Spariþáttur Íslensku þjóðarinnar, Litla Hafmeyjan og 80´s nördaquiz framundan.

80s 

það verður fjör í næstu viku, 30. Apríl verð ég með 80´s nörda popquiz á Dillon Hafnarfirði og skora ég á alla sem telja sig hafa vit á 80´s tónlist að mæta, þar má nefna nokkra blog félaga: Daða, Omma, James Blond og emmcee.

Ég tek það sem vaginuveiru ef þið mætið ekki!

Föstudagskvöldið 1. Maí snýr síðan Litla Hafmeyjan aftur á Rás 2 kl 19:30.

Andri sendir út eins og venjulega frá Köben og ég í Efstaleitinu.... ef tæknimenn Ríkisins ná að tengja þetta saman (hefur ekki verið þeirra sterka svið hingað til)

Margt verður brallað þara á meðal verður hljómsveita battlinu lokað, sigurvegararnir frá því í fyrra Dr. Spock og Ligths on the highway etja kappi og kemur í ljós hver er Íslandsmeistari í hljómsveita battli.

Reglur eru: 3 lög á band, hvert lag 1 min og spila böndin sín lög til skiptis þannig að það verður 6 mínútna brjálæði... Það sem böndin þurfa að spila í þetta skiptið er: 1  lag frá sjálfum sér, eitt frá andstæðingnum og eitt verkalýðs lag (1.Maí).

Good times..

Mermaid_from_hell


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Dude - ég mæti glaður en það verður að vera næst því ég er á kafi í prófum þessa dagana og er ekki búinn fyrr en seinni part næstu viku. Sorrý bró.

En hóaðu næst og þá skaltu fá að komast að því hvar Alphaville, Indochine og Naked Eyes keyptu ölið!

Friður sé með yður - El Blondo.

Jón Agnar Ólason, 27.4.2009 kl. 23:51

2 identicon

Djöfulli líst mér á þetta!? Á að láta gamminn geysa?!  Ekki segja mér að gammurinn gjósi ekki?!!!

Ari feiti (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 01:06

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Það er búið að kjósa og þá er bara eftir að gjósa....nett vísulína

Þórður Helgi Þórðarson, 28.4.2009 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband