Litla Meyjan komin á beinu brautina...

Þá er Litla Hafmeyjan komin á sinn tíma, föstudagar 19:30 til 22:00.

Fyrstu hljómsveitaböttlin fóru fram síðast föstudagskvöld: Mammút vs. Á Móti Sól og Brain Police vs. Cliff Clavin.

Reglurnar þetta skiptið voru að böndin áttu að tala eigið lag, lag frá andstæðingi og nýtt frumsamið sumarlag og er óhætt að segja að allir hafi deliverað ofar væntingum.

Mammút mættu söngkonulaus en náðu samt að sigra Á.M.S. 5-4 (hlustendur völdu þann sem þeim þótti betri). Það var virkilega gaman að heyra samrunan eftir keppnina þar sem Magni söng með Mammút, Rauðalæk.

Seinni leikurinn var hressandi sömuleiðis en þar vann Cliff Clavin 5-1 stórsigur á Brain Police sem áttu samt besta sumarlagið.

Svo það er ungliða hreyfingin sem heldur áfram í 8 liða úrslitin og vonandi flagga mammútliðar söngkonu í það skiptið.

Einnig heyrðum við í Plútó sem átti að fara í tísku og hegðun en talaði aðallega um KB sem stjórnar einhverjum tískuþætti á Skjá einum.

Síðast en ekki síst var farið í Hæfileikalandið þar sem hlustendur fá tækifæri á að slá í gegn í beinni útsendingu.

Sigurvegari kvöldsins var Stefnir sem söng She´s gone með miklum glæsibrag.

Hlakka til að sjá hvað þjóðin ætlar að bjóða upp á í næstu viku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband