XXX - MULLET 10 ára á þessu ári!!!!

mullet 

Ég var að átta mig á því að við krakkarnir í stórhljómsveitinni Mullet eigum 10 ára afmæli á þessu ári.

Meistaraverkið XXX kom út árið ´99 (síðasta öld) og seldist í 20-30 eintökum á no time, ég reyndi að pranga þessu inn á alla sem ég þekkti, Irc vinum og fjölsk.

Ef ég man rétt þá náði ég að selja einum vini mínu 1 stk. og einhverjum irc kunningjum 3-4 stk.

Það er stuðningurinn sem ég fékk frá vinum og fjölsk. (alls ekki það að platan hafi verið léleg).

Ég man að afi minn heitinn sagði nokkru eftir að platan kom út:.... maður ætti kannski að kanna þetta drasl (hann sagði ekki drasl, en eitthvað í þá áttina) og hvers vegna var hann að pæla í að kanna þetta drasl?

Jú meistari Arnar Eggert Thorodssen skrifaði dóm um plötuna!

Fyrirsögnin var svona: KRAFTAVERKI LÍKAST, endurtek: KRAFTAVERKI LÍKAST!

Það magnaða við þessa fyrirsögn var að hann var ekkert að hæðast, fyrirsögnin var náttúrulega vísun í Kraftverk sem var ekki úr lausu lofti gripið enda var tónlistin 80´s tölvupopp.

Hann talaði um týnda lagið sem Human Legue sömdu aldrei eða hvort það hafi verið besti lagið sem þau sömdu aldrei... allavega fór fögrum orðum um gripinn, mun fegurri orðum en ég nokkurn tíma eyddi í plötuna.

Þarna var að mestu 80´s tölvupopp eins og fram kom en datt yfir í e-ð skemmtara samba og algjöran viðbjóð (enda fékk ég litlu um þetta ráðið) og Fór Arnar fögrum orðum um það sem var fínt en drullaði ekki einu sinni yfir viðbjóðinn, var kannski aðeins meira til baka back in the day.

Hvað um það, 8 árum eftir útkomu XXX sló hún í gegn í Risastórageisladiskamarkaðnum og seldist upp á nokkrum dögum..... 50-60 stk. Enda var hann víst seldur á eina krónu og ykkur að segja hverrar krónu virði!!!!

Nú er bara spurning um reunion, annað hvort ég sjálfur eða ég tali við Ása sem var með mér í þessu. (höfum lítið talað saman síðan Mullet var og hét, hann rak mig úr bandinu þar sem platan seldist ekki neitt..... það var minni markaðs stjórnun að kenna).

Svo kæru landsmenn þó að það sé kreppa þá má hlakka til næstu mánaða því Mullet is BACK!!!!

mullet 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHAHAHA

Ómar Ingi, 29.1.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Er eitthvað fyndið við þetta vinur?

Var að hlusta á þessa snilld í fyrsta skipti í mörg ár, dem þetta er bara masta pís!

Alveg klárt með combakkið!

Þórður Helgi Þórðarson, 29.1.2009 kl. 21:50

3 identicon

Man eftir þegar þetta meistarastykki kom í dreifingu hjá okkur Japis.

Good times

Kristján Helgi (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:57

4 Smámynd: Benedikt Rafn

Ég hugsa að dræm sala hafi lítið með gæði plötunnar að gera. Sennilega er frekar um að kenna þessum fáránulegu grímubúningum sem þið klæddust á mynd sem birtist í Mogganum með plötudómnum:

http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=509156

Benedikt Rafn, 31.1.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband