15.5.2009 | 09:54
Öskrandi sögu fölsun á visir.is, lögfræðingar í málinu!
Kajagoogoo í tónleikaferð
Kajagoogoo ætlar í sína fyrstu tónleikaferð um Bretland með upprunalegum mannskap í rúm 25 ár.
Hljómsveitin gerði garðinn frægan á níunda áratugnum með lögum á borð við Too Shy, Ooh To Be Ah og Big Apple. Hún hætti nokkrum mánuðum eftir að Too Shy fór á toppinn í Bretlandi.
Söngvarinn Limahl, sem er orðinn fimmtugur, segir að það hafi tekið hljómsveitina 25 ár að vaxa úr grasi. Limahl, sem heitir réttu nafni Christopher Hamill, hætti í sveitinni árið 1983 og í stað hans tók bassaleikarinn Nick Beggs við hljóðnemanum.
Sem yfirlýstur Kajagoogoo aðdáandi þá finnst mér þetta hræðilegt að sjá!
Fyrir það fyrsta: til hvers er Nick Beggs að taka við hljóðnemanum ef hljómsveitin er hætt? í öðru lagi þá gáfu þeir út eðal skífu ári seinna Islands og man ég að ég fékk hana í afmælisgjöf og var hún spiluð í hengla, þar er einmitt að finna Big Apple plús annara eðal smella: Turn your back on me, Lions Mouth, Part og me is you..... ohhh good times.
Ég hef að vísu ekki hlustað á Islands í 20 ár en fannst hún tussu góð í þá gömlu góðu.
Síðasta plata sveitarinnar kom út ári seinna ef ég man rétt og þá voru þeir komnir í danspoppið og afskaplega ekkert gott og sveitin búin að taka Googooið úr nafninu og hét bara Kaja!
Nú er bara að stofna Feisbögg síðu og fá þá í Egilshöllina!... eða Amsterdam..
Er einhver á landinu sem viðurkennir að hafa verið fan back in the day annar en ég?
Ef hann er til þá var ég að sjá að það koma ný plata út í fyrra, Gone to the Moon ... djöfull ætla ég að fara að tékka á henni!
Varðlega
Ég hef ekki hitt hann/hana
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2009 | 10:27
Það er það klárt Litla hafmeyjan verður á Rás 2 í sumar!
Nú getur þjóðin rifjað upp gamalt bros því hin stórkostlegi útvarpsþáttur Litla Hafmeyjan verður flaggskip Rásar 2 í sumar... of mikið?
Þátturinn verður eins og í fyrra á föstudagskvöldum frá 19:30 til 22:00 í umsjá Dodda frá Reykjavík og Andra F. frá Köben nema að Búi Bendtsen skokkar í skarðið í júní þar sem Andri skellir sér á kvikmyndaskólabekk í Tékklandi.
Þátturinn verður væntanlega með svipuðu formati og í fyrra nema jafnvel betri... ef það er mögulega hægt... of mikið?
Fyrsti þáttur verður mánudaginn 1. júní (frábær dagur) sem er annar í hvítasunnu og er spurning um að vera pólitískur í upphafi og rífa kjaft! Guðlaugur Þór mun væntanlega verða fyrsti gestur og djöfull verður hann grillaður!!!
Hann líka kannski svarar þeirri spurningu: Eru allir stjórnmálamenn leiðinlegir? Dagur B gerði sitt besta til að svara þeirri spurningu játandi.
Litla Hafmeyjan góður félagi þeirra sem ætla að heimsækja landið okkar í sumar, fátt betra en að hanga í bústaðnum með öl og hlusta á Meyju sín...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2009 | 08:56
Geymt en alls ekki gleymt! Specially for EMMCEEE
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2009 | 14:13
Hvaða hálfviti sagði að rokkið væri dautt?
Þið verðið!!!VERÐIÐ að gefa þessu nokkrar mins, algjör helvítis eðall, hefðu samt mátt sleppa Anvil refrensunum.... það var full ótrúlegt... langaði alveg að kaupa þá sem heimska rokkara
Steel Panther er bandið sem mun koma rokkinu aftur í hæstu hæðir, WOOK N WÓÓÓ!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.5.2009 | 11:44
Allt frá draumum til dans
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2009 | 14:01
Erum við ekki að grínast?
Ég er skrifblindari en andskotinn en commón!!!
Michael Jackson þirfi að aflýsa....
Hugur minn er aftur á móti hjá öllum þeim mörgu sem ég þekki sem hafa verið að flassa því að þau séu að fara á tónleikana....... eða ekki.
Hann mun aldrei koma fram á öllum þessum tónleikum, hann hefur bara ekki heilsu í það!
