30.5.2008 | 15:04
Merc og Haffi fresta, gamli tekur þetta bara einn!
Ég mun hlaupa í skarðið á Bar 800 á Selfossi í kvöld þar sem sirkusinn afboðaði komu sína vegna jarðskjálftana í gær.
Bullandi Dj- musik til að hrista fólkið aftur í réttar skorður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2008 | 22:28
Hörku band á sínum tíma.
Ég veit ekki alveg með hvort sveitin sé að koma saman í fyrsta skipti í 27 ár?
Samkvæmt mínum reikningi þá gerir það 1982.
Þá á eftir að koma New Gold Dream, frábær plata ´82-83, Spakle in the Rain, frábær plata ´84, og Once Upon a Time, fín plata og þeirra söluhæsta ´85.
Síðan þá hafa þeir gefið út 9 plötur, þá síðustu 2005.
Má vera að liðsskipan kannski eitthvað rokkað en það er nokkuð ljóst að sveitin er ekki að koma saman í fyrsta skipti í 27 ár.
Allavega finnst mér þetta dapur fréttaflutningur á mbl, væntanlega allir að skjálftast eitthvað....
Ég persónulega væri alveg til í nýjan Gylltan draum eða Sparlk í Regninu!
![]() |
Simple Minds saman á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.5.2008 | 14:18
Aðeins farinn að taka í....
Ég var ráiðinn til að sjá til þess að einhver mæti á gigg Merc Club í sumar og tókum við 1 slíkt á Akureyri um daginn sem get vonum framar, stuðfullur Sjalli.
Á morgun verður farið á Selfoss og þjóðsöngurinn sunginn að sjálfsögðu, hvet ég alla til að mæta og kíkja á sirkusinn, má geta þess að Haffi Haff kemur einnig fram.
Gamli maðurinn er aðallega að spila dj musik fyrir liðið en tek nokkur lög ásamt Ingu sem áður dansaði með Allstars krúinu.
Aftur á móti tókum við 1 alvöru gigg síðasta föstudag, það var lokað party og alveg afsökun til að grafa Guruinn aftur upp, það þarf vart að taka það fram að allt varð snældu vitlaust og var ekki laust við að ég hafi bara haft gaman af því að klæðast Henson glansgallanum aftur ......
Er líf eftir dauðann?
ef það koma nógu margir peningar
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2008 | 21:58
Lélegasta lið sem sést hefur í laugardalnum!
Magnað að sjá þennan leik, fyrrihálfleikur prýðilegur enda engin mótspyrna, Wales liðið hafði svo rosalega engan áhuga á þessu, engin pressa, engin sókn, EKKERT!
Samt ná þeir að sigra fyrri hálfleikinn.
Í seinni hálfleik var mun skárra að sjá liðið og það nennti allavega að pressa smá og um leið gat Íslenska liðið akkúrat ekkert!
Nenni ekki að væla langa færslu en verð að spyrja: af hverju er Theodór Elmar ekki fyrsti maður á skýrslu, drengurinn hefur verið besti maður liðsins þá leiki sem hann hefur spilað.
Einnig vil ég gefa Arnóri Smára klapp á bak, efni þar á ferð.
En að lokum, hvað er Hannes Þ að gera í þessu liði???? Maður hefur séð hann í hátt í 20 leikjum og aldrei hefur hann getað punkt, svakalega slakur leikmaður og toppaði slakan landsliðsferil með leiknum í kvöld.
Auðvitað var landsliðsþjálfarinn voða sáttur við margt í leiknum......
Ég veit að þetta var æfingarleikur og allt það, sem betur fer hefðum við verið að keppa við alvöru lið þá væri verið að hlægja að okkur þessa stundina
![]() |
Ísland tapaði 1:0 gegn Wales |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.5.2008 | 13:30
Þetta er nákvæmlega maðurinn sem David Brent vildi vera!!!!
Þið Office fans verðið að kíkja á þetta!
Þegar hann fer að svara spurningum í viðtalinu (sem hann tekur örugglega sjálfur) þá sér maður David Brent ljóslifandi! ótrúlega snilld"ég er oft spurður hvort það sé ekki leiðinlegt til lengdar að gefa eiginhandaráritanir, ég svara nei alls ekki það er ekki svo erfitt".
Þið sem dýrkið Bold and the Bjút ættuð kannski að sleppa því að skoða þetta.
Gefið ykkur smá tíma og horfið á allt intróið, ýndislegt!
http://www.ronnmoss.com/video.html
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.5.2008 | 10:52
Besti rokksöngvari í heimi?
Hér höfum við Mike Patton, án efa einn allra besti söngvari rokksögunar en hvað erum við að tala um hér?
Það vita flestir að hann hefur gaman af því að nota röddina öðruvísi, best finnst mér samt að þetta er ekkert rugl.
Hann er með þetta skrifað niður, Patton nótur.
Snillingur
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.5.2008 | 10:43
Ég var aðeins að ræða stórleik Dolla um daginn!
Það er ekki eðlilegt að ég sé að borga þessum manni laun!
Hann fer alveg á kostum í Bang og mark og ælir á áhorfendur í gríð og erg.
En hann ælir ekki bara þar!
Þarf undirskriftarlista til að losna við hann úr starfi????
Er enginn af yfirmönnum hans að horfa á sjónvarpið?
Hér er magnað dæmi um snilld Dolla!
Þá bið ég frekar um Dodda
Þakka BB fyrir ábendinguna
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2008 | 12:43
Hvað erum við að væla yfir Júróvision?
Þegar við eigum sigurvegarann í þessari fallegu og hæfileikaríku konu!
Enn einn hittarinn frá Leoncie! Ekkert þrísomm hér!
Djöfull þarf Guri að vakna og taka dúett með henni.
Lella 4 presedent!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.5.2008 | 11:19
Guðjón Þórðarson hefur alltaf verið hress gaur!
Hvernig í fjandanum getur hann sett út á þessi spjöld Stefáns Þórðarsonar.
Pjúra spjöld bæði 2!!
Gamli fær myndarlega sekt og örugglega bann fyrir þessa ræðu sína og enga vorkunn frá mér!
Gaman líka að sjá hvaða Skagamenn hér á bloggi eru blindir á dómana.
Skoðið og dæmið sjálf! http://visir.is/article/20080526/IDROTTIR0101/202080278&sp=1
![]() |
Keflavík með fullt hús stiga eftir 3:1-sigur gegn ÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2008 | 23:29
Hver segir svo að grín atriði virki ekki?
Þetta Rússa atriði var alveg hel fyndið fiðla, listskautar og hálfnakið súkkulaði.
En það er talað um að samkynhneigðir hafi gaman af keppninni svo þeir ættu að vera sáttir.
Ég hef sáð marga kvarta á blogginu yfir klíkuskap og þessháttar, austur-Evrópa bla bla...
Sá ekki betur en að við fengjum stig frá öllum norðurlandaþjóðunum og norður-Evrópu: U.K: og France....
Er það ekki bullandi svindl?
Svo vil ég ekki heyra í þessum vitleysingum sem er alltaf að væla um að við egim að hætta þessu þar sem þetta sé bara rugl.... samt er sama fólk alltaf að horfa á þetta og með blússandi sterkar skoðanir á þessu.
Ég er nokkuð viss um að við vinnnum Júró áður en vð vinnum eitthvað stórmót í hópíþrótt.
![]() |
Ísland endaði í 14. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)