjavík FM. Þar áður fékk hann sömu jólagjöfina, þá á X-FM, og þar áður á X 97,7.

„Þetta er kannski ekki alveg búið. Fröken Sigrún [Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 2] segir að með betri tíð verði kannski hringt í Meyjuna. Maður vonar bara að þessir andskotar þarna á þingi fari að redda málunum svo maður komist aftur í útvarpið. Hún sagði mér að þetta væri einn af sínum uppáhaldsþáttum. Og ég hef enn nóg að segja þjóðinni, svo fólk viti það."

Síðasti þáttur sem bókaður er verður annan í jólum og þeir félagar ætla að halda góðum dampi þar til. „Næsti gestur er sjálfur Steinn Ármann. Sá sem leikur íslensk illmenni og skíthæla betur en nokkur annar. Og Kela kött. Það er ekkert þar á milli. Kisinn Keli og svo illmenni."

Andri Freyr er búsettur úti í Danmörku og talar þaðan í radíóið. „Ég er að vinna hérna. Níu til fimm. Hjá fyrirtækinu Brother, brother and Son. Við erum að setja saman ljós fyrir leikhús, tónleika og svoleiðis vitleysu. Ég var hérna einn til að byrja með en nú eru þeir orðnir sjö Íslendingarnir hérna í kringum mig. Eins gott ég fái fálkaorðu fyrir að redda landanum vinnu og peningum í útlandinu. Verst að þetta eru svo miklir vesalingar … sko, maður hefur verið að tala svo fallega um íslenskt vinnuafl og svo mætir þetta bara þegar því sýnist í vinnu, sofandi yfir sig heilu vikurnar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Já, jahérna. Alltaf skal skorið niður þar sem sízt skyldi. Svei attan!

Markús frá Djúpalæk, 26.11.2008 kl. 09:20

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Iss piss og rassgat í bala. Megi Meyjan snúa tvíefld til baka sem fyrst á nýju ári!

Jón Agnar Ólason, 26.11.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Loxxins sammála mr. Blond þetta er allt í bala hér!

Marky þú kannast pínu við þetta, að vísu algjör amatör að missa radio job!

Þið þarna úti ef þið viljið komast í öruggt jobb nú í kreppunni þá er bara að fá sér vinnu í útvarpi, alveg solid!

Við mætum ferskir í vor með sól í hjarta... vonandi... Velltur allt á Dr. Sigrúnu.

Þórður Helgi Þórðarson, 26.11.2008 kl. 11:54

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Enda alger amatör í útvarpi sko. En ég veit að þið snúið báðir aftur ... efazt ekki umða...

Markús frá Djúpalæk, 26.11.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband