Ég mun ekki stoppa þig

Bubbi var prýðis fyrir löngu síðan, t.d. Kúbu platan var mjög fín.

Ég man varla eftir neinu merkilegu síðustu 10-15 ár, jú Fallegur dagur er frábært lag og lagið sem hann samdi fyrir Ölla var fallegt annars man ég ekki eftir neinu merkilegu.

En ég er sammála honum það þarf að koma á einhverjum reglum/ráðum til að stoppa þetta niðurhal.

Ég er ekki saklaus en oftast er ég að ná mér í dót sem er ekki til á landinu enda allur metnaður horfin úr plötusölum.

Þetta er ekkert illa meint, Bubbi hefur bara aldrei verið í neinu uppáhaldi svo ekki græt ég það ef hann hættir bara alveg að tjá sig í fjölmiðlum hvort það sé í tali eða tónum.


mbl.is Bubbi hótar að hætta útgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar B  Bragason

Sammála hann má mín vegna þagna eða spila í skápnum heima hjá sér mér af vandræða lausu.. hehe

Einar B Bragason , 17.3.2009 kl. 08:52

2 Smámynd: Ómar Ingi

Já Bubbi HÆTTU í guðuna bænum.

Ómar Ingi, 17.3.2009 kl. 09:16

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Reglur munu ekki leysa þetta mál. Losum okkur við millimennina og málið er leyst. Ef það kostar Bubba fimm milljónir að taka upp plötu, segir það nóg. Það má gera það fyrir mikið minna. Ólíkt því sem tónlistarbransinn hélt, er fólk tilbúið til að borga fyrir tónlist. Það sannaði iTunes á sínum tíma.

Villi Asgeirsson, 17.3.2009 kl. 09:57

4 Smámynd: Emmcee

Var Bubbi ekki búinn að selja höfundarréttinn af allri útgáfu sinni til Sjóvár hér um árið?  Ættu þeir ekki að pirra sig meira á þessu?  Bubbi og Bono þurfa bara að meðtaka breytingar í umhverfinu og vinna í kringum þær, en ekki synda á móti straumnum. 

Sögðu ekki Baggalútsmenn þegar þeir tóku við Íslensku tónlistarverðlaununum að trikkið væri að gefa smá af tónlistinni og þá kæmu fleiri og keyptu meira.  Word-of-mouth og ör dreifing er lykillinn að farsælli markaðssetningu í tónlist í dag, svo ekki sé talað um mátt YouTube.  MGMT fóru frá því að vera "nobodies" yfir í heimsfrægð á augnabliki með hjálp internetsins.  Þeir sem ekki kunna að nýta sér þetta falla bara í valinn.

Emmcee, 17.3.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Einhver sagði mér að saga SigurRósar væri netinu að þakka.....

Fullt af fólki sem aldrei hefði náð í gegn væri netið ekki til og þá væru það stóru plötufyrirtækin sem ákváðu hvað við vildum hlusta/horfa á.

enda sérðu minna af Backstreet stákum með milljarða á baki við sig til að selja sig smákrökkum.

Fólk hefur valið í dag.

Þú getur farið í tölvuna þína og tekið upp plötu hent henni á netið og komist nánast alla leið sjálfur...... Vissulega er rjóminn af þessu rusl en við fáum að ráða því hvað við hlustum á.

Sama með spilunar lista útvarpsstöðva, þær segja okkur hvað á að vera hip og kúl en ef þú nennir því þá geturu bara ákveðið það sjálfur með smá grúski á netinu.

Ég er löngu hættur að hlusta á Ísl. útvarp.... allt of mikill Bubbi

Þórður Helgi Þórðarson, 17.3.2009 kl. 11:25

6 identicon

Þetta hefur engin áhrif á hann, fólkið sem er fans kaupir plöturnar,
en þeir sem verða að forgangsraða hvaða listamenn þeir kaupa og hafa hann
neðarlega á listanum en vilja samt tékka á honum, þeir munu líklega ekki
hvort eð er kaupa næsta disk hans nema að þeir steli honum á netinu og hann
reynist rosalega góður. Þá er möguleiki á að fólk kaupi diskinn. Þannig að
stuldurinn getur haft áhrif á að fólk kaupi diskinn. Fólk á aldrei eftir að
hafa efni á öllu sem það stelur og hlustar á, því hefur þetta ekki mikil
áhrif.
p.s. fyndið að þú skulir nefna Kúbuplötuna, það er eina platan sem ég á með kappanum.

Ari feiti (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:47

7 identicon

Rétt er það að netið hefur komið tónlistarmönnum á kortið en niðurhal á tónlist, kvikmyndum, tölvuleikjum og öðrum forritum er lögum samkvæmt þjófnaður, hvernig sem á það er litið (refsiramminn 1-6 ár).

Það eru hinsvegar til ýmsar týpur af netverjum. Flestir niðurhala tugum og hundruðum gígaæta af höfundavörðu efni og kaupa svo ekki neitt. Margir niðurhala efni til að kanna gæði og versla svo vöruna. Sumir hreinlega niðurhala, brenna á diska og selja svo jafnöldrum sínum í skólanum. Persónulega finnst mér sjálfsagður hlutur að neytandinn prufukeyri vöruna áður en hún er keypt.

Eitt það versta við niðurhalið eru gæðin sem "neytandinn" sættir sig við. Það er mjög slæmt þegar heilu kynslóðirnar alast upp á tónlist í hörmulegum mp3 gæðum.

Ég skil afstöðu Bubba að hætta eyða 1- 5 milljónum krónum í framleiðslu á plötu sem er síðan nöppuð af netinu. Það skiptir ekki máli hvort platan hans sé góð eða ekki. Ef ekkert er gert til að finna sátt og viðunandi niðurstöðu bæði fyrir tónlistarmenn og netverja er ég ansi hræddur um að listamenn hreinlega leggi minna í framleiðsluferlið og þar af leiðandi koma út lakari plötur.

Svo er eitt varðandi þá afstöðu netverja að tónlistarmenn fái fleiri á tónleika eftir að plöturnar þeirra hafa verið rippaðar og dreift um netið þá get ég ekki séð að það sé raunin. Tónlistarmenn (sérstaklega á jaðrinum) þurfa að hafa miðaverð verulega lágt og helst láta áfengi fylgja miðanum svo fólkið mæti. Ætli flestir af þeim netverjum sem fullyrða þetta eru ekki bara heimafyrir að niðurhala nýjustu bíómyndinni og að spila WoW á meðan tónleikar standa yfir.

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég grein um niðurhalið fyrir Tölvuheim. Allir hluteigandi aðilar voru viðmælendur. Í greininni kom skýrt fram að það þyrfti að finna samstarfsgrundvöll. Nákvæmlega ekkert hefur breyst frá því að greinin var skrifuð nema hvað Torrent tæknin varð fullkomnari.

Franz Gunnarsson

Franz (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:57

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Franz, vandamálið er þriðji hópurinn sem þú nefnir. Sá fyrsti er með áráttu og hlustar sennilega ekki á megnið á því sem sótt er og hefði því ekki keypt diskinn. Hópur tvö er í lagi því hann kaupir tónlistina ef hún fellur í geð.

Ég efast um að gæði muni versna við niðurhal. Tónlistarmaður verður að reyna að selja afurðina og gerir þ.a.l. sitt besta við plötugerðina. Ég held að sparnaðurinn verði aðallega að ódýrari stúdío, jafnvel heimastúdíó, verði notuð. Í fæstum tilfellum eru það hljómgæðin sem gera plötu góða. Milliliðir verða sennilega teknir út úr keðjunni.

Eitt hefur sennilega breyst síðan greinin var skrifuð. iTunes hefur umbylt tónlistarheiminum utan Íslands. Vonandi munu Sena og Tónlist.is gera sitt til að fá fólk til að kaupa tónlist á netinu. Ég bý erlendis og hefði áhuga á að kaupa íslenska tónlist með niðurhali, en geri það ekki meðan hún er í tiltölulega lágum gæðum með DRM innbyggt. Eins og flestir vita sennilega hefur iTunes úthýst allri ritvörn.

Villi Asgeirsson, 17.3.2009 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband