26.4.2008 | 02:10
Magnaður skítur
Surprising Sixers Are in It to Win It!!!
Philadelphia 76ers 95 - Detroit Pistons 75
Var að horfa á Philly bursta Pistons í NBA úrslitunum. Djöfull er magnað að halda með litla liðinu sem átti samkvæmt spekingum ekki að vinna leik í seríunni vera komið í 2-1.
Ég geri mér alveg fulla grein fyrir því að Detroit er enn full favorits en þetta er gaman á meðan þetta er séns.
Ég er ekki frá því að ég hafi verið að horfa á 76ers live í fyrsta skipti síðan þeirra töpuðu fyrir Lakers í úrslitunum fyrir 6-8 árum.
Kannast ekkert við þessa kappa, engin stjörnuleikmaður(eina liðið í úrslitakeppninni sem átti engan leikmann til að taka þátt í stjörnuhelginni) en hjartað á réttum stað...
Svo er Larry Brown að stinga af aftur... goddemfokksjitt!
Þá er bara að drífa sig í háttinn, Chel$ og Man U í fyrramálið, vonandi að maður verði jafn sigurreifur eftir þann leik.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 22:35
Væntanlega lélegasti leikur Man U þetta síson
En við sleppum með o-o!
En við verðum að gera mun betur í næstu viku
![]() |
Barcelona og Man Utd gerðu markalaust jafntefli - Ronaldo skaut framhjá úr vítaspyrnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.4.2008 | 21:58
Flottasta persóna sem fram hefur komið í Íslensku útvarpi.
Ég hef síðustu vikur verið að lauma einstaka Ding Dong skets á þessa blog síðu og er óhætt að segja að fólk hafi tekið því vel (enda útvarp frekar vonlaust í dag )
Í etta sinn hendi ég inn spari efni, maður að nafni Tony sem við duttum niður á alveg óvart.
Við vorum með dagskrálið sem kallaðist utanlandskeppni sem gekk út á það að hringja í útlönd og reyna að halda fólki á snakki sem lengst á þerra tungumáli, það þarf kannski ekki að taka það fram aðvið vorum vart mellufærir í Íslensku hvað þá meira.
Eftir að hafa tekið rúntinn um Evrópu þá var planið að skoða Ameríku, hringt var í einhver númer sem áttu að vera í Brooklin New York og áttum við að tala blökkumálísku.
Ég verð svona heppinn að lenda á þessum eiganda pizzu staðarins Tony´s og ef fólk vill kunna hvernig á að höndla leiðinlega kúnna þá hlustar þá á spilarann hér til vinstri.
Þetta var að vísu í annað skiptið sem við herjuðum á hann, gerðum það ári áður og þá hét staðurinn Ray´s Best Pizza og vorum við nánast búnir að koma honum á hæli og hótaði hann að koma og drepa okkur stinga úr okkur augun og þess háttar, að endingu var hann hættur að svara eða bara skellti á þegar við hringdum svo við ættum ..... í það skiptið...
Semsagt þessar upptökur hér til vinstri eru gerða ári eftir að við ráðumst á hann fyrst, hann búinn að breyta um nafn á staðnum en alveg jafn pirraður.
Eins og venjulega eru bestu bitarnir ekki lengur til en þetta bjargaðist úr tölvu hruninu ógurlega, takið eftir að hann telur okkur vera Indverja og hann sé búinn að tala við FBI og það sé "agent" að taka upp símtölin, ef ég man rétt þá reynir "Súbeer" Sigga Lund að ræða við hann líka.... gengur ekki sem skildi.
Góða skemmtun!
ps. stuttu eftir þetta fór Pétur til New York en þorði ekki að heilsa upp á meistara Tony, dem, það er minn draumur!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2008 | 17:24
Eurobandið borgar kynningu úr eigin vasa
Keppnin er orðin svo breytt. Hér áður fyrr heyrði maður lögin bara einu sinni á úrslitakvöldinu, en núna er fólk búið að heyra lögin oft áður," segir Friðrik Ómar, söngvari í Eurobandinu. Hann segir það skipta miklu máli að spila sem víðast og kynna lagið fyrir keppnina.
Friðrik segir að kostnaður við draumakynningarferðina myndi nema um þremur milljónum króna, en sá peningur sé ekki til. Eurobandið gerir þó ýmislegt til að kynna sig. Þau spila í Kaupmannahöfn á föstudaginn, og í risa Eurovision-partýi á laugardaginn. Kostnaðinn vegna þessa og myndbandsins sem gert var við lagið bera þau sjálf. Það vantar pening og við verðum að redda okkur sjálf," segir Friðrik. Hann vill ekki giska á hver kostnaður þeirra sé, en segir hann að minnsta kosti nema nokkrum mánaðarlaunum hjá hinum almenna borgara.
Fallega gert hjá þeim að leifa Nova að frumsýna myndbandið á heimasíðu sinni, væntanlega gjörsamlega frítt?
Tónlist | Breytt 22.4.2008 kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2008 | 14:13
Er þetta frétt? 3 mörk í 3 leikjum!!!!
Með fullri virðingu fyrir Rógva, Færeyingur hefur skorað 3 mörk í 3 leikjum í B deildinni í Noregi????
Eru Íslendingar semsagt að skíta svona mikið á sig að það er vonlaust að búa til jákvæðar fréttir um þá?
Var búinn að sjá fyrirsögnina einhversstaðar annarsstaðar nennti ekki að lesa meira svo þegar ég sé þetta hérna líka þá svo grunaði mig að hann hafi skorað svona 20-30 mörk í 10 leikjum í efstu deild, það væri kannski fréttnæmt!
![]() |
Rógvi skorar og skorar í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2008 | 22:26
Nýtt mix í spilaranum
Ég henti í spilarann nýju mixi af lagi sem við gerðum í fyrra eða árið þar áður (heilasellur farnar í frí).
Þetta lag heitir Alive og er frumsamið eftir sjálfan mig...
Lagið féll ekki í kram þessara merkilegu útvarpsherra svo ég gruna að engin kannist við þetta, en lagið er gott.
Upp með sokkana og stígum dans gott fólk.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2008 | 22:09
Bandið hans Bubba
Jæja nú er Bubba Idollið búið og dagleg grámygla tekur aftur við.
Ég sá nú ekki marga þætti, held að ég hafi séð 2 og hálfann.
Til að vera þessi pirraða týpa sem ég er þá verð ég að skoða þetta aðeins.
Það fyrsta sem maður tók eftir var náttúrulega þessi súpergrúbba sem Bubbi bjó til, flottara band mun væntanlega ekki finnast í öllum heiminum (ýk).
Formatið á þættinum var alveg það sama og í öllum hinum Idollunum nema að þarna var Bubbi einhver aðal, það fer honum ekkert of vel að tjá sig mikið.
Hinir dómararnir voru betri, Villi var fannst mér aðeins of mikið að reyna að vera skrítni gaurinn en hann er eðal drengur og mun ég seint splæsa á hann slæmum orðum.
Stjarna þáttanna var Björn Jörundur! Þessir þættir sem ég sá voru svo leiðinlegir að ég hefði á venjulegum degi bara slökt en þarna var Bjössi í banastuði.
Ég vissi að maðurinn er hnittinn eins og textar hans með þeim betri í Íslensku poppi svo þurfti ég aðeins að díla við hann vegna starfa minna í gegnum tíðina og hann alltaf svona húmoristi en ég sá hann ekki fyrir með uppi á sviði að fara með gamanmál ef þið skiljið.... ekki?
En Bjössinn fór það mikið á kostum að ég náði oft að skella upp úr sem ég geri mjög sjaldan yfir sjónvarpinu.
Ég held að metnaðarfull sjónvarpsstöð ætti að grípa gæsina og fá hann til að "hósta eitthvað show!
Í þessum þáttum sem ég sá þá var Bubba mikið í mun að afsaka tilveru þessa þáttar með því að tala um hvað hann skilaði frábærum söngvurum, gott og blessað.
Bubbi kannski veit það ekki en þessir 2 voru í fyrsta og öðru sæti í söngkeppni framhaldsskolana í FYRRA !!!!! Það var búið að finna þá.
Þetta var bara show um hvor fengi 3 mills og þessi Eyþór er vel að þeim kominn, flottur singer ...... sagði ég fyrir ári, það hefur lítið breyst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2008 | 14:41
Auðvitað verður maður að tjá sig!
Þegar ég horfði á þetta þá huxaði maður ok attlæ... fyndni feiti gaurinn í góðu flippi.
Svo fannst mér bara assgoti sniðugt þegar dansarinn datt inn, fínir taktar.
En maður hugsaði, fær maður ekkert að sjá stjörnurnar ? Hvar er Barbie gaurinn og mamma hans?
Svo koma þau um mitt lag og fékk ég rosalegan kjánahroll enda þau mun hallærislegri en feiti fyndni gaurinn.
Ég tek undir með flestum sem hafa tjáð sig um kjólinn hennar Barbie mömmu, plz allt annað!
Svo skal ég fúslega viðurkenna að mér finnst Barbie mamma afskaplega myndarleg kona og með prýðis kynþokka en þegar hún er að reyna fyrir sér sem Britney eða Madonnu sexy gengur það ekki alveg (það er bara eins og ef ég færi að klæða mig í glans jogging galla og reyndi að vera sexy!)
En gangi þeim vel úti.
ps. Ég hef lesið nokkrar umsagnir um þetta myndband og flestallir eru að tala um hvað þetta sé frábært söngfólk, hvað er þá málið með þennan her bakradda?
![]() |
Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið " |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2008 | 09:40
Á erfitt með að sjá það
Ekki það að Barca séu að gera stórkostlega hluti í deildinni en komnir í final 4 í meistaradeild en þangað er Arnar Grant kominn líka og Grant á MUN léttri andstæðinga en Barca í undanúrslitum meistaradeildara!
En það væri afskaplega gott að Frank í Ensku deildina, bara svo þetta Chel$ea fari nú að spila fótbolta!
Með allar þessar stórstjörnur innanborðs.
Vil samt skjóta því inn að Arnar Grant er samt að spila skárri bolta en sá útvaldi!
Áfram Njarðvík
![]() |
Spáir því að Rijkaard taki við Chelsea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2008 | 15:17
Ekki myndi ég opna landið fyrir honum!
Hann er allt of líkur Kalla Lú!
![]() |
Sonur bin Ladens fær ekki að koma til Bretlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 16.4.2008 kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)