6.4.2008 | 14:45
Hún heitir ekki Cörla Bruni
Hún heitir Shannen Doherty og gerði hún garðinn frægan í Beverly Hills 9120754 þáttunum.
Fer ekki mörgum sögum af mögnuðum leik þar, svo ekki er það skrítið að hún hafi skipt um nafn.
![]() |
Frakkar hrifnir af forsetafrúnni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flottur skrifari þarna á ferð, en Wenger lifir í sínum drauma heimi.
Ef einhver stelur þessum titli af Man U þá eru það Chel$ki.
![]() |
Arsene Wenger: Getum vel orðið meistarar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2008 | 14:59
Verið Gay og Glöð um helgina!
Þetta er með betri auglýsingum sem ég hef séð.
Samt skrítið að maðurhafi ekki séð þetta fyrr.
Ef þið viljið ekki vera gay og glöð!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2008 | 12:10
Ég vissi það!
Auðvitað var það þessi Whitney gella sem gerði hann að aumingja.
Hvernig ætti þessi fallegi strákur í hljómsveitinni hér fyrir neðan að lenda í mikilli neyslu?
Smá gras við og við... það er bara candy.
Eitt er víst, Whitney er ekkert Candy girl!
Bobby Brown og félagar hans í New Edition, mér sýnist hann vera lítt áberandi í rauðum buxum.
(hélt alltaf í gamla daga að hann væri skrækróma glæsimennið sem syngur)
![]() |
Brown segir Houston hafa notað sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 13:59
Goddemfokksjitt
Fer hún þá í sögubækurnar sem Drottningin?
Sem betur fer kemst maður að mestu leiti hjá því að heyra hana hér á landi.
Gefðu mér Madonnu stanslaust í 5 klukkutíma frekar en þessa vælu.
![]() |
Mariah Carey slær kónginum við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2008 | 23:45
Ding Dong aftur í útvarpið!
Nú mun útvarp lox vera á hlustandi aftur, Ding Dong aftur í loftið.
Að vísu er markhópurinn kannski ekki alveg sá rétti fyrir heimska menn að ræða málin, morgunvakt Útvarp Sögu!
Ekki það að við Pétur ætlum aftur af stað heldur ætlar útvarpsstjarna Íslands markusth að spila eitthvað af þessum brotum sem ég hef verið að troða í spilarann hér til vinstri.
Það vill samt svo skemmtilega til að báðar stóru rásirnar pissuðu utan í okkur fyrir stuttu samt í stthvoru lagi, hmmmm.
En ég held að þetta Ding Dong moment sé löngu liðið.
Ég vil eindregið mæla með Marco og hans morgunvarpi, Útvarp Saga 99,4 held ég.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2008 | 09:04
Næ þessu ekki úr höfði mínu, af hverju?
Þetta er hin stórkostlega Musical Youth sem átti að vera hljómsveit komin undan meistara Bob Marley, saga sem ég heyrði fyrir fyrir nokkrum öldum.
Ég hef verið duglegur að halda því fram að þeir séu allir synir mr. Marley en aldrei sannreynt það.
En ég hef verið mikið að hlusta á BBC rásirnar á netinu og þar fann ég skemmtilegan heimildarþátt um hræðilegasta "pródúsera" team sögunar: Stock, Aitken og Waterman.
Þeir eru mennirnir á bak við Rick Asley, Jason Donavan, Mel og Kim, Bananarama, fyrstu ár Kylie og svo mætti lengi telja.
En þeir gerðu prýðis hluti (sem ég hafði ekki hugmynd um) áður en þeir fundu peninga ilminn.
Dead or Alive - You Spin Me Round, Snillingurinn Divine (hvoru tveggja karlmenn í kjólum, annar að vísu mun feitari), Roland Rat (rottu brúða), Sigue Sigue Sputnik og margt ágætt.
En áður en þeir byrjuðu saman þá var einhver þeirra að skipta sér af þessu verkefni, Musical Youth.
Í þættinum heyrði ég brot af laginu og það hefur verið að jinglast í hasunum á mér siðan.
