31.10.2008 | 13:31
Þið verðið bara að afsaka!
Ég verð að mæla með lagið hér í spilaranum til vinstri.
Grúppan heitir Friendly Fires og lagið heitir Paris og er á venjulegum degi alveg prýðis.
Hér erum við að tala um svokallað remix eftir einhvern sem kallar sig Aeroplane og Au Revoir Simone s.s. alveg ný útgáfa.
Kannið! Ykkur til yndisauka.
Svo er þarna líka nýja verkenfið hans Paul McCartney - Fireman
og Hot Chip remix af Late in the Pier (sveit sem Íslenskar útvarpsstöðvar vilja ekki gefa séns, ansi fín)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2008 | 10:58
Ódýr jólagjöf fyrir elskuna í kreppunni!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2008 | 23:35
Gladdi mitt litla hjarta
Þetta var ekki burðugur leikur í Seljaskólanum í kvöld.
Það er nokkuð ljóst að bæði lið verða í basli í vetur, ÍR-ingar eru með ágætis lið en einhvernvegin hættu í seinni hálfleik og er ég ekkert að skamma þá fyrir það.
Njarðvíkur liðið er hálf einkennilegt 3 klassa leikmenn, örugglega bestir á landinu í sinni stöðu og svo bara ekkert meir, ef það væri 3 í liði í körfubolta væri Njarðvík væntanlega með besta liðið í deildinni.
Frikki Stef virkar sterkari en hin síðari ár, maggi er meira í að stjórna spili og fara inn í teig en áður þegar hans hlutverk var að bomba þristum.
Njarðvík lumar síðan á leikmanni sem heitir Logi Gunnarsson og hitti ég á leikinn til að sjá hann í fíling, 39 stig takk fyrir... ég man ekki hvað er langt síðan Íslenskur Njarðvíkingur skoraði svona mikið í einum leik, meira en helming stiga liðsins.
Ég segi að Valli eigi bara að fá gamla leikjabók frá 76´ers og láta Loga spila öll Iverson kerfin.
Philly spiluðu í mörg ár með 1 ás og restin bara vinnumenn í kringum "svarið" gróft til orða tekið.
Njarðvíkingar hafa þó besta senter landins og bestu skyttu landsins svo eru hinir til að spila vörn og hlaupa kerfi EKKI til að taka þriggjastigaskot! (Sævar)
Efiður vetur framunda hjá mínum mönum sem gerir svona sigra svo frábæra.... byrja að henda krökkunum inná (það var einn 15-16 ára sem skilaði 7-10 mins) og eftir áramót verða þeir komnir með smá sjálfstraust og við strýðum einhverjum í úrslitakeppninni.
Good times.....
![]() |
Njarðvíkingar sigruðu ÍR á útivelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2008 | 11:04
Er skjárinn ekki málsvari góðæris?
Vissulega finnst mér leiðinlegt ef Skjárinn hverfur en er það ekki eðlilegt?
Frítt sjónvarp rekið á auglýsingatekjum, nú verður þetta bara Rúv og ekkert sjónvarp á fimmtudögum!
Ef Skjárinn sameinast ekki 365 og Síminn og Vodaphone sömuleiðis þá fer þetta allt á höfuðið.
![]() |
Skjárinn segir öllum upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2008 | 10:43
Þetta finnst mér asnalegt!
1 leikmaður úr liði Englands og Evrópumeistarana?
Vissulega var Ronaldo bestur en eru menn að halda því fram að restin hafa bara verið að hlaupa með?
2 úr Liverpool!!!!! Liverpool, hvað unnu þeir?
5 Tengjast Chelsea hvað unnu þeir????
Svo mætti lengi telja... rugl og aftur rugl.
![]() |
23 leikmenn tilnefndir hjá FIFA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2008 | 22:32
Þetta er ansi smekklegt lið
Roosalega er gaman að horfa á fótbolta þegar maður sér lið eins og Man U spila eins og þeir gerðu í fyrri hálfleik.
Þeit eiga enn eftir að spila heilan leik svona rosalega smekklega, en það kemur.
Stælarnir hjá Berba í öðru markinu var out of this world, enda sá maður að Ronaldo var ekkert sáttur að eiga ekki tilþrif leiksins í þetta skiptið.
Hver ætli meðalaldurinn hafi verið hjá Man í þessum leik allt guttar frá 18 - 23 eða svo + hafsentarnir sem eru eldri jaxlar.
Þó þeir vinni ekki deildina þetta árið þá er Man U með frábært lið til framtíðar.
Það eina sem ég fer fram á er að Liverdraslið vinni ekki, það kætir marga vini mína of mikið.
Ekki vill maður hafa vini sína glaða er það?
![]() |
Liverpool áfram á toppnum í Englandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2008 | 13:30
Íslenskt þema á föstudagskvöldið, núna ertu hjá mér Meyja!!!!
Samstöðu þáttur, veljum Íslenskt, veljum Eyfa!
Eyjólfur Kristjánsson verður gestur þáttarins og mun segja okkur sitt lítið af hverju, hvaða lag kemur honum til á föstudagskvöldi og hver er hans sakbitna sæla.
Eyfi ætlar að rífa með sér gítarinn og jafnvel taka 1-2 lög.
Svo má geta þess að það er komin röðin að Dodda til að hnoða í spurningarkeppni!
Spurningarkeppni og spurt verður um Íslanska tónlist.
Látum gamminn gjósa og höfum gaman af þessu, tökum vel á móti Eyfa.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2008 | 11:07
Forsetaframbjóðandi boðar til mótmæla
Listamaðurinn og forsetaframbjóðandinn Snorri Ásmundsson hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn. Gengið verður frá Hlemmi og niður á Austurvöll. Snorri krefst ábyrgðar og vill kosningar strax.
Á veggspjaldi sem Snorri hefur sent fjölmiðlum má lesa eftirfarandi texta:
VÍK BURT RÍKISSTJÓRN!
KOSNINGAR STRAX
Meðvirkni eða mótmæli. Mætum á Hlemmi á laugardaginn kl: 14:00 og göngum á Austurvöll - Ekki vera þolandi, vertu gerandi. Krefjumst ábyrgðar, kosningar strax!
Ef einhverjir fylgja þessum ágæta manni þá er fólk bara að mótmæli til að komast í gott party eins og margir af þessum mótmælendum gera, hver getur tekið þennan mann alvarlega?
Ég ætla að boða til mótmæla, burt með tækifærissinna!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2008 | 17:52
Bubbalú húúúúúúúúúúú á föstudagskvöldið
Það er alveg magnað hvað maður nennir að hafa fyrir því að velja tónlist í Meyjuna.
Það var kvikmyndtónlistarþema og að sjálfsögðu lá ég yfir þessu alla vikuna og var kominn með 50 laga búnka sem ég svo trimmaði niður í svona 30 lög.
Þetta geri ég fyrir hvern þátt, vil alltaf vera með eithvað svakalega spennandi og bla ....
Venjulegu náum við að spila í mesta lagi 15 lög, nú slóum við öllu við: 6 lög í fullri lengd, semsagt ég notaði ekkert 44 lög af þeim 50 sem ég fann í vikunni.
Mig grunar að engin huxi um að menn séu eitthvað að pæla í tónlistinni yfir höfuð enda komnir playlistar út um allt og tölvur sem stjórna þessu..... Ekki hjá mér, ég er all klikkaður í þessum efnum og mæti alltaf með skrifaða diska heiman frá mér.
En maður reynir að hafa gaman af þessu og það text víííí
Heiðar Örn Kristjánsson (Botnleðja, Viking Giant Show) var gestur kvöldins og var með eindæmum skemmtilegur eins og við mátti búast.
Reif gítarinn með sér og tók eitt lag af nýju plötu Víkingsins (sem er frábær fyrir þá sem ekki vita)
Svo klingdi hann út með því að taka El Mariachi (ódauðlegt úr kvikmyndasögunni) með okkur.
