23.1.2009 | 16:43
Við heimtum Satisfaction á okkar degi!!!!
Ég býð upp á það í spilranum hér til hliðar, hressilegt rmx á föstudegi.
Bestu kveðjur á bænda bræður mína.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2009 | 11:08
Mikilvægur leikur á laugardaginn
Það verður spennandi að sjá hvernig vörnin verður skipuð.
Vidic, Neville og O´shay og væntanlega þessi sem kom inná á móti Derby.... hann hljómaði ekkert allt of vel fannst mér.
Hugmyndir?
![]() |
Anderson og Evans frá keppni í þrjár vikur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekkert sér maður um þessar uppsagnir á visi.is
Sigmundur og Kompás fólkið er meðal þess besta sem 365 hefur boðið upp á síðustu ár... að mínu mati.
Þessi nýja útgáfa af Ísl í dag er handónýtt, Sindri er prýðis fréttamaður en er duglegur að kúka á sig í svona dægurmálaþætti (Pétur taktu köttinn!), þurfti hjálp frá forsætisráðherra til að Íslenska spurningar sínar í gær..... frekar slæmt og þessi nýja glæsilega stúlka er ekki farin að kikka inn, hún er enn skíthrædd í loftinu.
Sölvi var ágætur, gat bæði verið popp og pólitík og gat meira að segja Íslenskað sínar spurningar sjálfur (þegar hann var að tala við Íslendinga).
Ég vona að Kompásinn færist að einhverju leiti yfir á RÚV, þarf kannski ekki að vera vikulega en á köflum stór fínn þáttur.
![]() |
Kompás lagður niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt 23.1.2009 kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.1.2009 | 16:27
Nýtt prifjú með Royksopp í spilaranum
Hljómar full kunnulega......
Fyrsti singullinn Happy Up Here
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.1.2009 | 15:00
Ég vissi að þetta myndi gerast
Af hverju fékk hann ekki að hvíla í friði.....
Nú verður farið í mál!
![]() |
Ástargúrúinn tilnefndur til sjö Razzie-verðlauna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2009 | 14:58
Nýja U2 lagið Get on your new boots....
Er þetta eitthvað????
Þetta er náttúrulega bara stofnun svo þetta verður alltaf heitt hjá útvarpsstöðvum.
Þeir áttu að hætta eftir Achtung Baby, eða gera skárri tónlist
Það er nú samt smá rokk í þessu, Bylgjumönnum á eftir að svíða að þurfa að spila þetta (örugglega argasta pönk í þeirra eyru!)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.1.2009 | 22:31
Kynslóðarbil
Það vantar náttúrulega helling í Njarðvíkurliðið í dag, þeir sem ættu að vera að brúa bilið í dag stungu allir af í Breiðablik!
En fyrir vikið þá munu þessar framtíðar stjörnur okkar detta inn fyrr, ekkert að því að berjast ekki um titil á hverju ári.
Ég man bara fyrir nokkrum árum þá varð ég fúll ef liðið vann ekki alla titla sem í boði voru, það gengur lítið að vera of graður.
Þið sjáið KR, vinna að meðaltali á 10 ára fresti nema núna fengu þeir flest alla atvinnumenn landsins í liðið en voru samt með erlendan leikmann......... magnað (gruna samt að Grindí tali þetta eftir að kaninn kom)
Núna sé ég á karfan.is að Njarð séu með útlending í sigti sem er magnað þar sem við erum með 3 af bestu mönnum deildarinnar í liðinu en svo er rosalega langt í næstu leikmenn.
Að bæti við gæða leikmanni við Loga, Magga og Frikka gerir Njarðvíkur liðið prýðilegt.
Ég vil þakka Loga fyrir að nenna að vera með okkur í vetur, hann hefði léttilega getað farið í Þýsku neðri deildirnar eins og Jói Ólafs (sem kæmi sér vel í dag) en hann kom heim og er örugglega að i af mikilli reynslu sinni til ungu pjakkanna.
Það besta er að menn séu að reyna að hafa gaman af þessu þrátt fyrir slæm úrslit á köflum.
Núna verður hrækt í hendur og náð í úrslitakeppni og gert það besta .
![]() |
Logi: Höfum bara gaman að þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2009 | 12:11
.... Og líkaminn verður klár fyrir helgina, !
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.1.2009 | 14:51
Næstum gleymt en alls ekki grafið
Þetta er afskaplega smekklegt.....
Hljómsveitin Mono og lagið Life In Mono.
Hallið ykkur aftur og hafið það næs!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.1.2009 | 09:32
Djöfulsins endalaus helvítis fokking snilld!
Rakst á myndband sem ég hef aldrei séð áður, lag sem var í svakalega miklu uppáhaldi hjá mér í gamla daga.
Hljómsveitin Leftfield (R.I.P.) Ásamt söngkonu hljómsveitarinnar Curve, Toni Hallyday (ef ég man rétt)
Lagið heitir Orginal og er stórkostlegt!
Skemmir lítið að ms. Hallyday er glæsileg kona....
Finnst nú bara allt í lagi að lauma Curve með....
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)