Push play plz, góðar stundir
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.4.2008 | 08:11
Hmmmm
Getur verið að það sé 1. apríl í dag.
Ekki merkilegasta gabbið ef svo er.
Finnst bara einkennilegt að þessir "alvöru" söngvarar ráða ekki lengur við lagið en eins og menn muna þá var mikið rætt um það þegar undankeppnin var haldin hér....
![]() |
Dönsurum Euro-bandsins sparkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.3.2008 | 22:59
Pétur Jóhann og Stóra Planið
Nú er Pétur Jóhann heldur betur að slá í gegn í Stóra Planinu hans Óla Jóh.
Ég gróf upp nokkra skemmtilega sketsa úr útvarpsþættinum Ding Dong þar sem drengurinn fer á kostum.
Fyrir þá sem ekki vita þá hóf hann ferilinn í útvarpinu á útvarpsstöðinni Radio, í þætti sem Tvíhöfði setti saman.
Þið farið bara í spilarann hér til vinstri, sumt af þessu er 8 ára gamalt.
Því miður við spilarinn ekki taka hvaða skets sem er.
Það má samt hafa ansi gaman af þessu, góða skemmtun!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.3.2008 | 21:38
Skandall!!!!
Þá er þetta party búið, þvílíkt andleysi í græna Lundinum í vetur.
Leikamenn, þjálfarar, STJÓRN, stuðningsmenn lögðu allir sitt að mörkum til að gera þetta eins ömurlegt og hægt var.
Ég held að þetta sé 4. tap Njarðvíkinga geng sítt a attan sveitagenginu í röð!!!!
Þetta Snæfells lið er ekki merkilegt körfuboltalið og spilar eindæma leiðinlegan körfubolta en áttu þessa sigra svo sannarlega skilda.
Ég er ekki frá því að Snæfell sigri tvöfalt og til hamingju með það segi ég kokaumur.
2 töp gegn Stjörnunni sagði manni að þessi leiktíð væri bara grín.
Nú sér maður fram á Liverpool tíð, miðlungs árangur, engir titlar í einhvern tíma, kannski ekki alveg Liverpool tíð það er nú bara hlægilegt.
En þetta lið, Njarðvík sem hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið hér á landi síðustu 30 ár verður nú að fara að byggja upp og væntanlega að byrja upp á nýtt.
Friðrik Stefáns er orðin 30 ára og veikindi væntanlega búin að loka á hans feril.
Brenton Birmingham sá frábæri leikmaður er orðin aldraður, líkaminn tæpur, spilaði mjööög illa gegn Snæfelli, á góðum degi ætti hann að skora 50-60 stig gegn þessum mönnum (ýki smá)
Hörður Fjölnis, Gullgrafari fer með fyrstu vél heim og ekki græt ég hann.
Sverrir Sverris ...... best að segja sem minnst.... ekki góður vetur, kannski bara orðinn of gamall.
Egill Jónasson gæti orðið killer leikmaður með aðeins meira kjöti og meira skapi en ef það gerist er hann líka farinn erlendis um leið..
Jóhann Ólafs var frábær á síðasta tímabili en ekki jafn sterkur þetta ár, hef ekki hugmynd um af hverju. Hann verður lykilmaður Njarðvíkinga næstu ár, ef hann verður eftir.
Guðmundur Jóns var væntanlega besti maður okkar síðustu leikina, hélt að hann væri að missa það en kom sterkur í lokin.
Restin er ung og efnileg og yngri flokkar hafa alltaf skartað 1-3 eðal leikmönnum og framtíðin er alveg til staðar, 2 með Blikum (hvort þeir komi heim?)og bekkurinn ungur og efnilegur, bara kannski of ungur.
Ég fer allavega inn í næsta síson með engar væntingar, þær voru að vísu ekkert svakalegar fyrir þetta en við áttum að vinna titlana í fyrra.
Það er eitt mesta klúður hin síðari ár.
Það verða Kef eða Snæ sem hampa bikarnum í vor, vona samt að Friðrik Pétur og stelpurnar hans klári þetta.
Vondar stundir!
![]() |
Snæfell áfram, Njarðvík úr leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)