18.2.2009 | 09:31
Kominn tími til!!
Er ekki tilvalið að mjólka Trúbrotið núna.... allt annað: Haukur Mort, Hljómar, Villi Vill osf. löngu orðið þurt.
Ekki það að ég sé mikið að kvarta.... smá .... Trúbrot er án efa ein sú allra besta sem þetta land hefur boðið upp á og ég jafnvel kaupi mér pakkann, eigulegur skratti þar... og alltaf er 1 nýtt lag til.
Magnað!
Safnkassi með plötum Trúbrots á leiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru ekki margir safnarar og Trúbrots viftur sem fagna þessu ?
Ómar Ingi, 18.2.2009 kl. 10:18
Jú ætli það ekki, ég var bara alltaf að setja út á allt!
algjört lykil atriði, eins og ég sagði þá kaupi ég þetta helvíti væntanlega
Þórður Helgi Þórðarson, 18.2.2009 kl. 11:41
Langbesta hljómsveit Íslands - alveg á heimsmælikvarða
Stefán (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:52
Trúbrot var metnaðarfyllsta band Íslandssögunnar og kepptust við að ná böndum eins og Zeppelin, Cream og Bítlunum... og það besta var að þeim tókst það eiginilega.
Það fyndna hinsvegar er að einstaka tónlistarmenn innan Trúbrots hafa ekki náð 20% af því sem Trúbrot var einir og sér. Gunni, Rúni, Shady, Gunnar Jökull og Engilbert.... þrátt fyrir að sumir hafi reynt mikið.
Stefán Örn Viðarsson, 18.2.2009 kl. 12:08
Gunni hefur nú samið góðan rjóma af betri popplögum Íslandssögunar.
Hann var bara engin frontur né söngvari svo hann sjálfur var kannski ekki svo vinsæll en mikið af hans tónlist mun lifa í aldir.
Var Engilbert í Trúbrot?
Sagan um Jökulinn er grátleg þar sem hann var talinn einn af 3-4 bestu trommuleikurum heims.
Rúnni var aðallega fjörpinni og frontur, ekki merkilegur söngvari en hann náði miklum vinsældum með ðe lonly blúboys (viðbjóður) og GCD (viðbjóður að mestu).
Svo var náttúrulega Maggi Kjartans þarna og hann gerði Sólarsömbuna svo það rættist heldur betur úr honum!
Þórður Helgi Þórðarson, 18.2.2009 kl. 12:31
jú það er rétt að Engilbert var víst ekki í Trúbrot, bara Hljómum. Hvað um það þá eru lög Gunnars eftir Trúbrot ekkert sérstaklega að mínu skapi fyrir utan örfá. þetta er þó auðvitað smekksatriði..
Stefán Örn Viðarsson, 18.2.2009 kl. 12:54
Engilbert var í Trúbrot síðasta hálfa árið, eða þar til Trúbrot hætti endanlega vorið 1973. Sú útgáfa sem var skipuð sex manns gaf ekkert út og hélt sig aðallega við hálfrafmagnað kassagítarsgutl og létt poppað ballprógamm.
Steinn Skaptason (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 13:35
Ég var ekkert endilega að tala um að lög Gunnars séu merkileg hvað þá í Trúbrot en hann átti frá 70-90 milljón og 2 vinsæl lög og margt ansi fínt.
Þórður Helgi Þórðarson, 18.2.2009 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.