19.4.2009 | 18:00
Til hamingju Everton menn
Ég sá aldrei neitt annað í spilunum en að Everton myndi vinna þennan leik, löngu áður en á ég sá byrjunarliðið.
Ég bjóst við að hvíti afrómaðurinn mynd setja hann inn eftir fast leikatriði, mér fannst kjúklingarnir standa sig með prýði, hefði samt frekar viljað tapa þessu í venjulegum leiktíma.
Tim Howard kláraði þetta fyrir þá með stæl.
Ég er samt nokkuð viss um sama hvaða lið hefði klárað þennan leik, Chel$k mun vinna þennan bikar.
Ég er álíka fúll núna og ég var glaður með deildarbikarinn...... semsagt poll rólegur...
Everton lagði Man.Utd í vítaspyrnukeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já ég hefði nú kosið að vörnin fengi frí líka. Annars er ég ekkert að fara grenja yfir þessu, mig grunaði að við myndum tapa , enda með varaliðið. Kom samt á óvart hversu slappir Everton voru, því er hart að hafa ekki klárað þetta á 90mín.
Ragnar Martens, 19.4.2009 kl. 18:11
Átta breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Porto. Átti svo sem von á þessum úrslitum þar sem Everton stillti nánast upp sínu sterkasta liði meðan Man Utd leyfði þó nokkrum mjög ungum og reynslulitlum og kornungum leikmönnum að spreyta sig og fannst mér þeir bara standa sig nokkuð þokkalega. Þeir voru allavega ekki lakari aðilinn í leiknum en skorti reynslu til að klára leikinn. Everton liðið kom mér reyndar á óvart hversu slappir þeir voru. Hét reyndar að þeir myndu valta yfir ung lið Man Utd. Hvað sem því líður á Everton ekki mikla möguleika á móti Chelsea en ég held samt pottþétt með Everton í þeim leik.
Óskar (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 18:21
Þetta var bara skandall
Ómar Ingi, 19.4.2009 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.