Tónleikum Jackson aflýst? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2009 | 16:01
deadmau5 & Kaskade - I Remember (Full Length)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2009 | 10:24
visir.is
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2009 | 15:48
Visir.is alltaf með á nótunum....
Ég hef séð það á flest öllum netmiðlum að sonar sonur Ferguson hafi slasast mjög alvarlega rétt fyrir leik. Visir að reyna búa til einhvern pirring á milla Beck og Ferg.... rugl!
Ferguson hafði lítinn tíma fyrir Beckham
David Beckham gerði sér ferð á Emirates völlinn í London í gær til að horfa á fyrrum félaga sína í Manchester United spila við Arsenal í meistaradeildinni.
Eftir leikinn fór Beckham og hitti fyrrum félaga sína í liðinu og hitti meðal annars landsliðsþjálfarann Fabio Capello og Sir Alex Ferguson, stjóra United.
Svo virðist sem Ferguson hafi haft lítinn tíma fyrir fyrrum leikmann sinn, því eftir að hafa spjallað við landsliðsþjálfara Englendinga í smá stund, klappaði hann Beckham létt á öxlina og stormaði svo út.
Þeir Ferguson og Beckham skildu ekki í góðu þegar Beckham fór til Real Madrid á sínum tíma og sumir halda því fram að Ferguson sé enn argur út í leikmanninn.
Hér má sjá myndasyrpu frá gærkvöldinu þar sem Beckham bíður átekta eftir að Ferguson klári spjall sitt við Fabio Capello.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2009 | 09:02
Þessi er flottastur! Seth my man!
Seth krafinn um milljónir
Tónlistarmaðurinn Seth Sharp þarf að mæta fyrir dóm í næstu viku. Yale-háskólinn krefur hann um skólagjöld. Seth er ósáttur.
Ég hefði haldið að Yale hefði eitthvað betra við tímann sinn að gera," segir tónlistarmaðurinn Seth Sharp. Hinn virti bandaríski háskóli Yale hefur höfðað mál gegn honum vegna vangoldinna skólagjalda.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Ég hef sungið í Hvíta húsinu og í Afríku fyrir bandaríska sendiráðið. Það er ótrúlegt að Yale skuli gera þetta einhverjum sem hefur verið svona góður sendiherra fyrir skólann. Mér finnst þetta ekki mikil kurteisi," segir Seth, sem tók þátt í X-Factor hér um árið.
Forsaga málsins er sú að þegar Seth stundaði nám við Yale var hann þar á skólastyrk. Tveimur árum eftir að náminu lauk krafðist skólinn þess aftur á móti að hann skyldi sjálfur borga skólagjöldin og þurfti hann að taka einkalán hjá skólanum fyrir þeim.
Yale segir að ég hafi aldrei greitt krónu af láninu en samkvæmt þeirra eigin gögnum er það ekki rétt," útskýrir Seth. Bætir hann við að lánið hafi fyrnst síðan hann tók það og á hann því ekki að þurfa að greiða það upp samkvæmt bandarískum lögum. Því hafi Yale ákveðið að höfða málið hér á landi í von um að fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Krefjast lögfræðingar skólans þriggja milljóna króna greiðslu en upphaflega lánið hljóðaði upp á fimm þúsund dollara, eða rúmar 600 þúsund krónur.
Það er mjög dapurt hjá þeim að gera þetta," segir hann.
Ástæðan fyrir því að Seth var sjálfur látinn borga námsgjöldin er sú að þegar hann var við nám í Yale brann hús fjölskyldu hans í hræðilegum eldsvoða þar sem faðir hans lét lífið. Þar töpuðust mikilvæg gögn tengd skólagöngunni sem hann þurfti á að halda og í framhaldinu hafði Yale vald til að endurkalla námslánið.
Þegar eldsvoðinn varð voru allir mjög skilningsríkir hjá skólanum en tveimur árum eftir að ég útskrifaðist þá segja þeir:
Við leyfðum þér að útskrifast en núna skuldar þú okkur skólagjöld. Þú berð núna ábyrgð á því sem gerðist fyrir tveimur árum." Ég var mjög reiður að þeir skyldu gera svona lagað.
Mér finnst kjánalegt að þeir skuli höfða svona fáránlegt mál á Íslandi og reyni að gabba íslenska dómskerfið á þennan hátt." segir Seth.
Seth er vongóður um að vinna málið: Síðar meir get ég sagt barnabörnunum að Seth hafi barist með kjafti og klóm við hina miklu stofnun Yale. Ef dæmt verður mér í hag verður þetta gott dæmi um að stór stofnun reyni að fara til annarra landa og spila þar eftir öðrum reglum en eru í gildi í heimalandi sínu." freyr@frettabladid.is
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)