14.4.2008 | 22:06
Risin sefur á með litlu bræðurnir bíta frá sér
Á meðan Suðurnesja risinn slappar af í strápilsi á Bali eru Kef og Grind að bíta frá sér.
Þetta var svakalegur leikur í sveitinni, framlenging og læti.
Grind með unninn leik í höndunum í upphafi 4. leikhluta en þvílíkur leikur Sigga Þorvalds var þeim um megn.39 sig! og 7 fráköst, maður verður bara að taka ofan fyrir svona mönnum.
Sáttur við Frikka og félaga, þeir létu sítt a attan gengið hafa fyrir þessu og aftur tek ég ofan og nú fyrir Grind.
Svakalega er flott stemman í körfunni, er ekki eitthvað handboltamót ó gangi líka??? ég man það ekki.
Svo eru kurteisu kórdrengirnir í Kef búnir að jafna gegn Í.R., MAGNAÐ!
Flest allir héldu að sú seria væri búin, nú eru allir á því að Kef séu búnir að klára þetta .....MAGNAÐ!
Það er líka mjög sérstakt að vera hlutlaus á þessum tíma í keppninni, gerist sjaldan, en það er svosum allt í lagi að horfa einstaka sinnum á þetta bara til að horfa, ekki til að fara á taugum og fá 2-3 hjartastop á dag!
Jæja bring it ón !!! Ég vil 7falda framlengingu á morgun 6-7 með 5 villur í hvoru liði og Í.R. sigur.
Ég var vitni að því þegar Njarðvíkingar voru 4 eftir gegn Grindavík fyrir nokkrum árum þar sem allir voru komnir með 5, MAGNAÐ! að vísu tapaðist sá leikur ef ég man rétt.... það var ekkert gaman.
![]() |
Snæfell í úrslit eftir frábæran endasprett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2008 | 20:49
Ég hef skapað skrímsli
Gemsinn hringdi hjá mér í vinnunni í dag, ég sá að það var collect svo væntanlega var það 15 ára dóttir mín.
Ég svaraði og þar var hún... pabbi pabbi nenniru að hringja í þetta númer!!! plííííís ó mæ god ó mæ god.
Ég þarf að segja þér geðveikt!
Allt í góðu ég hringi í þetta númer og þar er hún móð og másandi pabbi!!! Veistu ??? dísess!
ÉG KEM Í SÉÐ OG HEYRT !!!! Ó MÆ GOD ... GOSSH!
Þá er forsetinn á Sauðarkróki og hún með athyglissýki föður síns og hendir sér á allt sem gæti komið henni í sjónvarpið, laumar kossi á Óla og hvað haldiði, Séð og Heyrt á staðnum og draumar hennar rætast! gellan á leið í besta blað í heimi ó mæ god ó mæ god.. dísess.
Svo kom erfið spurning! (þar sem ég hef nokkru sinnum komið fram í þessu stórkostlega blaði þá mátti ég búast við þessari spurningu)
Pabbi ! ertu ekki stoltur af mér???
Auðvitað segi ég já en að þetta sé hennar stærsti sigur í lífinu.... held ekki.
Nú skal ég ekki koma fram aftur í þessu blaði!
Ég á eina 2. ára og ég vil að hennar takmark sé eitthvað annað en að komast á síður þessa blaðs!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2008 | 20:41
AAAAAAAARRRRRGGGGGGGGGG!
Svakalega fór þessi "kynnir" í taugarnar á mér í Söngkeppni framhaldsskólanna.
Það var algjör hending aef hann ropaði út úr sér(eftir nokkur jeee og ok) hvaða skóli var næstur.
Það var einstaka sinnum sem hann sagði hvert lagið var eða hvur flytjandinn var.
Jú hann er voða klár að gera búmm Tjiss í míkrófón en hvað kemur það þessu við.
Ég hef oft séð slæma kynna og haldið kjafti en það sem fór mest í taugarnar á mér var þegar þessi myndar Verzlingur er klár uppi á sviði og vill kannski syngja sigurlagið á meðan einhver er í salnum...
Nei nei þá þarf Búmm Tjiss gaurinn að gera eitthvað voða fínt lag með 2-3 áhorfendum sem nenntu að hlusta á hann, svakalega var erfitt að horfa á það.
Búmm Tjiss gaurinn ætlaði bara ekki að gefast upp hann ætlaði að sýna hvað hann væri klár Búmm Tjiss gaur sama hvort einhver aumur sigurvegari byði uppi á sviði eftir að fá kannski smá athygli.
Kannski að einhverjir haldi að það hafi tekið sinn tíma að gera klár fyrir sigurlagið... neeee Mæk og gítar og ekki ætti það að klikka núna þar sem tæknimennirnir voru þegar búnir að kúka á sig einu sinni hjá Verzlings drengnum.
Ekki miskilja mig, ég hef gaman af Búmm Tjissi en þegar menn sigra keppni (sem tekur 4 ár að klárast) ætti sviðsljósið að vera á sigurvegaranum!
Ekki einhverjum Búmm Tjiss "kynni" sem var búinn að kúka nóg allt kvöldið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 21:17
Með fullri virðingu Í.R.......
Þessu bjóst ég aldrei við, jú ég sá Í.R. liðið rúlla yfir mína menn í vetur (voru hátt í 20 stigum undir í hálfleik en sigruðu með c.a. 10).
Þar sá maður hvað liðið er rosalega kraftmikið, ég taldi samt liði skorta hæfileika til að leika sér að Kef, ekki að ég gráti það.
Rétti upp hend sem spáði Í.R. og Sæfell í úrslita rimmuna!
Ég geri mér nú samt vonir um að Friðrik Pétur og hans stelpur bróki sig og vinni seríuna 3-1.
Grindí er mun skemmtilegra lið en Snæfell, samt væri líka gaman að fá 2 ný lið í úrslita rimmuna.
Nú man ég ekki svo langt aftur, það koma eitthvað tímabil þar sem Snæfell var að gera öskrandi fína hluti þegar Diddi Berg (Kristinn Einars) var með þeim en hvort þeir hafi náð í úrslitaleikinn efast ég um.
Í.R. var náttúrlega stórveldi í gamla daga en ég held að þeir hafi aldrei ná svona langt eftir að úrslitakeppnin var tekin upp.
Ég sem Getto superstar (Breiðhyltingur) hef fullan rétt á að halda með Í.R. og hver veit nema að maður geri það.
Ég var allavega duglegur að mæta á völlinn í sumar og styðja Ella sæta og vini hans.
![]() |
ÍR lagði Keflavík, 94:77, og er komið í 2:0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 11.4.2008 kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.4.2008 | 20:58
Ágætt, ekkert spes
Fínt að klára þetta með sigri, var frekar ósáttur hvað Man U liði missti allt sjálfstraust við þennan fáránlega vítaspyrnudóm, fram að því voru þeir frábærir.
Seinni hálfleikur snérist bara um að halda haus.
En hvaða grín skiptingar voru þetta hjá Ferguson?
Ferdinand meiddur, klárar leikinn!
Samt hendir hann 2 varnarmönnum inná og setur þá báða á miðjuna? Gary captain á miðjuna?
Var hann svona hræddur um að hann væri svona svakalega slakur að Roma myndu skora 3 mörk á 10 mins.
Scholes klár í að ná sér í leik nr. 100 nei Fergó vill bíða aðeins með það (vona að Scholes lendi ekki í svakalegum meiðslum og nái aldrei að spila aftur)
Vissilega sáttur með að fá Captain Braveheart inn í leikinn en ég hefði líka viljað sjá táninginn Welbeck aðeins fá að keyra sig út.
Það langbesta við þennan leik var hvað Silvestre var solid, það var ekki að sjá að Frakkinn væri að spila sinn fyrsta leik í 7 mánuði, hann gæti reynst vel í loka baráttunni.
Annars ... spennandi tímar, enn möguleiki á 2 titlum þó Boro leikurinn hafi farið aðeins fyrir brjóstið á manni.
Líf og fjör, sjúddírallirey!
![]() |
Man. Utd og Barcelona mætast í undanúrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2008 | 13:58
Hann er þá ekki dauður eftir allt...
Nú jarðsetti ég ákveðna persónu sem tengdist mér í hátt í 4 ár.
Það gerðist á eðal dans-sleik á Gauknum sem er víst sálugur líka og taldi ég að mín afskipti að þessu dýri yrðu ekki meiri.
En nú ætlar hann að rísa upp frá dauðum í gegnum Mike Mæjers og eittvað hefur hann grennst og skegg síkkað sýnist manni.
Það skemmtilegasta við þetta er að Justin Timberlake leikur þarna stórt hlutverk og var hann megin ástæðan fyrir fæðingu Gurusins í gegnum lag sitt: Rock Your Body = Ástarblossi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2008 | 11:00
Þetta er nú soldið magnað!
Hey þú þarna! þú ert allt of góður, þú mátt það ekki.
Ég ætla að sparka í þig næst þegar ég sé þig svo þú skalt ekki voga þér að vera góður og sóla mig aftur......
Ég er ekki frá því að ég hafi sagt þetta þegar ég 12 ára enda var ég EKKI góður!
![]() |
Rómverjar biðjast afsökunar á ummælum um Ronaldo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2008 | 20:42
Það þurfti ekki meira...
Nema að sleppa við víti á flugfélagsvellinum og fá víti fyrir sama brot á heimavelli.
Ég held að Liverdraslið ætti nú alveg að slaka á í að væla yfir dómurum það sem eftir er af leiktíð.
Liver - Chel$ enn eitt skiptið.
ps. fínn leikur merkilegt nokk.
![]() |
Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2008 | 15:19
Matthías Helmstokk með Pop Quiz á Organ á Fös
Hin glysgjarni en fallegi útvarpsmaður Matti á X-inu verður spyrill á Pop Quizinu núna á föstudaginn.
Þar sem hann er X-977 maður þá er þetta Quiz þeirra sem eru vel að sér í Blink 192 og Sum 41.
En ef ég dreg aðeins niður í neikvæðninni þá gæti þetta verið skemmtileg keppni hann er þó nokkuð vel að sér í Popp fræðum eins og hann sannaði þegar hans lið BURSTAÐI Rás 2 í PoppPunkti forðum daga sem innihélt tónlistar spekingana Óla Palla, Andreu Jóns og Freysa Eyjólfs... (sumir ekki enn búnir að fá sigurverðlaunin fyrir þann sigur)magnað.
Ég held að þetta sé liða keppni 2 í liði annars veit ég voða lítið um þetta, aldrei mætt á svona uppákomu.
En nú skal safna liði og vera með ........ vill einhver vera með mig vantar bara 1 mann til að fylla liðið mitt, lofa sigri
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 23:21
Hvar er Gullkindin þegar á þarf að halda
Það er bara einn sem kemur til greina sem lélegasti sjónvarpsmaður ársins og heitir hann Þorfinnur Ómarsson.
Maður hefur fylgst með Ísland í dag frá því að vera leiðinlegt í það að vera óþægilega leiðinlegt´og er það mikið Þorfinni að þakka.
Hver það var sem fékk þessa snilldar hugmynd að fá hann í þáttinn er mér hulin ráðgáta.
Mig grunar nú Steimgrím Sævarrrr þar sem hann tók við sem fréttastjóri af Sigmundi Erni, smart move.
Það var að vísu ágætt að losna við Steingrím og kaffibollann hans og hans lofræður um liðið í 4. sæti Ensku deildarinnar en ekki fengum við betra í staðin.
Ég rakst á eitt gott dæm um hvað Þorfinnur er ótrúlega skemmtilegur og ég endurtek þetta er bara eitt dæmi og alls ekki það versta.
Hvað er það sem gerir hans vona vandræðalegan þarna, að hann skildi segja svona "rosalega dónalegan hlut" eða er hann svona hræddur við Frú Eiðson.
Allavega kemur hann fáránlega út þarna og ekki fær hún mikið betri einkunn í þetta skiptið( þó ég hafið lítið út á hana að setja).
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)