13.3.2009 | 15:49
Nýtt og fersk í spilaranum, mest popp í dag.
Nokkur ný og spennandi poppuðuí spilarann hjá mér í dag.
Fyrst skal nefna Bullion - time for us all to love, veit ekkert um þetta band nema að fróðir menn tala um að þetta sé tónlist framtíðar.
Desmond gamli fær að fylgja.. það er nú föstudagur!
Q-tip - Manwomanboggie, hans nýjasti singull og hefur sá gamli engu gleymt.... Emmcee, Q-tip/Jarúl? hvor er betri?
Super Furry Animals - Inaugural Trams nýtt frá Welsku drengunum heldur betur prýðilegt (í miklu uppáhaldi hjá krökkunum í Litlu Hafmeyjunni). Takið eftir skemmtilegum Þýsku hjali um miðbikið.
The Big Pink - Velvet, annað lagið sem ég hendi í spalarann með þessari sveit. Geri mér vonir um að þetta verði hvað mest spennandi á árinu. Er að missa mig yfir þessu eftir nokkrar hlustanir.
The Maccabees - No Kind Words, annað nýtt band sem ég kann lítil deili á en virkilega "hresst" lag.
The National - So Far Around The Bend, sveit sem sló í gegn 2007 og er komin aftur. Alls ekki þeirra besta en prýðilegt samt og þar sem sveitin á marga aðdáendur á landinu... versgú.
Góða helgi
Þórður Helgi.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:52 | Facebook
Athugasemdir
Of mikið þunglyndi þessa vikuna Doddi minn
Þrjú fyrstu lögin góð svo fór þetta að detta smám saman í nett þunglyndi hehe
Punginn á þér
Ómar Ingi, 13.3.2009 kl. 16:39
Alltaf stutt í þunglyndið þar skerast leiðir hjá okkur, við höfum báðir gaman af því að dansa svo ferð þú í rjómann með MC og ég í þunglyndið ......
Ég er mjööööög sáttur við spilarann í dag.
Þórður Helgi Þórðarson, 13.3.2009 kl. 16:50
Já þó við séum nú oft sámmála erum við nú líka oft ósammála en það er hluti af fjörinu.
Ómar Ingi, 13.3.2009 kl. 17:17
Vá þetta er rosalega erfitt val .... en ég held ég verði að segja Q-Tip. Fyrsti diskurinn hans Ja Rule, Venni Vetti Vecci var alveg fínn. Síðan byrjaði viðbjóðurinn.
Emmcee, 13.3.2009 kl. 20:00
Emmsí þú ert að grínast..... Q-tip eða Jarúl!
það kemur bara Q út sem sigurvegari.. it must be... þúrt að ríða mér!
Þórður Helgi Þórðarson, 13.3.2009 kl. 22:16
Kamón... þarftu að spyrja? Eins og ég skrifaði hér að ofan þá var jarúl allt í lagi þegar hann byrjaði en eftir það algjör viðbjóður. Q-Tip hins vegar er einn besti rapp-listamaður sem uppi hefur verið. Hvort sem um ræðir lyricist, rappari og próduser. Saga A Tribe Called Quest er stór og mikilvægur partur af Hipp Hopp menningunni. Allt sem Q-Tip snertir er fönký as hell.
http://www.youtube.com/watch?v=UA21WtoohQ8
Þú færð verðlaun ef þú skilur hvað frændi þinn með myndavélina er að segja.
Emmcee, 15.3.2009 kl. 16:33
HAHAHAHAHAHAHA, ég náði því að hann sagði frændi og Q-tip... thats it hahahaha.
Nokk viss um að þú hafir skilið allt sem hann sagði.
Magnað að við séum sammála með meistara Tip
Þórður Helgi Þórðarson, 15.3.2009 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.