9.6.2009 | 14:57
Litla hafmeyjan á föstudaginn
Búi Bendts hoppar í skarð Andra þar sem hann þarf að skreppa til Tékklands.
Land og Synir etja kappi við Jan Mayen í hljómsveitabattlinu, reglurnar í þetta sinn eru: eitt eigið lag, eitt lag frá andstæðingi og eitt lag sem flestir hlustendur kannast við nema það lag þarf að setja í Þrjú á palli útsetningu, spennandi.
Egill Einarsson, Störe, kjeppinn, Gillznigger,Kjötmaðurinn eða hvað hann heitir þessa dagana verður gestur þáttarins og spilar hann fyrir okkur föstudagsfílings lagið og sakbitnu sæluna hans.
Ekki má gleyma nýjasta æðinu í Íslensku útvarpi: Ísland hefur talent eða Hæfileikalandið!
Þar gefst hlustendum tækifæri á að láta öll ljós sín skína í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð.
Spariþáttur Íslensku þjóðarinnar á föstudaxxkvöldum frá 19:30-22:00
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Tónlist | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.