19.5.2009 | 10:04
Hvað var aftur númerið hjá vælubílnum????
Pistill fyrir hörðustu stuðningsmenn Liverpool
- Pistill eftir Richard Jolly á Soccernet
upp með höfuðið og lítum á björtu hliðarnar
,,Ef þú ert í öðru sæti þá ertu ekkert," þessi fleygu orð eru höfð eftir Bill Shankly einum dáðasta þjálfara í sögu Liverpool. Núna má eflaust heyra þessi orð bergmála á Old Trafford en þó er ástæða til að draga þau eilítið í efa. Núverandi leikmenn Liverpool hafa nefnilega afrekað ýmislegt.
Að lenda í öðru sæti er ef til vill ekki nógu góður árangur í hugum margra stuðningsmanna Liverpool en leikmenn liðsins verða líklegast seint sakaðir um að hafa ekki reynt að ná titlinum af Englandsmeisturum, Manchester United.
Í síðustu 10 leikjum liðsins hefur liðið unnið 9 leiki og gert eitt jafntefli. Ósjaldan hefur liðið komið tilbaka eftir að hafa lent marki undir og snúið taflinu sér í hag ásamt því að hafa unnið marga glæsta sigra á tímabilinu.
Vitaskuld hafa jafnteflin verið dýrkeypt, sérstaklega jafnteflin á Anfield sem reyndust afar þýðingarmikil þegar uppi var staðið í kapphlaupinu við Manchester United á endasprettinum.
En sú staðreynd að leikmönnum Liverpool hefur tekist að halda titilbaráttunni gangandi alveg fram í maímánuð ásamt því að leggja ensku meistarana að velli bæði heima og að heiman, sýnir að liðið hefur tekið töluverðum framförum.
Þrátt fyrir að liðið hafi vitað að titillinn hafi verið runninn þeim úr greipum þegar kom að leiknum gegn West Bromwich Albion um liðna helgi þá var ekkert lát á sigurviljanum en Steven Gerrard og Dirk Kuyt sáu til þess að West Brom kveður ensku úrvalsdeildina eftir stutta dvöl meðal þeirra bestu.
Rafa Benitez telur sig geta fagnað ýmsu þegar hann talaði um keppnistímabilið eftir leik liðsins gegn West Brom um helgina.
,,Ég tel þetta hafa verið mjög jákvætt tímabil þegar litið er á frammistöðu liðsins. Það er stórkostlegur árangur að hafa náð 83 stigum án þess að spila með Torres og Gerrard saman í megnið af leikjunum. Það hlýtur að teljast mjög jákvætt," sagði Benitez.
Það er endalaust hægt að velta sér upp úr hinum klassíska "hvað ef" frasa. Hvað ef Gerrard og Fernando Torres hefðu náð að spila saman í 37 leikjum en ekki 13? Samtals hafa þessir kumpánar skorað 39 mörk í öllum keppnum á tímabilinu sem verður að teljast dágóður árangur miðað við hversu lítið þeir hafa náð að leika saman.
Steven Gerrard fékk reyndar mark á silfurfati frá WBA þegar hann stal knettinum af Shelton Martins varnarmanni Albion og skoraði auðveldlega framhjá Dean Kiely. Seinna markið frá Dirk Kuyt var hins vegar af dýrari gerðinni, er sá hollenski tók á sprett og þrumaði knettinum í netið af löngu færi.
Ryan Babel og David Ngog komu inn á sem varamenn þegar líða tók á leikinn en Rafael Benitez talaði um það þegar hann var spurður út í ástæðuna hvar Manchester United hefði helst yfirhöndina gagnvart Liverpool, þá nefndi hann breiddina í leikmannahópi ensku meistarana.
,,Þeir hafa mikil gæði, sérstaklega á varamannabekknum. Á móti Arsenal þá voru þeir með Paul Scholes, Ryan Giggs og Dimitar Berbatov á tréverkinu. Þetta eru leikmenn sem geta gert gæfumuninn. Við höfum ekki eins marga leikmenn í þeim gæðaflokki á bekknum hjá okkur," sagði Benitez.
Jamie Carragher og Alvaro Arbeloa lenti saman í leiknum og varð Xabi Alonso að skilja þá í sundur en varnarjaxlinn, Carragher var ekki sáttur með varnartilburði spænska bakvarðarins og lét hann heyra það óþvegið. Benitez var þó ekki skemmt.
,,Mér líkar ekki svona ósætti milli manna en ég reyni að líta á björtu hliðarnar. Arbeloa var dáldið sókndjarfur og við vorum í vandræðum varnarlega. Núna höfum við náð að halda markinu hreinu í 20 skipti á leiktíðinni, einu sjaldnar en Edwin Van der Sar, þannig að við viljum jafna þann árangur," sagði Benitez.
West Bromwich eru fallnir í Championship deildina í þriðja sinn á sjö árum og má því segja að þeir séu talsvert jó-jó lið, vonandi fyrir þá tekst þeim að komast upp í enn eitt skiptið.
Það hefði óneitanlega verið skemmtilegt að heyra hvað Bill Shankly hefði kallað West Brom sem vermir nú botninn. En annað sætið er ekki slæmur árangur enda besti árangur Liverpool í næstum tvo áratugi. "Ekkert", svo við vitnum aftur í Bill gamla Shankly er því kannski fullharkalega að orði komist miðað við frammistöðuna á tímabilinu.
- Pistill eftir Richard Jolly á Soccernet
Stytta af Bill Shankly hinni miklu goðsögn Liverpool fyrir utan Anfield Road |
Mynd: NordicPhotos |
Steven Gerrard skorar sitt 16. deildarmark á leiktíðinni gegn West Brom. |
Mynd: NordicPhotos |
Fernando Torres og Steven Gerrard verða að spila oftar saman ætli Liverpool að landa Englandsmeistaratigninni eftir langa og erfiða 20 ára bið. |
Mynd: NordicPhotos |
,,Ef þú ert í öðru sæti þá ertu ekkert," þessi fleygu orð eru höfð eftir Bill Shankly einum dáðasta þjálfara í sögu Liverpool. Núna má eflaust heyra þessi orð bergmála á Old Trafford en þó er ástæða til að draga þau eilítið í efa. Núverandi leikmenn Liverpool hafa nefnilega afrekað ýmislegt.
Að lenda í öðru sæti er ef til vill ekki nógu góður árangur í hugum margra stuðningsmanna Liverpool en leikmenn liðsins verða líklegast seint sakaðir um að hafa ekki reynt að ná titlinum af Englandsmeisturum, Manchester United.
Í síðustu 10 leikjum liðsins hefur liðið unnið 9 leiki og gert eitt jafntefli. Ósjaldan hefur liðið komið tilbaka eftir að hafa lent marki undir og snúið taflinu sér í hag ásamt því að hafa unnið marga glæsta sigra á tímabilinu.
Vitaskuld hafa jafnteflin verið dýrkeypt, sérstaklega jafnteflin á Anfield sem reyndust afar þýðingarmikil þegar uppi var staðið í kapphlaupinu við Manchester United á endasprettinum.
En sú staðreynd að leikmönnum Liverpool hefur tekist að halda titilbaráttunni gangandi alveg fram í maímánuð ásamt því að leggja ensku meistarana að velli bæði heima og að heiman, sýnir að liðið hefur tekið töluverðum framförum.
Þrátt fyrir að liðið hafi vitað að titillinn hafi verið runninn þeim úr greipum þegar kom að leiknum gegn West Bromwich Albion um liðna helgi þá var ekkert lát á sigurviljanum en Steven Gerrard og Dirk Kuyt sáu til þess að West Brom kveður ensku úrvalsdeildina eftir stutta dvöl meðal þeirra bestu.
Rafa Benitez telur sig geta fagnað ýmsu þegar hann talaði um keppnistímabilið eftir leik liðsins gegn West Brom um helgina.
,,Ég tel þetta hafa verið mjög jákvætt tímabil þegar litið er á frammistöðu liðsins. Það er stórkostlegur árangur að hafa náð 83 stigum án þess að spila með Torres og Gerrard saman í megnið af leikjunum. Það hlýtur að teljast mjög jákvætt," sagði Benitez.
Það er endalaust hægt að velta sér upp úr hinum klassíska "hvað ef" frasa. Hvað ef Gerrard og Fernando Torres hefðu náð að spila saman í 37 leikjum en ekki 13? Samtals hafa þessir kumpánar skorað 39 mörk í öllum keppnum á tímabilinu sem verður að teljast dágóður árangur miðað við hversu lítið þeir hafa náð að leika saman.
Steven Gerrard fékk reyndar mark á silfurfati frá WBA þegar hann stal knettinum af Shelton Martins varnarmanni Albion og skoraði auðveldlega framhjá Dean Kiely. Seinna markið frá Dirk Kuyt var hins vegar af dýrari gerðinni, er sá hollenski tók á sprett og þrumaði knettinum í netið af löngu færi.
Ryan Babel og David Ngog komu inn á sem varamenn þegar líða tók á leikinn en Rafael Benitez talaði um það þegar hann var spurður út í ástæðuna hvar Manchester United hefði helst yfirhöndina gagnvart Liverpool, þá nefndi hann breiddina í leikmannahópi ensku meistarana.
,,Þeir hafa mikil gæði, sérstaklega á varamannabekknum. Á móti Arsenal þá voru þeir með Paul Scholes, Ryan Giggs og Dimitar Berbatov á tréverkinu. Þetta eru leikmenn sem geta gert gæfumuninn. Við höfum ekki eins marga leikmenn í þeim gæðaflokki á bekknum hjá okkur," sagði Benitez.
Jamie Carragher og Alvaro Arbeloa lenti saman í leiknum og varð Xabi Alonso að skilja þá í sundur en varnarjaxlinn, Carragher var ekki sáttur með varnartilburði spænska bakvarðarins og lét hann heyra það óþvegið. Benitez var þó ekki skemmt.
,,Mér líkar ekki svona ósætti milli manna en ég reyni að líta á björtu hliðarnar. Arbeloa var dáldið sókndjarfur og við vorum í vandræðum varnarlega. Núna höfum við náð að halda markinu hreinu í 20 skipti á leiktíðinni, einu sjaldnar en Edwin Van der Sar, þannig að við viljum jafna þann árangur," sagði Benitez.
West Bromwich eru fallnir í Championship deildina í þriðja sinn á sjö árum og má því segja að þeir séu talsvert jó-jó lið, vonandi fyrir þá tekst þeim að komast upp í enn eitt skiptið.
Það hefði óneitanlega verið skemmtilegt að heyra hvað Bill Shankly hefði kallað West Brom sem vermir nú botninn. En annað sætið er ekki slæmur árangur enda besti árangur Liverpool í næstum tvo áratugi. "Ekkert", svo við vitnum aftur í Bill gamla Shankly er því kannski fullharkalega að orði komist miðað við frammistöðuna á tímabilinu.
Athugasemdir
Ekkert ?
Er þá mestaradeildin ekkert , annars er held ég engin að væla nema þið Scum United menn.
En annrs hringir þú bara í 112 og lætur senda góðan bíl
Ómar Ingi, 19.5.2009 kl. 13:47
What ship hasn't docked in Liverpool?
- The premiership! :D
What does a Liverpool fan do after watching his team win the premiership?
Turn off the playstation and go to bed.
Hey, hvað er líkt með Íslandi og Liverpool?
ÞAU LENTU BÆÐI Í ÖÐRU SÆTI!
Titanic var merkt liverpool enda sökk það harkalega!
Ari feiti (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 14:52
Eheheheheh skemmtilegt innlegg Feiti...
Þórður Helgi Þórðarson, 19.5.2009 kl. 15:08
Ari Feiti það er viðeigandi.
Ómar Ingi, 19.5.2009 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.