Ég man ekkert hvert lagið var sem kemur honum í stuð á föstudagskvöldi en það kom fram að hann og Raggi leðja eru í aðdáendaklúbbnum einir.....
Sakbitin sæla hans hitti í mark hjá mér gamla manninum og söng hann með vini sínum Georgi Club Tropicana með Wham..´ cooooooooooooool cooooooooooooool eða er það bara úúúúúúúúúú úúúúúúúú? veit ekki....
Andri bauð upp á kvikmyndagetraun þar sem ég og Heiðar öttum kappi og eru menn að tala um að þetta hafi verið ein lengsta spurningakeppni sögunar!
Það má vel vera að Heiðar sé mun betri tónlistarmaður en ég .... en ég MALAÐI hann 5-3 í keppninni....... hvort er merkilegra?
Þið getið hlustað á þáttinn hér
Við náðum að spila allt þetta á 2 og hálfum tíma
Lets Go Crazy (special dance remix) - Prince -
Gimme Shelter - ROLLING STONES
Don´t look into my lies - The Viking Giant Show
Club Tropicana - Wham
Everybody'S_Talking. - Harry_Nilson
Vegir_liggja_til_allra_átta - Elly_Vilhjálms
OH YEAH - YELLO
Búkalú - Stuðmenn
El Mariachi - Meyjan og Heiðar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2008 | 08:54
Þorir ekki að tala við bankann
Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður sér ekki eftir því að hafa flutt til Danmerkur. Hann ætlar að sitja af sér kreppuna í um það bil tíu ár.
Maður er voða lítið að spá í þessu. Fólk er bara að tapa peningum. Það er ekki eins og einhver sé að deyja," segir Andri Freyr Viðarson, útvarpsmaður og lífskúnstner. Hann hefur búið í Danmörku í nokkra mánuði og kann vel við sig þar. Það er lítið að trufla hann að vera frá niðurlægðri þjóð. Ég held það sé nú orðum aukið að það sé verið að reka Íslendinga út úr búðum á Strikinu fyrir það eitt að vera íslenskir. Allavega hef ég ekki lent í svoleiðis. Tja, reyndar var fólk í lobbíinu á Danmarks Radio að baktala mig þegar ég var þar síðast. Það var eitthvað að benda á mig og flissa og gera lítið úr mér aumingja Íslendingurinn" eitthvað."
Auk þess að sjá um hinn frábæra þátt Litlu hafmeyjuna í beinni frá Danmörku vinnur Andri í ljósabransanum" eins og hann kallar það.
Við erum fjórir Íslendingar í þessu. Erum að setja upp ljós fyrir leikhús og á tónleikum og svona. Yfirleitt sitjum við nú bara á rassinum með skrúfjárn og hlustum á iPod-ana okkar. Mér skilst að trixið sé að vinna í tvö ár. Þá er maður kominn inn í kerfið og getur farið að liggja á danska spenanum. Nei, nei, ég segi bara svona."
Hrun bankakerfisins hefur áhrif á alla. Meira að segja Andra Frey. Ég á einhverja peninga inni á Landsbankanum en hef bara ekki þorað að kíkja á þá ennþá. Einn af þeim sem ég er að vinna með tapaði hálfri milljón í einhverju verðbréfagambli. Þetta snertir alla."
Og Andri er ekkert á leiðinni heim. Ætli maður verði ekki úti í svona tíu ár í viðbót. Er ekki verið að tala um að það taki þann tíma að koma okkur upp úr þessu? Annars skil ég ekkert í því að við fáum ekki Danina bara til að taka við okkur aftur. Við getum þetta greinilega ekki sjálf. Það þarf einhver að halda í höndina á okkur. Ég hef aðeins verið að nefna þennan möguleika við Danina sem ég er að vinna með en þeir vilja ekki sjá okkur aftur!"
Litla Hafmeyjan með Andra og Dodda Litla er á Rás 2 í kvöld á eftir kvöldfréttunum. Heiðar Viking Giant er gestur þáttarins og aðeins verða spilaðir stórsmellir úr bíómyndum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)