Þeir kunna þetta krakkarnir hjá KSI

KSÍ sektar Njarðvík vegna framkomu stuðningsmanna
 
Njarðvíkingar fagna í leiknum á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason

Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason

Aga og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að sekta Njarðvík um 15 þúsund krónur vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Reyni Sandgerði síðastliðinn laugardag.

Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli sem nægði Njarðvík til að tryggja sér sæti í 1.deild að ári.

Stuðningsmenn Njarðvíkur hlupu tvisvar inn á völlinn til að fagna mörkum og ennfremur kveikti stuðningsmaður Njarðvíkur á blysi í stúkunni.

Knattspyrnudeild Njarðvíkur ber ábyrgð á framkomu stuðningsmanna sinna á leiknum, samanber reglugerð KSÍ um knattspyrnumót:

,,Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ lítur þetta mál alvarlegum augum og í samræmi við 13. grein reglugerðar KSÍ um aga-og úrskurðarmál er Knattspyrnudeild Njarðvíkur sektuð um kr. 15.000.- vegna framkomu stuðningsmanna félagsins. Nefndin beinir ennfremur þeim tilmælum til Knattspyrnudeildar Njarðvíkur að deildin geri sitt ítrasta til að koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig og ræði alvarlega þessa máls við þá aðila sem í hlut áttu," segir í bréfi sem er birt á heimasíðu Njarðvíkur.

,,Knattspyrnudeildin tekur þessum úrskurði og mun greiða sína sekt en mörkunum í leiknum var vel fagnað og markaðist sá fögnuður af því hversu mikil stemming var meðal stuðningsmanna okkar og menn ánægðir með sína menn."

,,Varðandi blysið er ekkert hægt að afsaka það og munum við taka það sérstaklega fyrir ásamt því í framtíðinn reyna að hafa hemil á okkar fólki þó við munum ekki banna fólki að fagna,"
segja Njarðvíkingar einnig á heimasíðu sinni.

 

Ég var á umræddum leik og sá akkúrat ekkert athugavert við framkomu stuðningsmanna liðanna.

Stemmingin hefur væntanlega sjaldan verið jafn mögnuð á leik í 2. deild hér á Íslandi, er þá ekki best að sekta þetta pakk?

Maður heyrir endalausar sögur af rasisma, flöskukasti og ég veit ekki hvað og hvað í diet Pepsy deildinni og þar fá menn sénsinn.

Það má skoða þetta með blysin en það var slatti af stafsmönnum við stuðningsmannastúkuna sem hefðu getað sagt: heyrðu vinur, slökkva á þessu núna.... mál dáið!

Húrra fyrir Pylsugerðarmanninum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband