13.3.2009 | 23:07
Erfitt fyrir Liver að finna afsökun fyrir lélegleika sínum
Einhversstaðar las ég að Beniteþþ hafi notað meiri pening en gamli sörinn, samt er Reina að reyna að búa til einhverja peninga afsökun fyrir því að tapa titlinum fyrir Man U, Torres og Gerrard meiðast og Liver getur ekkert.... PUNKTUR!
Þó þeir væru alltaf með þá er Man bara besta liðið í bransanum.....sorry
Reina segir nánast ómögulegt að keppa við peninga Man Utd
- Man. Utd - Liverpool á Stöð 2 Sport 2 klukkan 12:45 á laugardag
Reina áritar treyju fyrir íslenskan stuðningsmann á Nordica hótel er hann kom hinga til lands með spænska landsliðinu. |
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
,,Þeir hafa eytt miklum peningum undanfarin ár og það skiptir miklu," sagði Reina.
,,Þegar þú eyðir meira en 100 milljónr pundum er það kostur og gerir þig jafnvel enn sterkari en þú ert fyrir."
,,Carlos Tevez var með stóran verðmiða, Wayne Rooney kostaði mikla peninga og Dimitar Berbatov líka. Hvernig er hægt að keppa við það? Það er nánast vonlaust."
,,Svona lið með svona mikinn kraft í sókninni, með leikmenn sem hafa svona gæði, eru alltaf erfið viðureignar."
,,Við getum líka sótt og þess vegna getum við unnið. En það er erfitt að keppa við og mæta Manchester United þegar þeir eru með virkilega sterkan hóp."
,,Þeir geta notað aðra leikmenn í hvaða leik sem er. Það er alltaf erfitt að spila gegn þeim."
Reina getur með því að halda hreinu í leiknum, eða einhverjum af fjórum næstu, jafnað met Ray Clemence sem hélt 100 sinnum hreinu í 200 leikjum. Reina er kominn í 99 skipti í 195 leikjum.
Athugasemdir
Við sjáum hvað hatrið fleytir Wayne Rooney langt á morgun
Ómar Ingi, 14.3.2009 kl. 00:08
Og hvernig fór svo?
Hvaða afsökun hefur Samvinnufélag Mannbrystinga fyrir ömurlegheitum sínum þrátt fyrir gífurlegt fjármagn...?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.3.2009 kl. 15:09
Fjármagn Maack?
Er ekki Beniteðð búinn að eyða meiri pening en Sörinn síðan hann kom???
Hvað eruði að væla um fjármagn!
TIl hamingju með sigurinn... farðu og fáðu þér Charlsberg!
Þórður Helgi Þórðarson, 14.3.2009 kl. 16:20
Nú, afsökun ykkar Mannbrystingaaðdáenda er semsagt sú að Beníteðeðeðeð hafi eytt meiri peningum? Ertu með einhverjar heimildir fyrir því? Komdu með linka máli þínu til stuðnings frekar en að gráta þetta um lélegheit eins og stunginn mannbrystingsgrís.
"Jose Reina markvörður Liverpool telur að hans menn geti unnið Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á morgun en viðurkennir að það sé nánast vonlaust að jafna styrk þeirra í að eyða peningum." Mér finnst þú bara vera frekar slappur að tala um lélegleika LFC í samhengi við orð Reina sem eiga alveg rétt á sér... við sáum hvernig fór og Reina hafði rétt fyrir sig.
Veistu.
Mér er raunar skítsama. Það er bara fyndið þegar menn eru svo andskoti cocksure um einhverja stráka (sem þeir þekkja ekki, búa í öðru landi og græða meiri peninga en þeir hafa gott af) að þeir virkilega halda að þeir geti séð fyrir með nákvæmni úrslit kappleikja sem velta á mörgum samspilandi þáttum og af þeim ástæðum hafi þeir góða ástæðu til þess að saka aðra stráka (sem þeir þekkja ekki, búa í öðru landi og græða meiri peninga en þeir hafa gott af) um lélegheit og renna svo á rassgatið með alltsaman.
En... Carlsberg er fyrir homma og kellingar. Ég vil alvöru bjór þó að Carlsberg ber gæfu til þess að sponsa gott lið... Maður er varla það mikið smábarn að maður þurfi að sleikja upp stuðningsaðila íþróttaliðs sem maður heldur með? Er þá hægt að biðja LFC að skipta um sponsor?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.3.2009 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.